Miami er í áttunda sætinu en er aðeins með hálfan vinning á Orlando og baráttunni þar ekki lokið. Miami tapaði fyrir Boston í nótt þar sem Al Horford kom öllum á óvart með þrefaldri tvennu. Þetta er í annað sinn á ferlinum sem hann nær því.
Hann skoraði 19 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í fimm stiga sigri Boston. Celtics er jafnt Indiana þegar fjórir leikir eru eftir.
@Al_Horford (19 PTS, 11 REB, 10 AST) records his 1st triple-double of the season in the @celtics home win! #CUsRisepic.twitter.com/055cU6mHCl
— NBA (@NBA) April 2, 2019
Indiana-Detroit 111-102
Boston-Miami 110-105
Brooklyn-Milwaukee 121-131
NY Knicks-Chicago 113-105
Toronto-Orlando 121-109
Minnesota-Portland 122-132
Dallas-Philadelphia 122-102
Utah-Charlotte 111-102
Phoenix-Cleveland 122-113
Staðan í NBA-deildinni.