Stefnir í „meinlítið“ páskaveður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. apríl 2019 11:02 Páskaveðrið gæti verið betra, gæti verið verra. Vísir/Vilhelm „Lykilorðið þarna er vísir. Þetta er rosalega ómerkilegt í rauninni og ef við tökum saman skírdag til mánudags þá er þetta meinlítið veður,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á veðurstofu Íslands, um hvað hafi verið átt við með orðunum vísi að páskahreti í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.Margir eru á faraldsfæti um páskana og því óttast ef til vill margir orðið páskahret, ekki síst eftir undanfarna daga, þar sem veðrið hefur haft umtalsverð áhrif á samgöngur.Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar sem birtar voru í morgun kom fram að von væri norðlægum áttum og kólnun samfara henni um páskana.„Enn er talsverð óvissa um hve mikil kólnunin verður og eins hve lengi þetta standi yfir og mætti líta á þetta sem vísi að páskahreti,“ segir í hugleiðingunum.Að mati Teits ættu landsmenn þó ekki að óttast það að von væri á brjáluðu veðri um páskana.„Það er ekki útlit fyrir storma um páskana,“ segir Teitur. Engu að síður muni kaldara loft koma yfir land á laugardag, hitatölur fari lækkandi og ef til vill muni verða vart við él á hæstu fjallvegum. Ólíklegt sé þó að snjóa muni á láglendi.„Það gæti gránað í fjöll á mánudagskvöldið og þá er nú stutt eftir af páskunum og það er kannski það sem hann vinur minn í morgun var að tala um, að það gæti gránað þarna alveg í blálokin,“ segir Teitur.Kalla mætti páskaveðrið í ár íslenskt meðalveður, það gæti verið betra en gæti einnig vissulega verið verra.„Það ætti ekki að gera mönnum skráveifu veðrið. Það er svo meinlítið að menn komast leiðar sinnar en þetta er kannski ekki nein blíða til útivistar. Það verður einhver strekkingsvindur viðloðandi og einhver úrkoma,“ segir Teitur. Margir verða á faraldsfæti um helgina.Vísir/HannaVeðurhorfur á landinu Vaxandi suðaustanátt síðdegis, 10-15 m/s undir kvöld, en 15-20 syðst á landinu. Þurrt norðaustanlands, annars víða rigning og talsverð eða mikil úrkoma um landið suðaustanvert í kvöld og nótt. Sunnan 8-13 á morgun og dálítil væta, en þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast fyrir norðan.Á föstudag (föstudagurinn langi):Sunnan 10-15 m/s með rigningu og súld, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðvestan 10-15, skúrir og hiti 3 til 7 stig, en él til fjalla. Þurrt og bjart veður norðaustan- og austanlands með hita að 10 stigum.Á sunnudag (páskadagur):Suðlæg átt 5-10 og dálítil rigning, en slydda eða snjókoma til fjalla. Þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig, en svalara um kvöldið.Á mánudag (annar í páskum):Austan og síðar norðaustan 5-13 m/s. Þurrt að mestu suðvestan- og vestanlands, en rigning með köflum í öðrum landshlutum og slydda eða snjókoma til fjalla. Hiti frá 1 stig í innsveitum á Norðausturlandi, upp í 8 stig við Faxaflóa.Á þriðjudag:Norðaustan 3-10. Dálítil slydda á Norðurlandi framan af degi og stöku skúrir sunnanlands, annars yfirleitt þurrt á landinu. Hiti breytist lítið. Páskar Veður Tengdar fréttir Landgangar teknir úr notkun vegna veðurs Hvassviðri á Keflavíkurflugvelli. 16. apríl 2019 14:40 Farþegar sátu fastir um borð í fjóra tíma Veðrið setti strik í reikninginn hjá mörgum farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. 16. apríl 2019 18:47 Veðrið hefur áhrif á Strætóferðir Slæmt veður á Suður- og Vesturlandi hefur áhrif á leiðir Strætó á landsbyggðinni í dag. 16. apríl 2019 10:26 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
„Lykilorðið þarna er vísir. Þetta er rosalega ómerkilegt í rauninni og ef við tökum saman skírdag til mánudags þá er þetta meinlítið veður,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á veðurstofu Íslands, um hvað hafi verið átt við með orðunum vísi að páskahreti í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.Margir eru á faraldsfæti um páskana og því óttast ef til vill margir orðið páskahret, ekki síst eftir undanfarna daga, þar sem veðrið hefur haft umtalsverð áhrif á samgöngur.Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar sem birtar voru í morgun kom fram að von væri norðlægum áttum og kólnun samfara henni um páskana.„Enn er talsverð óvissa um hve mikil kólnunin verður og eins hve lengi þetta standi yfir og mætti líta á þetta sem vísi að páskahreti,“ segir í hugleiðingunum.Að mati Teits ættu landsmenn þó ekki að óttast það að von væri á brjáluðu veðri um páskana.„Það er ekki útlit fyrir storma um páskana,“ segir Teitur. Engu að síður muni kaldara loft koma yfir land á laugardag, hitatölur fari lækkandi og ef til vill muni verða vart við él á hæstu fjallvegum. Ólíklegt sé þó að snjóa muni á láglendi.„Það gæti gránað í fjöll á mánudagskvöldið og þá er nú stutt eftir af páskunum og það er kannski það sem hann vinur minn í morgun var að tala um, að það gæti gránað þarna alveg í blálokin,“ segir Teitur.Kalla mætti páskaveðrið í ár íslenskt meðalveður, það gæti verið betra en gæti einnig vissulega verið verra.„Það ætti ekki að gera mönnum skráveifu veðrið. Það er svo meinlítið að menn komast leiðar sinnar en þetta er kannski ekki nein blíða til útivistar. Það verður einhver strekkingsvindur viðloðandi og einhver úrkoma,“ segir Teitur. Margir verða á faraldsfæti um helgina.Vísir/HannaVeðurhorfur á landinu Vaxandi suðaustanátt síðdegis, 10-15 m/s undir kvöld, en 15-20 syðst á landinu. Þurrt norðaustanlands, annars víða rigning og talsverð eða mikil úrkoma um landið suðaustanvert í kvöld og nótt. Sunnan 8-13 á morgun og dálítil væta, en þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast fyrir norðan.Á föstudag (föstudagurinn langi):Sunnan 10-15 m/s með rigningu og súld, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðvestan 10-15, skúrir og hiti 3 til 7 stig, en él til fjalla. Þurrt og bjart veður norðaustan- og austanlands með hita að 10 stigum.Á sunnudag (páskadagur):Suðlæg átt 5-10 og dálítil rigning, en slydda eða snjókoma til fjalla. Þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig, en svalara um kvöldið.Á mánudag (annar í páskum):Austan og síðar norðaustan 5-13 m/s. Þurrt að mestu suðvestan- og vestanlands, en rigning með köflum í öðrum landshlutum og slydda eða snjókoma til fjalla. Hiti frá 1 stig í innsveitum á Norðausturlandi, upp í 8 stig við Faxaflóa.Á þriðjudag:Norðaustan 3-10. Dálítil slydda á Norðurlandi framan af degi og stöku skúrir sunnanlands, annars yfirleitt þurrt á landinu. Hiti breytist lítið.
Páskar Veður Tengdar fréttir Landgangar teknir úr notkun vegna veðurs Hvassviðri á Keflavíkurflugvelli. 16. apríl 2019 14:40 Farþegar sátu fastir um borð í fjóra tíma Veðrið setti strik í reikninginn hjá mörgum farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. 16. apríl 2019 18:47 Veðrið hefur áhrif á Strætóferðir Slæmt veður á Suður- og Vesturlandi hefur áhrif á leiðir Strætó á landsbyggðinni í dag. 16. apríl 2019 10:26 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Farþegar sátu fastir um borð í fjóra tíma Veðrið setti strik í reikninginn hjá mörgum farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. 16. apríl 2019 18:47
Veðrið hefur áhrif á Strætóferðir Slæmt veður á Suður- og Vesturlandi hefur áhrif á leiðir Strætó á landsbyggðinni í dag. 16. apríl 2019 10:26
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent