Óttast handtöku fyrir að keppa í stuttbuxum og hlýrabol Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. apríl 2019 16:00 Sadaf Khadem í bardaganum um helgina mynd/bbc/reuters Fyrsta íranska konan til þess að keppa í hnefaleikum hættir sér ekki til heimalandsins vegna þess að búið sé að gefa út handtökuskipan á hana. Sadaf Khadem vann hina frönsku Anne Chauvin í hnefaleikabardaga um helgina og varð um leið fyrsta konan frá Íran til þess að keppa í opinberum hnefaleikabardaga. Hún ætlaði að ferðast aftur til heimalandsins í vikunni en hætti við það eftir að hún komst að því að búið væri að gefa út handtökuskipan á hana. BBC greinir frá þessu en írönsk stjórnvöld hafa ekki staðfest að hvort handtökuskipan hafi í raun verið gefin út. „Ég barðist í löglegum bardaga í Frakklandi. En þar sem ég var í stuttbuxum og bol, sem heimsbyggðinni finnst fullkomlega eðlilegt, braut ég gegn reglum heimalandsins,“ sagði Khadem við franska blaðið L'Equipe. „Ég var ekki með hijab og ég er þjálfuð af karlmanni. Sumir sjá þetta mjög svörtum augum.“ Íranska hnefaleikasambandið sagði í tilkynningu á mánudag að það hafi ekki skipulagt neina bardaga fyrir konur en sé ekki ábyrgt fyrir gjörðum einstakra hnefaleikakappa. Hins vegar ítrekaði sambandið að íranskar íþróttakonur ættu að fara eftir lögum landsins um hijab. Samkvæmt lögum landsins eiga allar konur og stelpur allt niður í níu ára aldur að ganga með hijab á almannafæri. Séu þær reglur brotnar þá getur refsingin verið allt að tveggja mánaða fangelsisvist. Þá eiga íranskar íþróttakonur að hylja hár, háls, hendur og fætur þegar þær keppa. Khadem hefði verið í nokkrum vandræðum með það hverju hún ætti að klæðast í bardaga, og í raun hefði hún ekki getað keppt nema brjóta einhver lög, þar til nýlega. Það var nefnilega ekki leyfilegt að keppa í hnefaleikum með hijab eða í heilgalla þar til í lok febrúar þegar alþjóða hnefaleikasambandið breytti reglum sínum. Box Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira
Fyrsta íranska konan til þess að keppa í hnefaleikum hættir sér ekki til heimalandsins vegna þess að búið sé að gefa út handtökuskipan á hana. Sadaf Khadem vann hina frönsku Anne Chauvin í hnefaleikabardaga um helgina og varð um leið fyrsta konan frá Íran til þess að keppa í opinberum hnefaleikabardaga. Hún ætlaði að ferðast aftur til heimalandsins í vikunni en hætti við það eftir að hún komst að því að búið væri að gefa út handtökuskipan á hana. BBC greinir frá þessu en írönsk stjórnvöld hafa ekki staðfest að hvort handtökuskipan hafi í raun verið gefin út. „Ég barðist í löglegum bardaga í Frakklandi. En þar sem ég var í stuttbuxum og bol, sem heimsbyggðinni finnst fullkomlega eðlilegt, braut ég gegn reglum heimalandsins,“ sagði Khadem við franska blaðið L'Equipe. „Ég var ekki með hijab og ég er þjálfuð af karlmanni. Sumir sjá þetta mjög svörtum augum.“ Íranska hnefaleikasambandið sagði í tilkynningu á mánudag að það hafi ekki skipulagt neina bardaga fyrir konur en sé ekki ábyrgt fyrir gjörðum einstakra hnefaleikakappa. Hins vegar ítrekaði sambandið að íranskar íþróttakonur ættu að fara eftir lögum landsins um hijab. Samkvæmt lögum landsins eiga allar konur og stelpur allt niður í níu ára aldur að ganga með hijab á almannafæri. Séu þær reglur brotnar þá getur refsingin verið allt að tveggja mánaða fangelsisvist. Þá eiga íranskar íþróttakonur að hylja hár, háls, hendur og fætur þegar þær keppa. Khadem hefði verið í nokkrum vandræðum með það hverju hún ætti að klæðast í bardaga, og í raun hefði hún ekki getað keppt nema brjóta einhver lög, þar til nýlega. Það var nefnilega ekki leyfilegt að keppa í hnefaleikum með hijab eða í heilgalla þar til í lok febrúar þegar alþjóða hnefaleikasambandið breytti reglum sínum.
Box Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira