Ágúst Þór Árnason, aðjunkt við Háskólann á Akureyri, lést á heimili sínu á miðvikudag eftir skamma baráttu við krabbamein.
Ágúst fæddist í Reykjavík 26. maí 1954. Hann nam heimspeki, lögfræði og stjórnmálafræði í Berlín við Die Freie Univeristat. Hann var framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands frá 1994-1998. Ágúst var kosinn af Alþingi í stjórnlaganefnd árið 2010 og tók virkan þátt í umræðu um breytingar á stjórnarskrá.
Hann eignaðist þrjú börn: Guðmund Árna, Brynjar og Elísabetu og barnabörnin eru sjö. Sambýliskona hans var Margrét Elísabet Ólafsdóttir.
