„Ég veðja á miðbæinn" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. apríl 2019 20:30 Kaupmenn segjast dauðþreyttir á neikvæðri umfjöllun um miðborgina og telja margir mikla möguleika fólgna í göngugötum. Hátt leiguverð og fasteignagjöld séu stærra vandamál en takmarkanir á umferð. Í sumar stendur til að breyta umferð um miðbæinn og gera síðar göturnar sem hingað til hafa verið með sumarlokunum að varanlegum göngugötum. Yfir 240 rekstraraðilar í miðbænum hafa ritað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem fyrirhugaðri lokun er mótmælt og er þetta orðið mikið hitamál meðal verslunarmanna á svæðinu. Reykjavíkurborg hyggst gera nýja skoðunakönnun um málið á næstunni en samkvæmt könnun frá árinu 2017 reyndust 75% íbúa Reykjavíkur hlynntir göngugötum. Verslunareigandi segist þreyttur á neikvæðri umfjöllun um miðborgina. „Mér leiðist óskaplega þessi neikvæða umræða og þetta niðurtal. Ég veit um fjölda fólks meðal verslunareigenda sem eru mjög ánægðir hér í bænum og ég vil meina að miðbærinn hafi aldrei verið skemmtilegri en einmitt núna," segir Auðunn G. Árnason, eigandi Fríðu gullsmiðju, sem bendir einnig á að líf sé einnig að færast yfir hliðargötur við Laugaveg og Skólavörðustíg.Auðunn G. Árnason, eigandi Fríðu gullsmiðjuGuðrún Jóhannesdóttir, eigandi Kokku, tekur í sama streng. „Búðarglugginn árið 2019 er náttúrulega á Internetinu. Það að einhver geti rúntað hérna niður Laugarveginn og séð eitthvað sem hann vill kannski kaupa sér í næstu ferð; ég er ekki alveg að kaupa þau rök," segir hún. „Með göngugötum er hægt að gera svo margt annað," segir Matthildur Leifsdóttir, eigandi skóverslunarinnar 38 þrep. „Það má vera með vatnsbrunna og gosbrunna og síðan má kannski huga að útileikvöllum sem voru hér eina tíð. Það má endurnýja þá og gera að fjölskyldugörðum," segir hún. „Ég hef verið með rekstur í Smáralind og Kringlunni en ég veðja á miðbæinn. Ég sé bara fram á það að þegar það verður komin göngugata hérna fyrir utan verður meiri gróður, það verður betra aðgengi og það verður meira mannlíf," segir Guðrún í Kokku. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins sem á verslunarrýmið að Hafnartorgi, sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að helsta ástæða þess að Laugavegurinn sé að gefa eftir sé hátt leiguverð. Hann segir Reginn hafa keypt fermetrann á Hafnartorgi á 430 þúsund krónur og að með kostnaði sé fermetraverðið rúmlega 600 þúsund. Til samanburðar sé atvinnuhúsnæði á góðum stöðum í miðbænum allt að einni milljón króna.Matthildur Leifsdóttir, eigandi skóverslunarinnar 38 þrep.Verslunareigendur taka undir þetta og telja að lokanir verslana á Laugaveginum megi frekar tengja við hátt leiguverð en götulokanir. Lækkun fasteignagjalda gæti haft mikil jákvæð áhrif. „Það er klárlega mjög stór faktor að leiguverð hefur verið að hækka ansi skarpt og það stafar náttúrulega líka af fasteignasköttunum sem hafa farið hækka. Það er eitthvað sem er stöðugt verið að benda á en hefur lítið gengið að mjaka niður," segir Guðrún. Eigandi 38 þrepa tekur undir. „Fasteignagjöld eru há og húsaleiga er há og sérstaklega fyrir þá sem vilja byrja í rekstri, líkt og ungt fólk sem er kannski að byrja í hönnun," segir Matthildur. Eigandi Fríðu segir að einhverjar verslanir gætu einnig þurft að aðlagast nútímanum. „Ég held að ástæðurnar séu ýmsar og alls ekki eingöngu lokun gatna. Fasteignaverð hefur farið upp og húsaleiga hefur hækkað í hlutfalli við það. Kannski eru líka bara einhverjar verslanir sem eru einfaldlega komnar á tíma og passa ekki inn í það umhverfi sem er hér núna. Ungt fólk sækir mikið í bæinn og virðist vera ánægt með bæinn eins og hann er," segir Auðunn. Göngugötur Reykjavík Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Kaupmenn segjast dauðþreyttir á neikvæðri umfjöllun um miðborgina og telja margir mikla möguleika fólgna í göngugötum. Hátt leiguverð og fasteignagjöld séu stærra vandamál en takmarkanir á umferð. Í sumar stendur til að breyta umferð um miðbæinn og gera síðar göturnar sem hingað til hafa verið með sumarlokunum að varanlegum göngugötum. Yfir 240 rekstraraðilar í miðbænum hafa ritað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem fyrirhugaðri lokun er mótmælt og er þetta orðið mikið hitamál meðal verslunarmanna á svæðinu. Reykjavíkurborg hyggst gera nýja skoðunakönnun um málið á næstunni en samkvæmt könnun frá árinu 2017 reyndust 75% íbúa Reykjavíkur hlynntir göngugötum. Verslunareigandi segist þreyttur á neikvæðri umfjöllun um miðborgina. „Mér leiðist óskaplega þessi neikvæða umræða og þetta niðurtal. Ég veit um fjölda fólks meðal verslunareigenda sem eru mjög ánægðir hér í bænum og ég vil meina að miðbærinn hafi aldrei verið skemmtilegri en einmitt núna," segir Auðunn G. Árnason, eigandi Fríðu gullsmiðju, sem bendir einnig á að líf sé einnig að færast yfir hliðargötur við Laugaveg og Skólavörðustíg.Auðunn G. Árnason, eigandi Fríðu gullsmiðjuGuðrún Jóhannesdóttir, eigandi Kokku, tekur í sama streng. „Búðarglugginn árið 2019 er náttúrulega á Internetinu. Það að einhver geti rúntað hérna niður Laugarveginn og séð eitthvað sem hann vill kannski kaupa sér í næstu ferð; ég er ekki alveg að kaupa þau rök," segir hún. „Með göngugötum er hægt að gera svo margt annað," segir Matthildur Leifsdóttir, eigandi skóverslunarinnar 38 þrep. „Það má vera með vatnsbrunna og gosbrunna og síðan má kannski huga að útileikvöllum sem voru hér eina tíð. Það má endurnýja þá og gera að fjölskyldugörðum," segir hún. „Ég hef verið með rekstur í Smáralind og Kringlunni en ég veðja á miðbæinn. Ég sé bara fram á það að þegar það verður komin göngugata hérna fyrir utan verður meiri gróður, það verður betra aðgengi og það verður meira mannlíf," segir Guðrún í Kokku. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins sem á verslunarrýmið að Hafnartorgi, sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að helsta ástæða þess að Laugavegurinn sé að gefa eftir sé hátt leiguverð. Hann segir Reginn hafa keypt fermetrann á Hafnartorgi á 430 þúsund krónur og að með kostnaði sé fermetraverðið rúmlega 600 þúsund. Til samanburðar sé atvinnuhúsnæði á góðum stöðum í miðbænum allt að einni milljón króna.Matthildur Leifsdóttir, eigandi skóverslunarinnar 38 þrep.Verslunareigendur taka undir þetta og telja að lokanir verslana á Laugaveginum megi frekar tengja við hátt leiguverð en götulokanir. Lækkun fasteignagjalda gæti haft mikil jákvæð áhrif. „Það er klárlega mjög stór faktor að leiguverð hefur verið að hækka ansi skarpt og það stafar náttúrulega líka af fasteignasköttunum sem hafa farið hækka. Það er eitthvað sem er stöðugt verið að benda á en hefur lítið gengið að mjaka niður," segir Guðrún. Eigandi 38 þrepa tekur undir. „Fasteignagjöld eru há og húsaleiga er há og sérstaklega fyrir þá sem vilja byrja í rekstri, líkt og ungt fólk sem er kannski að byrja í hönnun," segir Matthildur. Eigandi Fríðu segir að einhverjar verslanir gætu einnig þurft að aðlagast nútímanum. „Ég held að ástæðurnar séu ýmsar og alls ekki eingöngu lokun gatna. Fasteignaverð hefur farið upp og húsaleiga hefur hækkað í hlutfalli við það. Kannski eru líka bara einhverjar verslanir sem eru einfaldlega komnar á tíma og passa ekki inn í það umhverfi sem er hér núna. Ungt fólk sækir mikið í bæinn og virðist vera ánægt með bæinn eins og hann er," segir Auðunn.
Göngugötur Reykjavík Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira