Framhaldsskólakennarar starfa sem leiðbeinendur í grunnskóla Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 13. apríl 2019 12:45 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur lagt fyrir frumvarp um að menntun framhaldsskólakennara verði metin á öllum skólastigum. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að menntun framhaldsskólakennara verði metin á öllum skólastigum. Fjöldi kennara hafa misst vinnuna í kjölfar styttingar námsins og sumir ráðnir inn í grunnskóla eingöngu sem leiðbeinendur.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni kom fram að um fimmtíu framhaldsskólakennarar hafa misst vinnuna vegna styttingar framhaldsskólanna úr fjórum árum niður í þrjú og býst Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldskólakennara, við fleiri uppsögnum í vor. Styttingunni lýkur nú í haust og verða þá allir skólar með þriggja ára nám. Guðríður sagði framhaldskólakennara andsnúna breytingunum frá upphafi. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir framhaldsskólakennara dýrmæta í íslensku samfélagi og verið sé að leita leiða til að missa þá ekki úr menntakerfinu. „Það er mín von að þeir starfi áfram innan skólakerfisins. Nýtt kennarafrumvarp sem ég hef mælt fyrir á Alþingi mun gagnast þeim framhaldsskólakennurum sem hafa hug á því að kenna á öðrum skólastigum. Eins og lögin eru í dag eru þeir ráðnir inn á önnur skólastig sem leiðbeinendur án viðunandi starfsöryggis og launakjara. Það er von mín að með þessu nýja frumvarpi aukist sveigjanleiki og auki réttindi kennara,“ segir hún. Aðspurð hvort það sé ásættanlegt að framhaldsskólakennarar fari að kenna í grunnskóla, því sérhæfing þeirra gæti einskorðast við nám í framhaldsskóla, segist Lilja telja að það sé gagnlegt fyrir íslenskt menntakerfi að það sé sveigjanleiki milli skólakerfa og aukin skilningur á mismunandi kerfum. „Ég tel að það verði jákvæð þróun til lengri tíma litið. Ég tel að það séu bjartir tímar framundan í íslensku skólakerfi,“ segir hún. Skóla - og menntamál Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að menntun framhaldsskólakennara verði metin á öllum skólastigum. Fjöldi kennara hafa misst vinnuna í kjölfar styttingar námsins og sumir ráðnir inn í grunnskóla eingöngu sem leiðbeinendur.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni kom fram að um fimmtíu framhaldsskólakennarar hafa misst vinnuna vegna styttingar framhaldsskólanna úr fjórum árum niður í þrjú og býst Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldskólakennara, við fleiri uppsögnum í vor. Styttingunni lýkur nú í haust og verða þá allir skólar með þriggja ára nám. Guðríður sagði framhaldskólakennara andsnúna breytingunum frá upphafi. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir framhaldsskólakennara dýrmæta í íslensku samfélagi og verið sé að leita leiða til að missa þá ekki úr menntakerfinu. „Það er mín von að þeir starfi áfram innan skólakerfisins. Nýtt kennarafrumvarp sem ég hef mælt fyrir á Alþingi mun gagnast þeim framhaldsskólakennurum sem hafa hug á því að kenna á öðrum skólastigum. Eins og lögin eru í dag eru þeir ráðnir inn á önnur skólastig sem leiðbeinendur án viðunandi starfsöryggis og launakjara. Það er von mín að með þessu nýja frumvarpi aukist sveigjanleiki og auki réttindi kennara,“ segir hún. Aðspurð hvort það sé ásættanlegt að framhaldsskólakennarar fari að kenna í grunnskóla, því sérhæfing þeirra gæti einskorðast við nám í framhaldsskóla, segist Lilja telja að það sé gagnlegt fyrir íslenskt menntakerfi að það sé sveigjanleiki milli skólakerfa og aukin skilningur á mismunandi kerfum. „Ég tel að það verði jákvæð þróun til lengri tíma litið. Ég tel að það séu bjartir tímar framundan í íslensku skólakerfi,“ segir hún.
Skóla - og menntamál Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira