Farþegar sátu fastir um borð í fjóra tíma Sylvía Hall skrifar 16. apríl 2019 18:47 Veðrið setti strik í reikninginn hjá mörgum farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Vegna hvassviðris þurfti að taka landganga úr notkun og sátu margir farþegar fastir um borð í flugvélum sem höfðu lent eftir hádegi í allt að fjóra tíma. Þröstur Söring, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar, segir daginn hafa verið venjulegan framan af. Um hádegisbil hafi þó tekið að hvessa og fyrsta vél sem varð fyrir áhrifum veðursins var vél Lufthansa frá Frankfurt og skömmu síðar vél Icelandair sem kom frá Dublin. Fleiri vélar bættust í hóp þeirra og urðu vélarnar alls 21 þar sem farþegar komust ekki frá borði, þar af sautján vélar Icelandair. Þröstur segir óvenjulegt að veður hafi áhrif á flug svo marga daga í röð, sérstaklega á þessum tíma árs, en veðrið setti flugsamgöngur einnig úr skorðum um helgina. Svona dagar sjáist yfirleitt bara yfir hávetur. „Yfirleitt er þetta bara einn dagur sem er hvellur og svo greiðum við úr því,“ sagði Þröstur um síðustu daga í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Hann segir viðbragðsáætlun vera virkjaða um leið og ljóst er að flug muni raskast og áhersla sé lögð á að koma upplýsingum til farþega þar sem óvissan sé verst. Þá spila samfélagsmiðlar stóra rullu í upplýsingagjöfinni og segir Þröstur farþega vera duglega við að leita upplýsinga í gegnum forrit á borð við Messenger og Twitter. Þar sé allt kapp lagt á að svara farþegum og tryggja að þeir séu upplýstir um stöðu mála. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Landgangar komnir í notkun á ný Nú rétt fyrir klukkan 17 voru allir landgangar nema einn teknir í notkun. 16. apríl 2019 17:26 Öllu flugi Icelandair frá Keflavík frestað til 17:30 Aftakaveður er á svæðinu sem veldur röskun á flugi. 16. apríl 2019 16:32 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Sjá meira
Veðrið setti strik í reikninginn hjá mörgum farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Vegna hvassviðris þurfti að taka landganga úr notkun og sátu margir farþegar fastir um borð í flugvélum sem höfðu lent eftir hádegi í allt að fjóra tíma. Þröstur Söring, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar, segir daginn hafa verið venjulegan framan af. Um hádegisbil hafi þó tekið að hvessa og fyrsta vél sem varð fyrir áhrifum veðursins var vél Lufthansa frá Frankfurt og skömmu síðar vél Icelandair sem kom frá Dublin. Fleiri vélar bættust í hóp þeirra og urðu vélarnar alls 21 þar sem farþegar komust ekki frá borði, þar af sautján vélar Icelandair. Þröstur segir óvenjulegt að veður hafi áhrif á flug svo marga daga í röð, sérstaklega á þessum tíma árs, en veðrið setti flugsamgöngur einnig úr skorðum um helgina. Svona dagar sjáist yfirleitt bara yfir hávetur. „Yfirleitt er þetta bara einn dagur sem er hvellur og svo greiðum við úr því,“ sagði Þröstur um síðustu daga í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Hann segir viðbragðsáætlun vera virkjaða um leið og ljóst er að flug muni raskast og áhersla sé lögð á að koma upplýsingum til farþega þar sem óvissan sé verst. Þá spila samfélagsmiðlar stóra rullu í upplýsingagjöfinni og segir Þröstur farþega vera duglega við að leita upplýsinga í gegnum forrit á borð við Messenger og Twitter. Þar sé allt kapp lagt á að svara farþegum og tryggja að þeir séu upplýstir um stöðu mála.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Landgangar komnir í notkun á ný Nú rétt fyrir klukkan 17 voru allir landgangar nema einn teknir í notkun. 16. apríl 2019 17:26 Öllu flugi Icelandair frá Keflavík frestað til 17:30 Aftakaveður er á svæðinu sem veldur röskun á flugi. 16. apríl 2019 16:32 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Sjá meira
Landgangar komnir í notkun á ný Nú rétt fyrir klukkan 17 voru allir landgangar nema einn teknir í notkun. 16. apríl 2019 17:26
Öllu flugi Icelandair frá Keflavík frestað til 17:30 Aftakaveður er á svæðinu sem veldur röskun á flugi. 16. apríl 2019 16:32