Notre Dame dómkirkjan brennur Andri Eysteinsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 15. apríl 2019 17:23 Svo virðist sem að mikill eldur logi. EPA/ Ian Langsdon Slökkvilið í París í Frakklandi berst nú við mikinn eld í hinni sögufrægu dómkirkju Notre Dame. Samkvæmt fréttaflutningi France24 hefur hluti þaks kirkjunnar fallið saman og eldurinn breiðst úr. Sjá má eina turnspíru falla niður vegna eldsins í myndbandinu að neðan.It’s falling pic.twitter.com/TE705LNfdw — Hash Miser (@H_Miser) April 15, 2019 Mikil mildi þykir að eldurinn hafi komið upp fimm mínútum eftir að kirkjunni var lokað fyrir ferðamönnum í kvöld. Greint var frá því í fréttaflutningi France24 að listaverkefni kirkjunnar hafi verið bjargað frá eldsvoðanum. Á samfélagsmiðlum má sjá myndbönd þar sem mikill reykur berst frá kirkjunni og eldtungur stíga upp úr byggingunni. Ekki er ljóst um upptök eldsins en talið er að hann gæti tengst endurnýjun kirkjunnar sem stendur yfir. Götum í nágrenni kirkjunnar hefur verið lokað vegna slökkvistarfs.Eitt helsta kennileiti Parísar Notre Dame kirkjan er eitt helsta kennileiti Parísarborgar og var hún reist á árunum 1163 til 1345. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og stendur á Ile de la Cité, annarri af tveimur eyjum Signu, í fjórða hverfi Parísar. Byrjað var að byggja Notre Dame árið 1160 og var verkinu að mestu lokið árið 1260. Á tíunda áratug 18. aldar þegar franska byltingin stóð sem hæst voru unnar skemmdir á kirkjunni en skömmu eftir að bók Victor Hugo, Hringjarinn frá Notre Dame, kom út árið 1831 fór kirkjan að njóta vinsælda á ný. Talið er að 12 milljónir manna heimsæki kirkjuna árlega. Kaþólska kirkjan hóf söfnun á síðasta ári til þess að bjarga mætti kirkjunni þar sem hún var byrjuð að molna.Almenningur virði lokanir Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar hefur greint frá því að slökkvistarf sé hafið. Einnig hefur hún biðlað til almennings að virða lokanir í kringum kirkjuna sögufrægu.Un terrible incendie est en cours à la cathédrale Notre-Dame de Paris. Les @PompiersParis sont en train de tenter de maîtriser les flammes. Nous sommes mobilisés sur place en lien étroit avec le @dioceseParis. J'invite chacune et chacun à respecter le périmètre de sécurité. pic.twitter.com/9X0tGtlgba — Anne Hidalgo (@Anne_Hidalgo) April 15, 2019 Frönsk yfirvöld hafa gefið út að um slys hafi verið að ræða, en engar frekari upplýsingar verða gefnar um upptök eldsvoðans að svo búnu. Borgarsaksóknari Parísar hefur hafið rannsókn á tildrögum brunans. Yfirvöld hafa gefið út að enginn hafi látist í brunanum og einnig að enginn hafi slasast á vettvangi. Talsmaður kirkjunnar hefur greint frá því að viðargrind kirkjunnar, sem reist var á miðöldum, brenni í heild sinni.Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hefur brugðist við brunanum á Twitter síðu sinni. Macron frestaði fyrirhugaðri ræðu sinni sem stjórnmálaspekingar höfðu kallað „mikilvægustu ræðu stjórnmálaferils forsetans.“Hér að neðan má sjá beina útsendingu frönsku fréttastöðvarinnar France24.Fréttin hefur verið uppfærð.These are some of the latest images from the Notre Dame fire in Paris pic.twitter.com/1qz3S83wmp — TicToc by Bloomberg (@tictoc) April 15, 2019Fire at Notre Dam cathedral in Paris right now. Doesn’t look good at all... pic.twitter.com/bJmoY3Y8YF — Kabir Taneja (@KabirTaneja) April 15, 2019Notre Dame burning in #Paris. #ParisFirepic.twitter.com/V66qQSqpl8 — Wilson Conn (@wilson_conn) April 15, 2019It’s getting worse. But the fire brigade has turned up. Hard to see how the tackle this. The plume of smoke is already 100s of feet long. pic.twitter.com/5LBf2odKka — Shiv Malik (@shivmalik) April 15, 2019Slökkvistarf stendur nú yfir á Ile de CiteGetty/Stoyan Vassev Bruninn í Notre-Dame Frakkland Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Slökkvilið í París í Frakklandi berst nú við mikinn eld í hinni sögufrægu dómkirkju Notre Dame. Samkvæmt fréttaflutningi France24 hefur hluti þaks kirkjunnar fallið saman og eldurinn breiðst úr. Sjá má eina turnspíru falla niður vegna eldsins í myndbandinu að neðan.It’s falling pic.twitter.com/TE705LNfdw — Hash Miser (@H_Miser) April 15, 2019 Mikil mildi þykir að eldurinn hafi komið upp fimm mínútum eftir að kirkjunni var lokað fyrir ferðamönnum í kvöld. Greint var frá því í fréttaflutningi France24 að listaverkefni kirkjunnar hafi verið bjargað frá eldsvoðanum. Á samfélagsmiðlum má sjá myndbönd þar sem mikill reykur berst frá kirkjunni og eldtungur stíga upp úr byggingunni. Ekki er ljóst um upptök eldsins en talið er að hann gæti tengst endurnýjun kirkjunnar sem stendur yfir. Götum í nágrenni kirkjunnar hefur verið lokað vegna slökkvistarfs.Eitt helsta kennileiti Parísar Notre Dame kirkjan er eitt helsta kennileiti Parísarborgar og var hún reist á árunum 1163 til 1345. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og stendur á Ile de la Cité, annarri af tveimur eyjum Signu, í fjórða hverfi Parísar. Byrjað var að byggja Notre Dame árið 1160 og var verkinu að mestu lokið árið 1260. Á tíunda áratug 18. aldar þegar franska byltingin stóð sem hæst voru unnar skemmdir á kirkjunni en skömmu eftir að bók Victor Hugo, Hringjarinn frá Notre Dame, kom út árið 1831 fór kirkjan að njóta vinsælda á ný. Talið er að 12 milljónir manna heimsæki kirkjuna árlega. Kaþólska kirkjan hóf söfnun á síðasta ári til þess að bjarga mætti kirkjunni þar sem hún var byrjuð að molna.Almenningur virði lokanir Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar hefur greint frá því að slökkvistarf sé hafið. Einnig hefur hún biðlað til almennings að virða lokanir í kringum kirkjuna sögufrægu.Un terrible incendie est en cours à la cathédrale Notre-Dame de Paris. Les @PompiersParis sont en train de tenter de maîtriser les flammes. Nous sommes mobilisés sur place en lien étroit avec le @dioceseParis. J'invite chacune et chacun à respecter le périmètre de sécurité. pic.twitter.com/9X0tGtlgba — Anne Hidalgo (@Anne_Hidalgo) April 15, 2019 Frönsk yfirvöld hafa gefið út að um slys hafi verið að ræða, en engar frekari upplýsingar verða gefnar um upptök eldsvoðans að svo búnu. Borgarsaksóknari Parísar hefur hafið rannsókn á tildrögum brunans. Yfirvöld hafa gefið út að enginn hafi látist í brunanum og einnig að enginn hafi slasast á vettvangi. Talsmaður kirkjunnar hefur greint frá því að viðargrind kirkjunnar, sem reist var á miðöldum, brenni í heild sinni.Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hefur brugðist við brunanum á Twitter síðu sinni. Macron frestaði fyrirhugaðri ræðu sinni sem stjórnmálaspekingar höfðu kallað „mikilvægustu ræðu stjórnmálaferils forsetans.“Hér að neðan má sjá beina útsendingu frönsku fréttastöðvarinnar France24.Fréttin hefur verið uppfærð.These are some of the latest images from the Notre Dame fire in Paris pic.twitter.com/1qz3S83wmp — TicToc by Bloomberg (@tictoc) April 15, 2019Fire at Notre Dam cathedral in Paris right now. Doesn’t look good at all... pic.twitter.com/bJmoY3Y8YF — Kabir Taneja (@KabirTaneja) April 15, 2019Notre Dame burning in #Paris. #ParisFirepic.twitter.com/V66qQSqpl8 — Wilson Conn (@wilson_conn) April 15, 2019It’s getting worse. But the fire brigade has turned up. Hard to see how the tackle this. The plume of smoke is already 100s of feet long. pic.twitter.com/5LBf2odKka — Shiv Malik (@shivmalik) April 15, 2019Slökkvistarf stendur nú yfir á Ile de CiteGetty/Stoyan Vassev
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira