Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Andri Eysteinsson skrifar 13. apríl 2019 09:42 Hvassviðrið mun að líkindum taka sig upp að nýju eftir hádegi. Slíkt mun valda töfum á samgöngum. Vísir/Vilhelm Uppfært klukkan 11:40: Öllu flugi Icelandair frá Keflavíkurflugvelli frá 16:10 hefur verið aflýst. Hvassviðrið sem plagaði farþega á Keflavíkurflugvelli í gærkvöld heldur áfram að valda flugfélögum vandræðum í dag. Unnið er að því að aflýsa öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna og Evrópu sem á að fara seinni partinn. Þá hefur komum til Keflavíkur verið seinkað, vegna slæmrar veðurspár. 14 flug Icelandair voru felld niður í gærkvöldi, þá var flugi Wizz Air til London og Wroclaw frestað til morguns og er áætlað að vélarnar fari í loftið klukkan 10. Flugi Norwegian til strandarborgarinnar Alicante var einnig aflýst seint í gærkvöldi, sem og flugi Wizz Air til Varsjár sem átti að fara af stað skömmu eftir miðnætti. Þegar vélar sitja fastar hér heima skapar það áframhaldandi vandræði. Brottfarir frá Keflavík virðast ganga eftir áætlun en flugi til Keflavíkur frá Norður-Ameríku sem átti að lenda í morgunsárið hefur í flestum tilvikum verið aflýst. Átta af fjórtán ameríkuferðum féllu niður. Einnig ber á seinkunum eftir hádegi en komum flugs Icelandair sem áætlað var á milli klukkan 14:40 og 17:00 hefur seinkað og áætlaður lendingartími er nú á milli 22:25 og 00:05. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að öll flug til Evrópu hafi farið út í morgun, hinsvegar hafi verið tekin sú ákvörðun að seinka brottförum frá Evrópu vegna veðurspár fram á kvöld. Þá unnið að því að aflýsa flugi til Bandaríkjanna og Evrópu sem átti að fara frá Keflavík seinni partinn vegna veðurs. Icelandair vinnur nú í því að hafa samband við farþega til þess að finna fyrir þá aðrar lausnir. Ásdís segir ákvarðanirnar vera teknar til þess að valda sem minnstum röskum á flugi fyrir farþega. Icelandair mun í hádeginu bæta við auka flugi til bandarísku borganna Boston, Washington og New York til að koma til móts við farþega sem sátu eftir í gær. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Komu mjaldranna frestað vegna veðurs Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku. 13. apríl 2019 08:23 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Uppfært klukkan 11:40: Öllu flugi Icelandair frá Keflavíkurflugvelli frá 16:10 hefur verið aflýst. Hvassviðrið sem plagaði farþega á Keflavíkurflugvelli í gærkvöld heldur áfram að valda flugfélögum vandræðum í dag. Unnið er að því að aflýsa öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna og Evrópu sem á að fara seinni partinn. Þá hefur komum til Keflavíkur verið seinkað, vegna slæmrar veðurspár. 14 flug Icelandair voru felld niður í gærkvöldi, þá var flugi Wizz Air til London og Wroclaw frestað til morguns og er áætlað að vélarnar fari í loftið klukkan 10. Flugi Norwegian til strandarborgarinnar Alicante var einnig aflýst seint í gærkvöldi, sem og flugi Wizz Air til Varsjár sem átti að fara af stað skömmu eftir miðnætti. Þegar vélar sitja fastar hér heima skapar það áframhaldandi vandræði. Brottfarir frá Keflavík virðast ganga eftir áætlun en flugi til Keflavíkur frá Norður-Ameríku sem átti að lenda í morgunsárið hefur í flestum tilvikum verið aflýst. Átta af fjórtán ameríkuferðum féllu niður. Einnig ber á seinkunum eftir hádegi en komum flugs Icelandair sem áætlað var á milli klukkan 14:40 og 17:00 hefur seinkað og áætlaður lendingartími er nú á milli 22:25 og 00:05. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að öll flug til Evrópu hafi farið út í morgun, hinsvegar hafi verið tekin sú ákvörðun að seinka brottförum frá Evrópu vegna veðurspár fram á kvöld. Þá unnið að því að aflýsa flugi til Bandaríkjanna og Evrópu sem átti að fara frá Keflavík seinni partinn vegna veðurs. Icelandair vinnur nú í því að hafa samband við farþega til þess að finna fyrir þá aðrar lausnir. Ásdís segir ákvarðanirnar vera teknar til þess að valda sem minnstum röskum á flugi fyrir farþega. Icelandair mun í hádeginu bæta við auka flugi til bandarísku borganna Boston, Washington og New York til að koma til móts við farþega sem sátu eftir í gær.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Komu mjaldranna frestað vegna veðurs Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku. 13. apríl 2019 08:23 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Komu mjaldranna frestað vegna veðurs Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku. 13. apríl 2019 08:23