Norðmaðurinn sem grunaður er um njósnir játar að vera sendiboði Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2018 23:55 Frode Berg birti mynd af sér á snæviþöktu Rauða torginu í Moskvu daginn sem hann var handtekinn í desember síðastliðnum. Vísir/Gety Norðmaðurinn Frode Berg, sem er sakaður um njósnir í Rússlandi, hefur játað að hafa verið sendiboði fyrir norska herinn.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að Berg, sem starfaði áður sem vörður við landamæri Noregs og Rússlands, hafi verið í haldi síðan hann var handtekinn í Moskvu í desember síðastliðnum. Lögmaður hans segir Berg hafa haft litla vitneskju um þá aðgerð sem hann tók þátt í fyrir hönd norska hersins í Rússlandi. „Við erum nokkuð vissir um að það sem hann gerði í Rússlandi var hluti af verkefni fyrir norsku leyniþjónustuna,“ er haft eftir lögmanni Berg, Brynjulf Risnes. Lögmaðurinn sagði að Berg væri þeirrar skoðunar að þeir sem sendu hann í þetta verkefni hefðu brugðist honum. „Hann var ekki með fullan skilning á hversu hættuleg þessi sendiför gat orðið,“ er haft eftir Risnes. Þegar Berg var handtekinn var hann með þrjú þúsund evrur á sér, tæpar 370 þúsund íslenskar krónur miðað við gengi dagsins í dag, en rússnesk yfirvöld höfðu þann grun að Berg ætlaði að koma peningunum til rússnesks manns í skiptum fyrir upplýsingar um kafbátaflota Rússa. Daginn sem Berg var handtekinn, 5. desember síðastliðinn, birti hann mynd af Rauða torginu í Moskvu á Facebook-síðu sinni og skrifaði við hana: „Jól í Moskvu!“ Harðasta refsingin fyrir njósnir í Rússlandi er 20 ára fangelsisvist en vægasta refsingin er tíu ára fangelsisvist.Reuters segir norska herinn hafa neitað að tjá sig um málið en utanríkisráðuneyti Noregs hefur gefið út að það útvegi Berg aðstoð. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Norðmaðurinn Frode Berg, sem er sakaður um njósnir í Rússlandi, hefur játað að hafa verið sendiboði fyrir norska herinn.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að Berg, sem starfaði áður sem vörður við landamæri Noregs og Rússlands, hafi verið í haldi síðan hann var handtekinn í Moskvu í desember síðastliðnum. Lögmaður hans segir Berg hafa haft litla vitneskju um þá aðgerð sem hann tók þátt í fyrir hönd norska hersins í Rússlandi. „Við erum nokkuð vissir um að það sem hann gerði í Rússlandi var hluti af verkefni fyrir norsku leyniþjónustuna,“ er haft eftir lögmanni Berg, Brynjulf Risnes. Lögmaðurinn sagði að Berg væri þeirrar skoðunar að þeir sem sendu hann í þetta verkefni hefðu brugðist honum. „Hann var ekki með fullan skilning á hversu hættuleg þessi sendiför gat orðið,“ er haft eftir Risnes. Þegar Berg var handtekinn var hann með þrjú þúsund evrur á sér, tæpar 370 þúsund íslenskar krónur miðað við gengi dagsins í dag, en rússnesk yfirvöld höfðu þann grun að Berg ætlaði að koma peningunum til rússnesks manns í skiptum fyrir upplýsingar um kafbátaflota Rússa. Daginn sem Berg var handtekinn, 5. desember síðastliðinn, birti hann mynd af Rauða torginu í Moskvu á Facebook-síðu sinni og skrifaði við hana: „Jól í Moskvu!“ Harðasta refsingin fyrir njósnir í Rússlandi er 20 ára fangelsisvist en vægasta refsingin er tíu ára fangelsisvist.Reuters segir norska herinn hafa neitað að tjá sig um málið en utanríkisráðuneyti Noregs hefur gefið út að það útvegi Berg aðstoð.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira