Dregur úr trúverðugleika seðlabankans Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. apríl 2019 11:55 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur vegið að sjálfstæði seðlabankans í kjarasamningum. Vísir/vilhelm „Vegið er að sjálfstæði Seðlabankans í nýjum kjarasamningi að sögn Þorsteins Víglundssonar þinmanns Viðreisnar. Óeðlilegt sé að gefa bankanum fyrirmæli en forsenda samningsins er að vextir lækki verulega á samningstímabilinu. Nýr kjarasamningur er að hluta sniðinn utan um vaxtastig í landinu. Í tilkynningu frá ASÍ segir að það sé forsenda að vextir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann. Í tilkynningu Eflingar segir að í samningnum séu ákvæði um uppsögn verði vaxtalækkanir ekki að veruleika. Stýrivextir eru í dag 4,5 prósent og í síðustu fundargerð peningastefnunefndar sem var birt í gær ítrekar nefndin að peningastefnan á næstu misserum muni að miklu leyti ráðast af launahækkunum og áhrifum þeirra á verðbólgu. Fari verðbólga fram úr markmiðum verða vextir því mögulega hækkaðir. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur vegið að sjálfstæði Seðlabankans með því að gera peningastefnuna að forsendu í kjarasamningum. „Seðlabankanum ber einfaldlega að bregðast við verðlagsþróun með hækkun eða lækkun vaxta. Ef kjarasamningar leiða til hógvægrar verðbólgu að þá er engin ástæða til að ætla annað en að seðlabankinn muni lækka vexti. Verði raunin önnur að þá ber bankanum auðvitað að bregðast við því með því að beita þeim tækjum sem hann hefur," segir Þorsteinn. Þurfi seðlabankinn á samningstímabilinu að bregðast við efnahagsþróun með vaxtahækkun hafi samningsaðilar engar löglegar leiðir til þess að knýja hann til annars, enda er hann sjálfstæð stofnun. „Það er mjög óeðlilegt að setja þennan þrýsting á seðlabankann; að kjarasamningum geti verið sagt upp ef bankinn lækkar ekki vexti." „Það hefur alltaf verið horft til þess í vestrænum ríkjum með sjálfstæða peningastefnu og sjálfstæðan seðlabanka að það sé alveg gríðarlega mikilvægt að bankinn sé sjálfstæður í störfum sínum. Sé ekki beittur þrýstingi að hálfu stjórnmálamanna eða annarra aðila til ákvarðana sem ekki eru í takti við þau markmið sem bankanum ber að vinna eftir. Af því slíkt grefur til lengdar undan trúverðugleika peningastefnunnar," segir Þorsteinn Víglundsson. Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
„Vegið er að sjálfstæði Seðlabankans í nýjum kjarasamningi að sögn Þorsteins Víglundssonar þinmanns Viðreisnar. Óeðlilegt sé að gefa bankanum fyrirmæli en forsenda samningsins er að vextir lækki verulega á samningstímabilinu. Nýr kjarasamningur er að hluta sniðinn utan um vaxtastig í landinu. Í tilkynningu frá ASÍ segir að það sé forsenda að vextir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann. Í tilkynningu Eflingar segir að í samningnum séu ákvæði um uppsögn verði vaxtalækkanir ekki að veruleika. Stýrivextir eru í dag 4,5 prósent og í síðustu fundargerð peningastefnunefndar sem var birt í gær ítrekar nefndin að peningastefnan á næstu misserum muni að miklu leyti ráðast af launahækkunum og áhrifum þeirra á verðbólgu. Fari verðbólga fram úr markmiðum verða vextir því mögulega hækkaðir. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur vegið að sjálfstæði Seðlabankans með því að gera peningastefnuna að forsendu í kjarasamningum. „Seðlabankanum ber einfaldlega að bregðast við verðlagsþróun með hækkun eða lækkun vaxta. Ef kjarasamningar leiða til hógvægrar verðbólgu að þá er engin ástæða til að ætla annað en að seðlabankinn muni lækka vexti. Verði raunin önnur að þá ber bankanum auðvitað að bregðast við því með því að beita þeim tækjum sem hann hefur," segir Þorsteinn. Þurfi seðlabankinn á samningstímabilinu að bregðast við efnahagsþróun með vaxtahækkun hafi samningsaðilar engar löglegar leiðir til þess að knýja hann til annars, enda er hann sjálfstæð stofnun. „Það er mjög óeðlilegt að setja þennan þrýsting á seðlabankann; að kjarasamningum geti verið sagt upp ef bankinn lækkar ekki vexti." „Það hefur alltaf verið horft til þess í vestrænum ríkjum með sjálfstæða peningastefnu og sjálfstæðan seðlabanka að það sé alveg gríðarlega mikilvægt að bankinn sé sjálfstæður í störfum sínum. Sé ekki beittur þrýstingi að hálfu stjórnmálamanna eða annarra aðila til ákvarðana sem ekki eru í takti við þau markmið sem bankanum ber að vinna eftir. Af því slíkt grefur til lengdar undan trúverðugleika peningastefnunnar," segir Þorsteinn Víglundsson.
Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira