Þarf að leita yfir miðjuna til að mynda ríkisstjórn Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. apríl 2019 19:30 Þetta er í fyrsta sinn í 20 ár sem Jafnaðarmenn eru stærsti flokkurinn á finnska þinginu, með 40 þingmenn af 200. Hefðin er sú í finnskum stjórnmálum að stærsti flokkurinn muni leiða stjórnarmyndunarviðræður og fara með embætti forsætisráðherra. Það mun því falla í hlut Antti Rinne, formanns jafnaðarmanna. Hlutverk Rinne mun þó reynast þrautinni þyngri. Flokkur Rinne fékk ekki nema 17.7 prósent atkvæða. Þetta er í fyrsta sinn í finnskri stjórnmálasögu þar sem enginn einn flokkur fær yfir 20 prósent atkvæða og finnska þingið aldrei verið brotakenndara en tíu stjórnmálaflokkar eiga þar sæti. Þá vann Finnaflokkurinn, áður Sannir Finnar, varnarsigur eftir erfitt kjörtímabil. Flokkurinn hafði dalað í skoðanakönnunum en fór á flug á hárréttum tíma, nokkrum vikum fyrir kosningar. Þegar búið var að telja öll atkvæði var ljóst að hann var skammt undan jafnaðarmönnum með 39 þingsæti og 17,5 prósent atkvæða.Skipting þingsæta á finnska þinginuInfogram Formaður flokksins, Jussi Halla-aho, segir flokk sinn tilbúinn að vinna með hvaða flokki sem er í ríkisstjórn. Hinsvegar sé hann ekki tilbúinn að gefa afslátt á stefnumálum sínum í skiptum fyrir ráðherrasæti. Flokkurinn vill taka upp harðari innflytjendastefnu og þá er hann á móti því að aðgerðir í umhverfismálum bitni á finnskum iðnaði. Flestir flokkar hafa þegar útilokað stjórnarsamstarf með Finnaflokknum og þykir hann einangraður yst á hægri væng finnskra stjórnmála. Formaður jafnaðarmanna mun að öllum líkindum snúa sér fyrst til Vinstriflokksins og Græningja til að mynda stjórn. Báðum flokkum gekk vel í kosningabaráttunni og bættu við sig þingmönnum. Græningjar eru þannig með 20 þingmenn og Vinstriflokkurinn með 16. Það mun þó ekki vera nóg til að mynda vinstristjórn. Þannig mun Rinne þurfa að leita yfir miðjuna og bjóða fráfarandi stjórnarflokkum, Miðflokknum eða Sambandsflokknum, þátttöku í ríkisstjórn. þær viðræður gætu reynst snúnar. Sambandsflokkurinn kom merkilega vel undan stjórnarsamstarfi með 38 þingmenn en Miðflokkurinn fékk verstu útreiðina og tapaði 18 þingmönnum og er nú með 31. Kosningarnar þóttu góðar fyrir kvenkyns frambjóðendur en 92 konur sitja nú á 200 manna þinginu. Aldrei hafa fleiri konur verið kosnar á þing í Finnlandi. Finnland Tengdar fréttir Snúin staða eftir tvísýnar þingkosningar í Finnlandi Stjórnarmyndun gæti reynst erfið eftir þingkosningar í Finnlandi sem fram fóru í gær. Miðflokkur forsætisráðherrans Juha Sipilä tapaði miklu fylgi en Jafnaðarmenn og Finnaflokkurinn berjast um að verða stærsti flokkurinn á þinginu. 15. apríl 2019 06:45 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn í 20 ár sem Jafnaðarmenn eru stærsti flokkurinn á finnska þinginu, með 40 þingmenn af 200. Hefðin er sú í finnskum stjórnmálum að stærsti flokkurinn muni leiða stjórnarmyndunarviðræður og fara með embætti forsætisráðherra. Það mun því falla í hlut Antti Rinne, formanns jafnaðarmanna. Hlutverk Rinne mun þó reynast þrautinni þyngri. Flokkur Rinne fékk ekki nema 17.7 prósent atkvæða. Þetta er í fyrsta sinn í finnskri stjórnmálasögu þar sem enginn einn flokkur fær yfir 20 prósent atkvæða og finnska þingið aldrei verið brotakenndara en tíu stjórnmálaflokkar eiga þar sæti. Þá vann Finnaflokkurinn, áður Sannir Finnar, varnarsigur eftir erfitt kjörtímabil. Flokkurinn hafði dalað í skoðanakönnunum en fór á flug á hárréttum tíma, nokkrum vikum fyrir kosningar. Þegar búið var að telja öll atkvæði var ljóst að hann var skammt undan jafnaðarmönnum með 39 þingsæti og 17,5 prósent atkvæða.Skipting þingsæta á finnska þinginuInfogram Formaður flokksins, Jussi Halla-aho, segir flokk sinn tilbúinn að vinna með hvaða flokki sem er í ríkisstjórn. Hinsvegar sé hann ekki tilbúinn að gefa afslátt á stefnumálum sínum í skiptum fyrir ráðherrasæti. Flokkurinn vill taka upp harðari innflytjendastefnu og þá er hann á móti því að aðgerðir í umhverfismálum bitni á finnskum iðnaði. Flestir flokkar hafa þegar útilokað stjórnarsamstarf með Finnaflokknum og þykir hann einangraður yst á hægri væng finnskra stjórnmála. Formaður jafnaðarmanna mun að öllum líkindum snúa sér fyrst til Vinstriflokksins og Græningja til að mynda stjórn. Báðum flokkum gekk vel í kosningabaráttunni og bættu við sig þingmönnum. Græningjar eru þannig með 20 þingmenn og Vinstriflokkurinn með 16. Það mun þó ekki vera nóg til að mynda vinstristjórn. Þannig mun Rinne þurfa að leita yfir miðjuna og bjóða fráfarandi stjórnarflokkum, Miðflokknum eða Sambandsflokknum, þátttöku í ríkisstjórn. þær viðræður gætu reynst snúnar. Sambandsflokkurinn kom merkilega vel undan stjórnarsamstarfi með 38 þingmenn en Miðflokkurinn fékk verstu útreiðina og tapaði 18 þingmönnum og er nú með 31. Kosningarnar þóttu góðar fyrir kvenkyns frambjóðendur en 92 konur sitja nú á 200 manna þinginu. Aldrei hafa fleiri konur verið kosnar á þing í Finnlandi.
Finnland Tengdar fréttir Snúin staða eftir tvísýnar þingkosningar í Finnlandi Stjórnarmyndun gæti reynst erfið eftir þingkosningar í Finnlandi sem fram fóru í gær. Miðflokkur forsætisráðherrans Juha Sipilä tapaði miklu fylgi en Jafnaðarmenn og Finnaflokkurinn berjast um að verða stærsti flokkurinn á þinginu. 15. apríl 2019 06:45 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Snúin staða eftir tvísýnar þingkosningar í Finnlandi Stjórnarmyndun gæti reynst erfið eftir þingkosningar í Finnlandi sem fram fóru í gær. Miðflokkur forsætisráðherrans Juha Sipilä tapaði miklu fylgi en Jafnaðarmenn og Finnaflokkurinn berjast um að verða stærsti flokkurinn á þinginu. 15. apríl 2019 06:45