Börn hælisleitenda munu stunda nám í Háaleitisskóla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. apríl 2019 11:22 Stoðdeildin mun taka til starfa í byrjun ágúst. vísir/vilhelm Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á þriðjudaginn í síðustu viku að frá og með næsta hausti verður starfrækt sérstök stoðdeild í Háaleitisskóla – Álftamýri fyrir börn hælisleitenda. Áætlaður kostnaður borgarinnar er um 14,5 milljónir en ríkið til tíu milljónir króna. Heildarkostnaður er því áætlaður um 24,5 milljónir króna en ráðið verður í eitt stöðugildi deildarstjóra, þrjú föst stöðugildi kennara og eitt stöðugildi stuðningsfulltrúa. Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV en í greinargerð sem lögð var fram með tillögunni á fundi skóla- og frístundaráðs kemur fram að stoðdeildin sé fyrst og fremst hugsuð fyrir börn í 3.-10. bekk sem þurfa sértækan stuðning þegar þau hefja nám við grunnskóla í Reykjavík.Áttu upphaflega að fara í Vogaskóla Fyrst og fremst er um að ræða börn umsækjenda um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilfellum börn sem eiga að baki mjög rofna skólagöngu erlendis. Áður hafði verið greint frá tillögum þess efnis að börnin færu í Vogaskóla og myndu fá kennslu í húsnæði frístundaheimilis skólans, Vogaseli. Bæði deildarstjóri sérkennslu við skólann, Helga Helgadóttir, sem og skólastjóri hans, Jónína Ólöf Emilsdóttir, lýstu efasemdum sínum með fyrirkomulagið. Þannig sagði Jónína að álagið á skólastarfið í skólanum yrði of mikið, kæmi til þess að öll börn hælisleitenda á grunnskólaaldri myndu sækja nám við skólann. Sagði hún betra ef börnin færu í tvo til þrjá skóla í borginni.Kennarar lýstu mikilli ánægju með verkefnið Nú er hins vegar komin lending í málið. Í greinargerðinni segir að áætlað sé að stoðdeildin taki til starfa þann 1. ágúst næstkomandi. Umsögn skólaráðs Háaleitisskóla liggur fyrir þar sem segir að ráðið leggist ekki gegn stofnun stoðdeildarinnar. Það sé hins vegar mikilvægt að deildinni verði tryggt nægt fjármagn, aðstaða og aðrar bjargir um ókomna framtíð. Þá fjallaði kennarafundur í skólanum einnig um stofnun deildarinnar og lýsti mikilli ánægju með verkefnið. Þá fjallaði foreldrafélag Háaleitisskóla einnig um deildina. Í umsögn félagsins segir að það leggist ekki gegn stofnun stoðdeildarinnar og það treysti því að starfseminni verði tryggt nægt fjármagn. Einnig óskað eftir því að skólayfirvöldum verði gert kleift að aðlaga nemendur og foreldra þeirra sem nú þegar sækja nám í skólanum að nýrri starfsemi með fræðslu og upplýsingagjöf.Lögð áhersla á að byggja upp heildrænan starfsdag barnanna Í greinargerðinni segir að mikilvægt sé að hlúa að þeim nemendum sem séu börn hælisleitenda. Um sé að ræða viðkvæman hóp og að búast megi við því að stór hluti barnanna staldri stutt við í íslensku samfélagi. Lögð verður áhersla á að nemendur verði tímabundið við stoðdeildina á meðan unnið er að mati á námslegri stöðu þeirra og hlúð að félagslegum og sálrænum þáttum þeirra eftir bestu getu. Þá verður einnig lögð áhersla á að byggja upp „heildrænan starfsdag barnanna með tillit til félagslegrar þátttöku í góðu samstarfi við frístundamiðstöðina Kringlumýri og aðra aðila í hverfinu. Búseta nemenda er víðs vegar í Reykjavík og verða samgöngur tryggðar fyrir þau í og úr skóla meðan á dvölinni í stoðdeildinni stendur,“ að því er segir í greinargerðinni. Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06 Skólastjóri Vogaskóla óttast álag yrðu öll börn hælisleitenda send þangað Jónína Ólöf Emilsdóttir segir að betra yrði að koma börnum hælisleitenda á grunnskólaaldri fyrir á tveimur til þremur skólum í borginni. 14. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á þriðjudaginn í síðustu viku að frá og með næsta hausti verður starfrækt sérstök stoðdeild í Háaleitisskóla – Álftamýri fyrir börn hælisleitenda. Áætlaður kostnaður borgarinnar er um 14,5 milljónir en ríkið til tíu milljónir króna. Heildarkostnaður er því áætlaður um 24,5 milljónir króna en ráðið verður í eitt stöðugildi deildarstjóra, þrjú föst stöðugildi kennara og eitt stöðugildi stuðningsfulltrúa. Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV en í greinargerð sem lögð var fram með tillögunni á fundi skóla- og frístundaráðs kemur fram að stoðdeildin sé fyrst og fremst hugsuð fyrir börn í 3.-10. bekk sem þurfa sértækan stuðning þegar þau hefja nám við grunnskóla í Reykjavík.Áttu upphaflega að fara í Vogaskóla Fyrst og fremst er um að ræða börn umsækjenda um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilfellum börn sem eiga að baki mjög rofna skólagöngu erlendis. Áður hafði verið greint frá tillögum þess efnis að börnin færu í Vogaskóla og myndu fá kennslu í húsnæði frístundaheimilis skólans, Vogaseli. Bæði deildarstjóri sérkennslu við skólann, Helga Helgadóttir, sem og skólastjóri hans, Jónína Ólöf Emilsdóttir, lýstu efasemdum sínum með fyrirkomulagið. Þannig sagði Jónína að álagið á skólastarfið í skólanum yrði of mikið, kæmi til þess að öll börn hælisleitenda á grunnskólaaldri myndu sækja nám við skólann. Sagði hún betra ef börnin færu í tvo til þrjá skóla í borginni.Kennarar lýstu mikilli ánægju með verkefnið Nú er hins vegar komin lending í málið. Í greinargerðinni segir að áætlað sé að stoðdeildin taki til starfa þann 1. ágúst næstkomandi. Umsögn skólaráðs Háaleitisskóla liggur fyrir þar sem segir að ráðið leggist ekki gegn stofnun stoðdeildarinnar. Það sé hins vegar mikilvægt að deildinni verði tryggt nægt fjármagn, aðstaða og aðrar bjargir um ókomna framtíð. Þá fjallaði kennarafundur í skólanum einnig um stofnun deildarinnar og lýsti mikilli ánægju með verkefnið. Þá fjallaði foreldrafélag Háaleitisskóla einnig um deildina. Í umsögn félagsins segir að það leggist ekki gegn stofnun stoðdeildarinnar og það treysti því að starfseminni verði tryggt nægt fjármagn. Einnig óskað eftir því að skólayfirvöldum verði gert kleift að aðlaga nemendur og foreldra þeirra sem nú þegar sækja nám í skólanum að nýrri starfsemi með fræðslu og upplýsingagjöf.Lögð áhersla á að byggja upp heildrænan starfsdag barnanna Í greinargerðinni segir að mikilvægt sé að hlúa að þeim nemendum sem séu börn hælisleitenda. Um sé að ræða viðkvæman hóp og að búast megi við því að stór hluti barnanna staldri stutt við í íslensku samfélagi. Lögð verður áhersla á að nemendur verði tímabundið við stoðdeildina á meðan unnið er að mati á námslegri stöðu þeirra og hlúð að félagslegum og sálrænum þáttum þeirra eftir bestu getu. Þá verður einnig lögð áhersla á að byggja upp „heildrænan starfsdag barnanna með tillit til félagslegrar þátttöku í góðu samstarfi við frístundamiðstöðina Kringlumýri og aðra aðila í hverfinu. Búseta nemenda er víðs vegar í Reykjavík og verða samgöngur tryggðar fyrir þau í og úr skóla meðan á dvölinni í stoðdeildinni stendur,“ að því er segir í greinargerðinni.
Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06 Skólastjóri Vogaskóla óttast álag yrðu öll börn hælisleitenda send þangað Jónína Ólöf Emilsdóttir segir að betra yrði að koma börnum hælisleitenda á grunnskólaaldri fyrir á tveimur til þremur skólum í borginni. 14. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06
Skólastjóri Vogaskóla óttast álag yrðu öll börn hælisleitenda send þangað Jónína Ólöf Emilsdóttir segir að betra yrði að koma börnum hælisleitenda á grunnskólaaldri fyrir á tveimur til þremur skólum í borginni. 14. febrúar 2019 14:00