Fullt tilefni til að endurskoða reglur Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 HRFÍ vill breytingar á reglum um einangrun gæludýra. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands (HRFÍ), um nýja skýrslu um áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum til landsins. Niðurstöðurnar voru gerðar opinberar í byrjun vikunnar en það var Preben Willeberg, fyrrverandi yfirdýralæknir Danmerkur, sem vann áhættumatið. Þar segir meðal annars að skynsamlegt væri að endurskoða reglur á Íslandi með hliðsjón af reglum í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það séu einangruð lönd líkt og Ísland þar sem gildi strangar reglur um innflutning gæludýra. Þar er gerð krafa um tíu daga einangrun en hérlendis er tíminn fjórar vikur. Herdís bendir á að í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sé gerður greinarmunur á því hvaðan dýrin séu að koma. Þannig væri hægt að hafa reglurnar hér slakari við innflutning frá svæðum eins og Norður-Evrópu þar sem ekki sé talin mikil hætta á smiti. „Það var líka boðað að nú yrðu hagsmunaaðilar kallaðir að borðinu og við ætlumst til þess að sú yfirlýsing standi og þetta loforð sé efnt.“ HRFÍ sendi atvinnuvegaráðuneytinu bréf í gær þar sem ósk um samráð er ítrekuð. Þar er einnig tekið undir það sjónarmið sem fram kemur í skýrslu Willeberg, að víðtækt samráð við hagsmunaaðila í tengslum við reglur sem miða að því að takmarka áhættu við innflutning á dýrum muni leiða til betra og skilvirkara regluverks. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Stjórnsýsla Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
„Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands (HRFÍ), um nýja skýrslu um áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum til landsins. Niðurstöðurnar voru gerðar opinberar í byrjun vikunnar en það var Preben Willeberg, fyrrverandi yfirdýralæknir Danmerkur, sem vann áhættumatið. Þar segir meðal annars að skynsamlegt væri að endurskoða reglur á Íslandi með hliðsjón af reglum í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það séu einangruð lönd líkt og Ísland þar sem gildi strangar reglur um innflutning gæludýra. Þar er gerð krafa um tíu daga einangrun en hérlendis er tíminn fjórar vikur. Herdís bendir á að í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sé gerður greinarmunur á því hvaðan dýrin séu að koma. Þannig væri hægt að hafa reglurnar hér slakari við innflutning frá svæðum eins og Norður-Evrópu þar sem ekki sé talin mikil hætta á smiti. „Það var líka boðað að nú yrðu hagsmunaaðilar kallaðir að borðinu og við ætlumst til þess að sú yfirlýsing standi og þetta loforð sé efnt.“ HRFÍ sendi atvinnuvegaráðuneytinu bréf í gær þar sem ósk um samráð er ítrekuð. Þar er einnig tekið undir það sjónarmið sem fram kemur í skýrslu Willeberg, að víðtækt samráð við hagsmunaaðila í tengslum við reglur sem miða að því að takmarka áhættu við innflutning á dýrum muni leiða til betra og skilvirkara regluverks.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Stjórnsýsla Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira