Biður farþega um að sýna biðlund vegna flugtafa Sylvía Hall skrifar 13. apríl 2019 16:51 Veðrið hefur sett ferðaplön margra í uppnám. Vísir/Vilhelm Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt kapp vera lagt á það að koma farþegum á áfangastaði og reyna leysa úr þeirri stöðu sem uppi er eftir að tugum flugferða var frestað vegna veðurs en öllu flugi Icelandair frá Keflavíkurflugvelli frá 16:10 hefur verið aflýst. Þremur flugum til Bandaríkjanna var bætt við í hádeginu í dag og verða fjögur til viðbótar á morgun. Þá verður tveimur flugum til Evrópu bætt við eftir miðnætti en mikil örtröð hefur skapast á Keflavíkurflugvelli og hafa margir farþegar kvartað undan óánægju á samfélagsmiðlum. „Við erum að reyna að finna lausnir og vinna þetta eins hratt og við getum,“ segir Ásdís í samtali við Vísi.Mikið álag á þjónustuverið Margir farþegar hafa kvartað undan því hversu erfitt sé að ná sambandi við þjónustuver flugfélagsins sem farþegum var bent á. Ásdís segir ástæðuna vera mikið álag enda hefur veðrið haft áhrif á ferðaplön þúsundir farþega en starfsmenn séu að vinna í því að hafa samband við farþega að fyrra bragði. „Þó að fólk sé ekki að ná í gegn þá erum við að vinna í því að koma öllum í flug. Þetta tekur tíma og við erum með heilmikinn mannskap í þessu og erum bara að gera okkar besta,“ segir Ásdís og biður fólk um að sýna biðlund. Erlendir farþegar sem verða fyrir áhrifum vegna þessa fá gistingu og fæði sem og keyrslu til og frá flugvellinum. Þangað til verður unnið að því að koma fólki á sína áfangastaði. „Auðvitað vill fólk fá úrlausn og við erum að gera okkar allra besta,“ segir Ásdís að lokum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Ein flugvél situr eftir á Keflavíkurflugvelli Flugi hefur verið aflýst og farþegar einnar flugvélar sitja enn fastir um borð vegna veðurs. 12. apríl 2019 21:49 Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. 13. apríl 2019 09:42 Farþegar í fimmtán þotum sitja fastir: „Guð, gefðu mér æðruleysi“ Farþegar í fimmtán flugvélum Icelandair sitja fastir á Keflavíkurflugvelli og þurfa að bíða þar til veður lægir til að komast frá borði. 12. apríl 2019 18:02 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt kapp vera lagt á það að koma farþegum á áfangastaði og reyna leysa úr þeirri stöðu sem uppi er eftir að tugum flugferða var frestað vegna veðurs en öllu flugi Icelandair frá Keflavíkurflugvelli frá 16:10 hefur verið aflýst. Þremur flugum til Bandaríkjanna var bætt við í hádeginu í dag og verða fjögur til viðbótar á morgun. Þá verður tveimur flugum til Evrópu bætt við eftir miðnætti en mikil örtröð hefur skapast á Keflavíkurflugvelli og hafa margir farþegar kvartað undan óánægju á samfélagsmiðlum. „Við erum að reyna að finna lausnir og vinna þetta eins hratt og við getum,“ segir Ásdís í samtali við Vísi.Mikið álag á þjónustuverið Margir farþegar hafa kvartað undan því hversu erfitt sé að ná sambandi við þjónustuver flugfélagsins sem farþegum var bent á. Ásdís segir ástæðuna vera mikið álag enda hefur veðrið haft áhrif á ferðaplön þúsundir farþega en starfsmenn séu að vinna í því að hafa samband við farþega að fyrra bragði. „Þó að fólk sé ekki að ná í gegn þá erum við að vinna í því að koma öllum í flug. Þetta tekur tíma og við erum með heilmikinn mannskap í þessu og erum bara að gera okkar besta,“ segir Ásdís og biður fólk um að sýna biðlund. Erlendir farþegar sem verða fyrir áhrifum vegna þessa fá gistingu og fæði sem og keyrslu til og frá flugvellinum. Þangað til verður unnið að því að koma fólki á sína áfangastaði. „Auðvitað vill fólk fá úrlausn og við erum að gera okkar allra besta,“ segir Ásdís að lokum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Ein flugvél situr eftir á Keflavíkurflugvelli Flugi hefur verið aflýst og farþegar einnar flugvélar sitja enn fastir um borð vegna veðurs. 12. apríl 2019 21:49 Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. 13. apríl 2019 09:42 Farþegar í fimmtán þotum sitja fastir: „Guð, gefðu mér æðruleysi“ Farþegar í fimmtán flugvélum Icelandair sitja fastir á Keflavíkurflugvelli og þurfa að bíða þar til veður lægir til að komast frá borði. 12. apríl 2019 18:02 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Ein flugvél situr eftir á Keflavíkurflugvelli Flugi hefur verið aflýst og farþegar einnar flugvélar sitja enn fastir um borð vegna veðurs. 12. apríl 2019 21:49
Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. 13. apríl 2019 09:42
Farþegar í fimmtán þotum sitja fastir: „Guð, gefðu mér æðruleysi“ Farþegar í fimmtán flugvélum Icelandair sitja fastir á Keflavíkurflugvelli og þurfa að bíða þar til veður lægir til að komast frá borði. 12. apríl 2019 18:02