Eftirlýstur maður framvísaði fölsuðu vegabréfi í banka Sylvía Hall skrifar 16. apríl 2019 22:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í dag. Vísir/vilhelm Alls var 51 mál var bókað hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag á milli klukkan 11 og 17 og því ljóst að lögregla hafði í nógu að snúast. Upp úr hádegi í dag óskaði starfsfólk í banka miðsvæðis eftir aðstoð lögreglu eftir að erlendur karlmaður hafði framvísað fölsuðu vegabréfi og kom í ljós að maðurinn var eftirlýstur en látið sig hverfa þegar átti að fylgja honum úr landi í fyrra. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu en málið er til rannsóknar. Í Árbæ bakkaði vinnuvél á unga konu sem gekk á gangstétt. Konan var flutt með sjúkrabíl á slysadeild með nokkra áverka en þeir eru taldir minniháttar. Ökumaðurinn er grunaður um akstur vinnuvélar án tilskilinna réttinda. Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu á veitingastað í miðborginni seinnipartinn í dag eftir að ölvaðar konur á sextugsaldri neituðu að greiða reikning. Konurnar eru sagðar hafa verið með almenn leiðindi og uppsteyt en greiddu að lokum reikninginn þegar lögreglan mætti á svæðið, þó með miklum semingi. Rétt fyrir hálf fjögur var tilkynnt um árekstur í Kópavogi. Ökumaðurinn hafði flúið vettvang og töldu vitni hann vera ölvaðan. Ökumaðurinn fannst skömmu síðar heima hjá sér undir áhrifum áfengis og var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þá var í tvígang tilkynnt um þjófnað í verslun í Breiðholti á einnar klukkustundar tímabili en í báðum tilvikum var skýrslutaka á vettvangi og sakborningur látinn laus að henni lokinni. Kópavogur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira
Alls var 51 mál var bókað hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag á milli klukkan 11 og 17 og því ljóst að lögregla hafði í nógu að snúast. Upp úr hádegi í dag óskaði starfsfólk í banka miðsvæðis eftir aðstoð lögreglu eftir að erlendur karlmaður hafði framvísað fölsuðu vegabréfi og kom í ljós að maðurinn var eftirlýstur en látið sig hverfa þegar átti að fylgja honum úr landi í fyrra. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu en málið er til rannsóknar. Í Árbæ bakkaði vinnuvél á unga konu sem gekk á gangstétt. Konan var flutt með sjúkrabíl á slysadeild með nokkra áverka en þeir eru taldir minniháttar. Ökumaðurinn er grunaður um akstur vinnuvélar án tilskilinna réttinda. Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu á veitingastað í miðborginni seinnipartinn í dag eftir að ölvaðar konur á sextugsaldri neituðu að greiða reikning. Konurnar eru sagðar hafa verið með almenn leiðindi og uppsteyt en greiddu að lokum reikninginn þegar lögreglan mætti á svæðið, þó með miklum semingi. Rétt fyrir hálf fjögur var tilkynnt um árekstur í Kópavogi. Ökumaðurinn hafði flúið vettvang og töldu vitni hann vera ölvaðan. Ökumaðurinn fannst skömmu síðar heima hjá sér undir áhrifum áfengis og var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þá var í tvígang tilkynnt um þjófnað í verslun í Breiðholti á einnar klukkustundar tímabili en í báðum tilvikum var skýrslutaka á vettvangi og sakborningur látinn laus að henni lokinni.
Kópavogur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira