Norðmaður dæmdur í fjórtán ára fangelsi í Rússlandi fyrir njósnir Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2019 10:30 Berg er fyrrverandi landamæravörður. EPA/MAXIM SHIPENKOV Norðmaðurinn Frode Berg hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi í Rússlandi fyrir njósnir. Berg starfaði áður sem vörður við landamæri Noregs og Rússlands en hann hefur verið í haldi frá í desember 2017. Hann er sagður hafa reynt að greiða rússneskum manni fyrir upplýsingar um kafbátaflota Rússlands. Þegar hann var handtekinn var hann með þrjú þúsund evrur á sér. Berg hefur þó ávallt neitað sök. Hann hefur játað að hafa verið að flytja sendingu fyrir norska herinn en segist ekki hafa haft hugmynd um að hann væri að stunda njósnir.Strangasta refsingin fyrir njósnir í Rússlandi er 20 ára fangelsisvist en vægasta refsingin er tíu ára fangelsisvist. Saksóknarar höfðu farið fram á fjórtán ára dóm og varð dómari við því. NRK segir það hefðbundið í njósnamálum að dómarar fylgi óskum saksóknara.Ilja Novikov, lögmaður Berg, sagði NRK að Berg vonaðist til þess að vera náðaður og væri fullviss um að norska ríkið væri að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að aðstoða hann. Talsmaður Utanríkisráðuneytisins sagði embættismenn vera að gera sitt besta og nýta margar leiðir til að vernda hagsmuni Berg. Hún vildi þó ekki staðfesta að viðræður á milli Norðmanna og Rússa hefðu átt sér stað. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hitti Vladimir Putin, forseta Rússlands, í síðustu viku. Þar sagði Putin við blaðamenn að það væri ekki við hæfi að ræða mögulega náðun fyrr en dómur væri fallinn. Noregur Rússland Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Norðmaðurinn Frode Berg hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi í Rússlandi fyrir njósnir. Berg starfaði áður sem vörður við landamæri Noregs og Rússlands en hann hefur verið í haldi frá í desember 2017. Hann er sagður hafa reynt að greiða rússneskum manni fyrir upplýsingar um kafbátaflota Rússlands. Þegar hann var handtekinn var hann með þrjú þúsund evrur á sér. Berg hefur þó ávallt neitað sök. Hann hefur játað að hafa verið að flytja sendingu fyrir norska herinn en segist ekki hafa haft hugmynd um að hann væri að stunda njósnir.Strangasta refsingin fyrir njósnir í Rússlandi er 20 ára fangelsisvist en vægasta refsingin er tíu ára fangelsisvist. Saksóknarar höfðu farið fram á fjórtán ára dóm og varð dómari við því. NRK segir það hefðbundið í njósnamálum að dómarar fylgi óskum saksóknara.Ilja Novikov, lögmaður Berg, sagði NRK að Berg vonaðist til þess að vera náðaður og væri fullviss um að norska ríkið væri að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að aðstoða hann. Talsmaður Utanríkisráðuneytisins sagði embættismenn vera að gera sitt besta og nýta margar leiðir til að vernda hagsmuni Berg. Hún vildi þó ekki staðfesta að viðræður á milli Norðmanna og Rússa hefðu átt sér stað. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hitti Vladimir Putin, forseta Rússlands, í síðustu viku. Þar sagði Putin við blaðamenn að það væri ekki við hæfi að ræða mögulega náðun fyrr en dómur væri fallinn.
Noregur Rússland Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira