Sjö verslanir hætt rekstri frá áramótum og aðrar fjórar loka um mánaðamótin Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. apríl 2019 19:30 Sjö verslanir hafa hætt rekstri á Laugavegi frá áramótum og munu aðrar fjórar loka um mánaðarmótin vegna samdráttar í rekstri. Kaupmenn í miðbænum eru uggandi yfir því að nú eigi að breyta Laugavegi í göngugötu allt árið um kring og segja að þetta sé banabiti svæðisins sem verslunargötu. Þá hugsa fleiri sér til hreyfings en eigandi Máls og menningar sér nú fram á að þurfa flytja búðina. Um næstu mánaðarmót verður þeim sem aka upp Klapparstíg beint til vinstri, upp Laugaveg, og geta þeir beygt niður Vatnsstíg eða haldið áfram upp Laugaveginn og þá beygt Frakkastíg til norðurs. Við Frakkastíg mæta þeir þá bílum sem koma niður Laugaveg og verður báðum beint niður Frakkastíg.Breytingarnar verði banabitinn Á sama tíma, eða næstu mánðarmót, verður götum í miðbæ Reykjavíkur breytt í göngugötur, eins og venjulega á sumrin, en nú hefur borgin ákveðið að þetta verði varanlegar breytingar. Verslunareigendur segja varanlegar lokanir óskiljanlegar á sama tíma og fjöldi verslunarrýma standi nú auð Um 230 kaupmenn hafa skrifað undir lista Miðbæjarfélagsins þar sem breytingunum er mótmælt. „Ég tel að þetta verði banabiti svæðisins sem verslunargötu,“ segir Gunnar Guðjónsson, eigandi Gleraugnamiðstöðvarinnar á Laugavegi 24. „Það er fáránlegt að ætla að fara loka götunni allt árið um kring. Í alls konar veðri. Það er fáránleg. Það verður enginn á götunni. Það er enginn að labba í bænum á þessum tíma,“ segir Brynjólfur Björnsson, framkvæmdastjóri Brynju og bætir við að Íslendingar sjáist nú varla á Laugaveginum.Sjö verslanir horfið frá áramótum „Við sem viljum halda í þau gildi sem hafa verið að hafa Laugaveginn sem verslunargötu, við erum að tapa. Þá snýr þetta að mér, nú þarf ég kannski að fara,“ segir Gunnar sem hefur rekið verslun sína á Laugavegi í 47 ár. Fjölmargar verslanir hafa þurft að fara úr miðbænum og telja þær sjö frá áramótum. Þá flytja fjórar á næstunni, verslunin Brá, Michelsen, Spaksmannsspjarir og Reykjavík Foto. Þá segia kaupmenn hærri fasteignafjöld og fækkun bílastæða einnig hafa áhrifMál og menning gæti þurft að flytja „Það er sorglegt að borgin skuli ekki hlusta á okkur. Þetta er okkar atvinna og það er bara eins og það sé verið að reyna flæma okkur í burtu,“ segir Hildur Bolladóttir, einn eigandi gullsmiðju Ófeigs á Skólavörðustíg. Þá segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Máls og menningar, í samtali við fréttastofu að hún sjái nú fram á að þurfa flytja búðina af Laugavegi en bókabúðin hefur hún verið í hátt í sextíu ár. Göngugötur Neytendur Reykjavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sjö verslanir hafa hætt rekstri á Laugavegi frá áramótum og munu aðrar fjórar loka um mánaðarmótin vegna samdráttar í rekstri. Kaupmenn í miðbænum eru uggandi yfir því að nú eigi að breyta Laugavegi í göngugötu allt árið um kring og segja að þetta sé banabiti svæðisins sem verslunargötu. Þá hugsa fleiri sér til hreyfings en eigandi Máls og menningar sér nú fram á að þurfa flytja búðina. Um næstu mánaðarmót verður þeim sem aka upp Klapparstíg beint til vinstri, upp Laugaveg, og geta þeir beygt niður Vatnsstíg eða haldið áfram upp Laugaveginn og þá beygt Frakkastíg til norðurs. Við Frakkastíg mæta þeir þá bílum sem koma niður Laugaveg og verður báðum beint niður Frakkastíg.Breytingarnar verði banabitinn Á sama tíma, eða næstu mánðarmót, verður götum í miðbæ Reykjavíkur breytt í göngugötur, eins og venjulega á sumrin, en nú hefur borgin ákveðið að þetta verði varanlegar breytingar. Verslunareigendur segja varanlegar lokanir óskiljanlegar á sama tíma og fjöldi verslunarrýma standi nú auð Um 230 kaupmenn hafa skrifað undir lista Miðbæjarfélagsins þar sem breytingunum er mótmælt. „Ég tel að þetta verði banabiti svæðisins sem verslunargötu,“ segir Gunnar Guðjónsson, eigandi Gleraugnamiðstöðvarinnar á Laugavegi 24. „Það er fáránlegt að ætla að fara loka götunni allt árið um kring. Í alls konar veðri. Það er fáránleg. Það verður enginn á götunni. Það er enginn að labba í bænum á þessum tíma,“ segir Brynjólfur Björnsson, framkvæmdastjóri Brynju og bætir við að Íslendingar sjáist nú varla á Laugaveginum.Sjö verslanir horfið frá áramótum „Við sem viljum halda í þau gildi sem hafa verið að hafa Laugaveginn sem verslunargötu, við erum að tapa. Þá snýr þetta að mér, nú þarf ég kannski að fara,“ segir Gunnar sem hefur rekið verslun sína á Laugavegi í 47 ár. Fjölmargar verslanir hafa þurft að fara úr miðbænum og telja þær sjö frá áramótum. Þá flytja fjórar á næstunni, verslunin Brá, Michelsen, Spaksmannsspjarir og Reykjavík Foto. Þá segia kaupmenn hærri fasteignafjöld og fækkun bílastæða einnig hafa áhrifMál og menning gæti þurft að flytja „Það er sorglegt að borgin skuli ekki hlusta á okkur. Þetta er okkar atvinna og það er bara eins og það sé verið að reyna flæma okkur í burtu,“ segir Hildur Bolladóttir, einn eigandi gullsmiðju Ófeigs á Skólavörðustíg. Þá segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Máls og menningar, í samtali við fréttastofu að hún sjái nú fram á að þurfa flytja búðina af Laugavegi en bókabúðin hefur hún verið í hátt í sextíu ár.
Göngugötur Neytendur Reykjavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira