Duran Duran á leið til Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 16. apríl 2019 07:47 Simon le Bon og John Taylor. Vísir/Vilhelm Hljómsveitin Duran Duran heldur tónleika í Laugardalshöll þann 25. júní næstkomandi. Miðasala á tónleikana mun hefjast klukkan 10 að morgni, miðvikudaginn 24. apríl. Meðlimir hljómsveitarinnar snúa aftur eftir 14 ára fjarveru til að gleðja fjölmarga aðdáendur sína hér á landi sem margir voru viðstaddir er hljómsveitin hélt afar eftirminnilega tónleika árið 2005 í Egilshöll. „Ef tónleikarnir sem við héldum á Íslandi árið 2005 gefa einhverja hugmynd um tónleikana 25. Júní i Laugardalshöll, þá stefna þeir í að verða stórkostleg skemmtun og frábær upplifun. Ég hlakka til að vaka alla nóttina eins og ég gerði síðast,“ segir söngvarinn Simon Le Bon í tilkynningunni um tónleikana. Duran Duran er án efa ein sögufrægasta hljómsveit popptónlistarinnar. Ferill hennar spannar fjóra áratugi og hefur hljómsveitin selt yfir 100 milljónir platna, unnið til tveggja Grammy verðlauna, tveggja Brit verðlauna, hlotið sjö sinnum Lifetime Achievement verðlaunin auk fjölmargra annarra viðurkenninga. Hljómsveitin reis hratt upp á stjörnuhimininn og varð á örskotsstundu þekkt um allan heim. Þrátt fyrir skjótan frama á sínum tíma hefur Duran Duran sýnt það margoft að tónlist þeirra er tímalaus. Reglulega hefur hún samið og gefið út ný lög við frábærar undirtektir aðdáenda sinna. Nálgun þeirra við að bræða saman listir, tísku, tækni og popptónlist hefur skapað þeim þann sess að vera ávallt á undan sinni samtíð og ber hljómsveitin engin merki þess að hún sé að hægja á sér. Á milli einstaka sérvalinna tónleika á þessu ári, hefur hljómsveitin hafið upptökur á næstu plötu sinni samhliða fjölmörgum sérverkefnum til þess að fagna 40 ára samstarfi. Tvö verðsvæði verða í boði: Svæði A, verð kr. 18.900 Svæði B, verð kr. 14.900 Höllin opnar kl 18 og Duran Duran stígur á svið kl. 20:15 Íslandsvinir Reykjavík Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
Hljómsveitin Duran Duran heldur tónleika í Laugardalshöll þann 25. júní næstkomandi. Miðasala á tónleikana mun hefjast klukkan 10 að morgni, miðvikudaginn 24. apríl. Meðlimir hljómsveitarinnar snúa aftur eftir 14 ára fjarveru til að gleðja fjölmarga aðdáendur sína hér á landi sem margir voru viðstaddir er hljómsveitin hélt afar eftirminnilega tónleika árið 2005 í Egilshöll. „Ef tónleikarnir sem við héldum á Íslandi árið 2005 gefa einhverja hugmynd um tónleikana 25. Júní i Laugardalshöll, þá stefna þeir í að verða stórkostleg skemmtun og frábær upplifun. Ég hlakka til að vaka alla nóttina eins og ég gerði síðast,“ segir söngvarinn Simon Le Bon í tilkynningunni um tónleikana. Duran Duran er án efa ein sögufrægasta hljómsveit popptónlistarinnar. Ferill hennar spannar fjóra áratugi og hefur hljómsveitin selt yfir 100 milljónir platna, unnið til tveggja Grammy verðlauna, tveggja Brit verðlauna, hlotið sjö sinnum Lifetime Achievement verðlaunin auk fjölmargra annarra viðurkenninga. Hljómsveitin reis hratt upp á stjörnuhimininn og varð á örskotsstundu þekkt um allan heim. Þrátt fyrir skjótan frama á sínum tíma hefur Duran Duran sýnt það margoft að tónlist þeirra er tímalaus. Reglulega hefur hún samið og gefið út ný lög við frábærar undirtektir aðdáenda sinna. Nálgun þeirra við að bræða saman listir, tísku, tækni og popptónlist hefur skapað þeim þann sess að vera ávallt á undan sinni samtíð og ber hljómsveitin engin merki þess að hún sé að hægja á sér. Á milli einstaka sérvalinna tónleika á þessu ári, hefur hljómsveitin hafið upptökur á næstu plötu sinni samhliða fjölmörgum sérverkefnum til þess að fagna 40 ára samstarfi. Tvö verðsvæði verða í boði: Svæði A, verð kr. 18.900 Svæði B, verð kr. 14.900 Höllin opnar kl 18 og Duran Duran stígur á svið kl. 20:15
Íslandsvinir Reykjavík Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist