Börn hælisleitenda munu stunda nám í Háaleitisskóla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. apríl 2019 11:22 Stoðdeildin mun taka til starfa í byrjun ágúst. vísir/vilhelm Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á þriðjudaginn í síðustu viku að frá og með næsta hausti verður starfrækt sérstök stoðdeild í Háaleitisskóla – Álftamýri fyrir börn hælisleitenda. Áætlaður kostnaður borgarinnar er um 14,5 milljónir en ríkið til tíu milljónir króna. Heildarkostnaður er því áætlaður um 24,5 milljónir króna en ráðið verður í eitt stöðugildi deildarstjóra, þrjú föst stöðugildi kennara og eitt stöðugildi stuðningsfulltrúa. Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV en í greinargerð sem lögð var fram með tillögunni á fundi skóla- og frístundaráðs kemur fram að stoðdeildin sé fyrst og fremst hugsuð fyrir börn í 3.-10. bekk sem þurfa sértækan stuðning þegar þau hefja nám við grunnskóla í Reykjavík.Áttu upphaflega að fara í Vogaskóla Fyrst og fremst er um að ræða börn umsækjenda um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilfellum börn sem eiga að baki mjög rofna skólagöngu erlendis. Áður hafði verið greint frá tillögum þess efnis að börnin færu í Vogaskóla og myndu fá kennslu í húsnæði frístundaheimilis skólans, Vogaseli. Bæði deildarstjóri sérkennslu við skólann, Helga Helgadóttir, sem og skólastjóri hans, Jónína Ólöf Emilsdóttir, lýstu efasemdum sínum með fyrirkomulagið. Þannig sagði Jónína að álagið á skólastarfið í skólanum yrði of mikið, kæmi til þess að öll börn hælisleitenda á grunnskólaaldri myndu sækja nám við skólann. Sagði hún betra ef börnin færu í tvo til þrjá skóla í borginni.Kennarar lýstu mikilli ánægju með verkefnið Nú er hins vegar komin lending í málið. Í greinargerðinni segir að áætlað sé að stoðdeildin taki til starfa þann 1. ágúst næstkomandi. Umsögn skólaráðs Háaleitisskóla liggur fyrir þar sem segir að ráðið leggist ekki gegn stofnun stoðdeildarinnar. Það sé hins vegar mikilvægt að deildinni verði tryggt nægt fjármagn, aðstaða og aðrar bjargir um ókomna framtíð. Þá fjallaði kennarafundur í skólanum einnig um stofnun deildarinnar og lýsti mikilli ánægju með verkefnið. Þá fjallaði foreldrafélag Háaleitisskóla einnig um deildina. Í umsögn félagsins segir að það leggist ekki gegn stofnun stoðdeildarinnar og það treysti því að starfseminni verði tryggt nægt fjármagn. Einnig óskað eftir því að skólayfirvöldum verði gert kleift að aðlaga nemendur og foreldra þeirra sem nú þegar sækja nám í skólanum að nýrri starfsemi með fræðslu og upplýsingagjöf.Lögð áhersla á að byggja upp heildrænan starfsdag barnanna Í greinargerðinni segir að mikilvægt sé að hlúa að þeim nemendum sem séu börn hælisleitenda. Um sé að ræða viðkvæman hóp og að búast megi við því að stór hluti barnanna staldri stutt við í íslensku samfélagi. Lögð verður áhersla á að nemendur verði tímabundið við stoðdeildina á meðan unnið er að mati á námslegri stöðu þeirra og hlúð að félagslegum og sálrænum þáttum þeirra eftir bestu getu. Þá verður einnig lögð áhersla á að byggja upp „heildrænan starfsdag barnanna með tillit til félagslegrar þátttöku í góðu samstarfi við frístundamiðstöðina Kringlumýri og aðra aðila í hverfinu. Búseta nemenda er víðs vegar í Reykjavík og verða samgöngur tryggðar fyrir þau í og úr skóla meðan á dvölinni í stoðdeildinni stendur,“ að því er segir í greinargerðinni. Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06 Skólastjóri Vogaskóla óttast álag yrðu öll börn hælisleitenda send þangað Jónína Ólöf Emilsdóttir segir að betra yrði að koma börnum hælisleitenda á grunnskólaaldri fyrir á tveimur til þremur skólum í borginni. 14. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á þriðjudaginn í síðustu viku að frá og með næsta hausti verður starfrækt sérstök stoðdeild í Háaleitisskóla – Álftamýri fyrir börn hælisleitenda. Áætlaður kostnaður borgarinnar er um 14,5 milljónir en ríkið til tíu milljónir króna. Heildarkostnaður er því áætlaður um 24,5 milljónir króna en ráðið verður í eitt stöðugildi deildarstjóra, þrjú föst stöðugildi kennara og eitt stöðugildi stuðningsfulltrúa. Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV en í greinargerð sem lögð var fram með tillögunni á fundi skóla- og frístundaráðs kemur fram að stoðdeildin sé fyrst og fremst hugsuð fyrir börn í 3.-10. bekk sem þurfa sértækan stuðning þegar þau hefja nám við grunnskóla í Reykjavík.Áttu upphaflega að fara í Vogaskóla Fyrst og fremst er um að ræða börn umsækjenda um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilfellum börn sem eiga að baki mjög rofna skólagöngu erlendis. Áður hafði verið greint frá tillögum þess efnis að börnin færu í Vogaskóla og myndu fá kennslu í húsnæði frístundaheimilis skólans, Vogaseli. Bæði deildarstjóri sérkennslu við skólann, Helga Helgadóttir, sem og skólastjóri hans, Jónína Ólöf Emilsdóttir, lýstu efasemdum sínum með fyrirkomulagið. Þannig sagði Jónína að álagið á skólastarfið í skólanum yrði of mikið, kæmi til þess að öll börn hælisleitenda á grunnskólaaldri myndu sækja nám við skólann. Sagði hún betra ef börnin færu í tvo til þrjá skóla í borginni.Kennarar lýstu mikilli ánægju með verkefnið Nú er hins vegar komin lending í málið. Í greinargerðinni segir að áætlað sé að stoðdeildin taki til starfa þann 1. ágúst næstkomandi. Umsögn skólaráðs Háaleitisskóla liggur fyrir þar sem segir að ráðið leggist ekki gegn stofnun stoðdeildarinnar. Það sé hins vegar mikilvægt að deildinni verði tryggt nægt fjármagn, aðstaða og aðrar bjargir um ókomna framtíð. Þá fjallaði kennarafundur í skólanum einnig um stofnun deildarinnar og lýsti mikilli ánægju með verkefnið. Þá fjallaði foreldrafélag Háaleitisskóla einnig um deildina. Í umsögn félagsins segir að það leggist ekki gegn stofnun stoðdeildarinnar og það treysti því að starfseminni verði tryggt nægt fjármagn. Einnig óskað eftir því að skólayfirvöldum verði gert kleift að aðlaga nemendur og foreldra þeirra sem nú þegar sækja nám í skólanum að nýrri starfsemi með fræðslu og upplýsingagjöf.Lögð áhersla á að byggja upp heildrænan starfsdag barnanna Í greinargerðinni segir að mikilvægt sé að hlúa að þeim nemendum sem séu börn hælisleitenda. Um sé að ræða viðkvæman hóp og að búast megi við því að stór hluti barnanna staldri stutt við í íslensku samfélagi. Lögð verður áhersla á að nemendur verði tímabundið við stoðdeildina á meðan unnið er að mati á námslegri stöðu þeirra og hlúð að félagslegum og sálrænum þáttum þeirra eftir bestu getu. Þá verður einnig lögð áhersla á að byggja upp „heildrænan starfsdag barnanna með tillit til félagslegrar þátttöku í góðu samstarfi við frístundamiðstöðina Kringlumýri og aðra aðila í hverfinu. Búseta nemenda er víðs vegar í Reykjavík og verða samgöngur tryggðar fyrir þau í og úr skóla meðan á dvölinni í stoðdeildinni stendur,“ að því er segir í greinargerðinni.
Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06 Skólastjóri Vogaskóla óttast álag yrðu öll börn hælisleitenda send þangað Jónína Ólöf Emilsdóttir segir að betra yrði að koma börnum hælisleitenda á grunnskólaaldri fyrir á tveimur til þremur skólum í borginni. 14. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06
Skólastjóri Vogaskóla óttast álag yrðu öll börn hælisleitenda send þangað Jónína Ólöf Emilsdóttir segir að betra yrði að koma börnum hælisleitenda á grunnskólaaldri fyrir á tveimur til þremur skólum í borginni. 14. febrúar 2019 14:00
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent