Kynsvall í félagsheimilinu á sama tíma og börnin spiluðu fótbolta fyrir utan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2019 13:00 Börn í fótbolta. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Maja Hitij Foreldrar í smábæ í Þýskalandi vöknuðu upp við vondan draum á dögunum þegar þeir uppgötvuðu það sem var í gangi í félagsheimili fótboltaliðs bæjarins á sama tíma og börnin þeirra voru að keppa í fótbolta á sama stað. Bild sagði frá því að knattspyrnulið bæjarins hafi leigt út félagsheimilið á sama tíma og þrettán ára lið félagsins var að spila. Bærinn heitir Wetter og er nálægt Dortmund. Félagið ber nafn bæjarins og heitir FC Wetter. FC Wetter ákvað að leigja húsið út í miðjum síðasta mánuði og stjórnarmenn félagsins vissu ekki betur en að þar færi fram „venjulegt“ steggjapartí. Leigjandinn var fyrrum stjórnarformaður félagsins og hafði fullt traust félagsins.Während eines Jugendfußballspiels des FC Wetter soll im Vereinsheim nebenan eine Sexparty stattgefunden haben. https://t.co/ubPEfc7xWI — WDR aktuell (@WDR) April 2, 2019Annað kom hins vegar á daginn. Þetta var mjög gróft steggjapartí enda ekki aðeins boðið upp á glæsilegar veitingar og áfenga drykki heldur einnig fengu menn möguleika á að taka þátt í hreinu og beinu kynlífssvalli. Foreldrar sem voru mættir til að fylgjast með fótboltaleik barnanna urðu vitni af því að fullt af bílum fór að streyma inn á bílastæði félagsheimilsins og þá sáust menn líka í sloppum að reykja fyrir utan félagsheimilið. Það er ekki erfitt að leggja saman tvo og tvo þar. Fatih Esbe, stjórnarformaður FC Wetter, fékk síðan skilaboð frá þjálfara unglingaliðsins að eitthvað óeðlilegt væri í gangi þarna. „Þá voru menn farnir að bera dýnur inn í húsið,“ sagði Peter Pierskalla, gjaldkeri félagsins, í samtali við Bild.BILDplus Inhalt Eltern drohen mit Kündigung! - Pächter holt Sex-Party ins Fußball-Vereinsheim https://t.co/x4dBRwLvoz#BILD_Ruhrgebiet#N — BILD Ruhrgebiet (@BILD_Ruhrgebiet) April 1, 2019Esbe fór í framhaldinu að húsinu til að athuga betur hvað væri eiginlega í gangi þarna. „Þegar ég kom á svæðið þá voru allir inn í húsinu. Það var búið að líma fyrir alla glugga. Ég var með lykil og vildi komast inn en þeir hleyptu mér ekki inn,“ sagði Fatih Esbe við Bild en hann var enn í áfalli tveimur vikum síðar. Öryggisverðir svallsins hleyptu engum inn. FC Wetter hefur nú skiljanlega sagt upp leigusamningnum við Walter-Julius Stolte, umræddan fyrrum stjórnarformann félagsins, og skipuleggjanda kynsvallsins. Hann hefur reyndar hótað kærum og málaferlum þeim sem halda því fram að kynslífsvall hafi farið fram í húsinu. Þeir sem voru á svæðinu eru aftur á móti ekki í neinum vafa samkvæmt frétt Bild. Fótbolti Þýskaland Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Foreldrar í smábæ í Þýskalandi vöknuðu upp við vondan draum á dögunum þegar þeir uppgötvuðu það sem var í gangi í félagsheimili fótboltaliðs bæjarins á sama tíma og börnin þeirra voru að keppa í fótbolta á sama stað. Bild sagði frá því að knattspyrnulið bæjarins hafi leigt út félagsheimilið á sama tíma og þrettán ára lið félagsins var að spila. Bærinn heitir Wetter og er nálægt Dortmund. Félagið ber nafn bæjarins og heitir FC Wetter. FC Wetter ákvað að leigja húsið út í miðjum síðasta mánuði og stjórnarmenn félagsins vissu ekki betur en að þar færi fram „venjulegt“ steggjapartí. Leigjandinn var fyrrum stjórnarformaður félagsins og hafði fullt traust félagsins.Während eines Jugendfußballspiels des FC Wetter soll im Vereinsheim nebenan eine Sexparty stattgefunden haben. https://t.co/ubPEfc7xWI — WDR aktuell (@WDR) April 2, 2019Annað kom hins vegar á daginn. Þetta var mjög gróft steggjapartí enda ekki aðeins boðið upp á glæsilegar veitingar og áfenga drykki heldur einnig fengu menn möguleika á að taka þátt í hreinu og beinu kynlífssvalli. Foreldrar sem voru mættir til að fylgjast með fótboltaleik barnanna urðu vitni af því að fullt af bílum fór að streyma inn á bílastæði félagsheimilsins og þá sáust menn líka í sloppum að reykja fyrir utan félagsheimilið. Það er ekki erfitt að leggja saman tvo og tvo þar. Fatih Esbe, stjórnarformaður FC Wetter, fékk síðan skilaboð frá þjálfara unglingaliðsins að eitthvað óeðlilegt væri í gangi þarna. „Þá voru menn farnir að bera dýnur inn í húsið,“ sagði Peter Pierskalla, gjaldkeri félagsins, í samtali við Bild.BILDplus Inhalt Eltern drohen mit Kündigung! - Pächter holt Sex-Party ins Fußball-Vereinsheim https://t.co/x4dBRwLvoz#BILD_Ruhrgebiet#N — BILD Ruhrgebiet (@BILD_Ruhrgebiet) April 1, 2019Esbe fór í framhaldinu að húsinu til að athuga betur hvað væri eiginlega í gangi þarna. „Þegar ég kom á svæðið þá voru allir inn í húsinu. Það var búið að líma fyrir alla glugga. Ég var með lykil og vildi komast inn en þeir hleyptu mér ekki inn,“ sagði Fatih Esbe við Bild en hann var enn í áfalli tveimur vikum síðar. Öryggisverðir svallsins hleyptu engum inn. FC Wetter hefur nú skiljanlega sagt upp leigusamningnum við Walter-Julius Stolte, umræddan fyrrum stjórnarformann félagsins, og skipuleggjanda kynsvallsins. Hann hefur reyndar hótað kærum og málaferlum þeim sem halda því fram að kynslífsvall hafi farið fram í húsinu. Þeir sem voru á svæðinu eru aftur á móti ekki í neinum vafa samkvæmt frétt Bild.
Fótbolti Þýskaland Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira