Yfirvöld Úkraínu segjast hafa gómað rússneska útsendara Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2019 12:10 Vasyl Hrytsak á blaðamannafundinum í morgun. EPA/SERGEY DOLZHENKO Yfirvöld Úkraínu segja að starfsmenn leyniþjónustu landsins (SBU) hafi handsamað hóp útsendara frá Rússlandi sem sendir hafi verið til Úkraínu til að ráða úkraínskan njósnara af dögum. Vasyl Hrytsak, yfirmaður SBU, hélt blaðamannafund í morgun þar sem hann sagði sjö menn hafa verið handtekna og ákærða. Einn maður til viðbótar var handtekinn í morgun en ekki mun liggja fyrir hvort hann tengist umræddum hópi.Tveir mannanna eru rússneskir og hinir eru frá Úkraínu. Saksóknarinn Anatoly Matios sagði á blaðamannafundinum í morgun að Rússarnir væru starfsmenn GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Mennirnir munu hafa reynt að koma sprengju fyrir undir bíl starfsmanns leyniþjónustu úkraínska hersins. Sprengjan sprakk þó og slasaði einn úr hópnum alvarlega. Á fundinum var sýnt myndband af manni reyna að koma sprengju fyrir undir bíl áður en mikil sprenging varð. Þá sýndi myndbandið mann liggja á sjúkrahúsi og vantaði hluta af hægri handlegg hans. Hann sagðist vera Rússi. SBU segir hann heita Timur Dzortov og að hann hafi verið aðstoðarstarfsmannastjóri ríkisstjóra Ingushetia-héraðs í Rússlandi á árunum 2015-17. Hrytsak sagði leyniþjónustur Rússlands hafa sent nokkra slíka hópa til Úkraínu. Þeir væru meðal ananrs ábyrgir fyrir morði Maksim Shapoval, starfsmann leyniþjónustu úkraínska hersins, sem myrtur var með bílsprengju í júní 2017 og morðtilraun gagnvart öðrum starfsmanni leyniþjónustunnar fyrr í þessum mánuði. Christo Grozev, einn af rannsakendum Bellingcat sem opinberuðu nöfn mannanna sem grunaðir eru um Novichok eitrunina í Salisbury, segir nafn Dzortov hafa verið þurrkað út úr gagnabönkum í Rússlandi. Hann sé ekki lengur á skrá sem skattgreiðandi, á ökuskírteinaskrá eða vegabréfaskrá. Þrátt fyrir það hafi hann verið þar í september í fyrra.This is the Russian secret service officer who blew himself up earlier this month while placing a bomb under the car of a Ukrainian military intelligence officer. He also traveled under a fake ID. SBU says he is now in hospital, and that he was coerced by GRU to do this job pic.twitter.com/njrD00dldZ— Christo Grozev (@christogrozev) April 17, 2019 For thread completion, here's the CCTV video of him blowing himself up. pic.twitter.com/NZmg6yVmqb— Christo Grozev (@christogrozev) April 17, 2019 Important: Russia has deleted all records of the existence of Timur Dzortov from RU databases. No such person in the central passport database (anymore). No such person with tax ID or driving license (anymore). Yet, he existed in Sept 2018, as he is in our offline databases:)— Christo Grozev (@christogrozev) April 17, 2019 Here, be existed healthily in a Sept 2018 snapshot of the residential and passport database. We have checked three real-time databases today and he is ... no longer a person. pic.twitter.com/d9h40xzXsa— Christo Grozev (@christogrozev) April 17, 2019 Rússland Úkraína Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Yfirvöld Úkraínu segja að starfsmenn leyniþjónustu landsins (SBU) hafi handsamað hóp útsendara frá Rússlandi sem sendir hafi verið til Úkraínu til að ráða úkraínskan njósnara af dögum. Vasyl Hrytsak, yfirmaður SBU, hélt blaðamannafund í morgun þar sem hann sagði sjö menn hafa verið handtekna og ákærða. Einn maður til viðbótar var handtekinn í morgun en ekki mun liggja fyrir hvort hann tengist umræddum hópi.Tveir mannanna eru rússneskir og hinir eru frá Úkraínu. Saksóknarinn Anatoly Matios sagði á blaðamannafundinum í morgun að Rússarnir væru starfsmenn GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Mennirnir munu hafa reynt að koma sprengju fyrir undir bíl starfsmanns leyniþjónustu úkraínska hersins. Sprengjan sprakk þó og slasaði einn úr hópnum alvarlega. Á fundinum var sýnt myndband af manni reyna að koma sprengju fyrir undir bíl áður en mikil sprenging varð. Þá sýndi myndbandið mann liggja á sjúkrahúsi og vantaði hluta af hægri handlegg hans. Hann sagðist vera Rússi. SBU segir hann heita Timur Dzortov og að hann hafi verið aðstoðarstarfsmannastjóri ríkisstjóra Ingushetia-héraðs í Rússlandi á árunum 2015-17. Hrytsak sagði leyniþjónustur Rússlands hafa sent nokkra slíka hópa til Úkraínu. Þeir væru meðal ananrs ábyrgir fyrir morði Maksim Shapoval, starfsmann leyniþjónustu úkraínska hersins, sem myrtur var með bílsprengju í júní 2017 og morðtilraun gagnvart öðrum starfsmanni leyniþjónustunnar fyrr í þessum mánuði. Christo Grozev, einn af rannsakendum Bellingcat sem opinberuðu nöfn mannanna sem grunaðir eru um Novichok eitrunina í Salisbury, segir nafn Dzortov hafa verið þurrkað út úr gagnabönkum í Rússlandi. Hann sé ekki lengur á skrá sem skattgreiðandi, á ökuskírteinaskrá eða vegabréfaskrá. Þrátt fyrir það hafi hann verið þar í september í fyrra.This is the Russian secret service officer who blew himself up earlier this month while placing a bomb under the car of a Ukrainian military intelligence officer. He also traveled under a fake ID. SBU says he is now in hospital, and that he was coerced by GRU to do this job pic.twitter.com/njrD00dldZ— Christo Grozev (@christogrozev) April 17, 2019 For thread completion, here's the CCTV video of him blowing himself up. pic.twitter.com/NZmg6yVmqb— Christo Grozev (@christogrozev) April 17, 2019 Important: Russia has deleted all records of the existence of Timur Dzortov from RU databases. No such person in the central passport database (anymore). No such person with tax ID or driving license (anymore). Yet, he existed in Sept 2018, as he is in our offline databases:)— Christo Grozev (@christogrozev) April 17, 2019 Here, be existed healthily in a Sept 2018 snapshot of the residential and passport database. We have checked three real-time databases today and he is ... no longer a person. pic.twitter.com/d9h40xzXsa— Christo Grozev (@christogrozev) April 17, 2019
Rússland Úkraína Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira