Innlent

Telja borgina fara of­fari í upp­byggingu við Sjó­manna­skólann

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Vaxtarhús hefur fengið lóðavilyrði um byggingu fimmtíu til sextíu íbúða við Stýrimannaskólann.
Vaxtarhús hefur fengið lóðavilyrði um byggingu fimmtíu til sextíu íbúða við Stýrimannaskólann.
Íbúar í Háteigshverfi telja borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. Þeir gagnrýna að í fyrirhugaðri uppbyggingu á Sjóminjaskólareit verði mikilvægum grænum útivistasvæðum fórnað og gengið á friðaðar minjar.

Borgin hefur undirritað lóðavilyrði við eignarhaldsfélag vegna uppbyggingar á reitnum. 

Reykjavíkurborg auglýsti síðasta sumar eftir samstarfsaðilum til að byggja rúmlega fimm hundruð  svokallaðar hagkvæmar íbúðir á sjö byggingareitum í Reykjavík fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur.

Sextán byggingateymi sóttu um að byggja á þróunarreitunum í borginni og í vikunni var tilkynnt um fyrstu tvö teymin sem hefðu fengið úthlutað þróunarreitum.

Einkahlutafélagið HOOS1 hefur þannig fengið lóðavilyrði um uppbyggingu sjötíu til hundrað íbúða í Skerjafirði og Vaxtarhús hefur fengið lóðavilyrði um byggingu fimmtíu til sextíu íbúða við Stýrimannaskólann.

Hugmynd Vaxtarhúsa byggir að hægt sé með stækkandi fjölskyldu að breyta herbergjafjölda með því að setja upp veggi eftir á en fyrirfram verður gefið leyfi fyrir því.

Forsvarsmenn fyrirtækisins vonast til að uppbygging hefjist sem fyrst en deiliskipuplagsvinna í hverfinu hefst fljótlega og er gert ráð fyrir að henni ljúki fyrir árslok.

Í sumar kom fram að að lóðunum sé úthlutað á föstu verði þannig að hver lóðafermetri fari á 45.000 krónur.

Í fréttina að neðan má sjá fréttina þar sem rætt er við Helga Hilmarsson, talsmann Íbúasamtaka Háteigshverfis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×