Martin Garrix mun þeyta skífum inni í einum stærsta jökli landsins Stefán Árni Pálsson skrifar 4. apríl 2019 16:30 Garrix er einn vinsælasti plötusnúður heims. Mynd/Liam Simmons Secret Solstice fagnar sjötta ári hátíðarinnar í Laugardalnum í Reykjavík og að þessu sinni verður einnig boðið upp á glæsilega hliðarviðburði í náttúruperlum landsins þar sem einstakir jöklar og stórbrotnir kvikuhellar koma við sögu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Secret Solstice. Heimsfrægir listamenn taka þátt í þessum náttúruviðburðum en það er enginn annar en Martin Garrix og Marc Kinchen sem munu þeyta skífum inni í einum stærsta jökli landsins. Tilkynnt verður síðar hver mun spila í kvikuhellunum. Þar sem hátíðin stendur yfir sumarsólstöður, sem þýðir einfaldlega 72 tímar af dagsbirtu, hafa hátíðargestir möguleikann á því að upplifa tónleika í dásamlegri náttúru. 25 metra undir yfirborði næststærsta jökuls landsins, Langjökuls, verða haldnir tvennir viðburðir. Aðalnúmer föstudagskvöldsins, Martin Garrix, hollenska ofurstjarnan sem er í fyrsta sæti á lista Bestu plötusnúðar heims hjá DJ Mag mun halda stuðinu gangandi inn í íshellinum, áður en hann stígur á svið Valhallar í Laugardalnum. Á sunnudagskvöldinu mun svo Marc Kitchen, plötusnúður og framleiðandi taka við DJ-borðinu inni í 10.000 ára gömlum klakanum. Þar sem eingöngu eru í boði 100 miðar á hvorn viðburð. Skipuleggjendur munu einnig bjóða upp á tónleika inni í fimm þúsund ára gömlum kvikuhelli, The Lava Tunnel, þar sem íslenskir tónlistarmenn stíga á svið. Umhverfið mun vera gott fyrir tónleika. Tónleikarnir verða á laugardagskvöldinu 22. júní, en þar verður boðið upp á órafmagnaðan flutning. Á þennan viðburð verða einungis seldir 50 miðar. Meðal stærstu flytjenda hátíðarinnar 2019 eru Robert Plant & the Sensational Space Shifters, Black Eyed Peas, Martin Garrix, Rita Ora, Patti Smith and Band, The Sugarhill Gang with Grandmaster Melle Mel & Scorpio (of The Furious 5), Foreign Beggars, Pussy Riot, Kerri Chandler, Mr. G (live), Boy Pablo og fleiri sem verður tilkynnt um síðar. Secret Solstice Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Secret Solstice fagnar sjötta ári hátíðarinnar í Laugardalnum í Reykjavík og að þessu sinni verður einnig boðið upp á glæsilega hliðarviðburði í náttúruperlum landsins þar sem einstakir jöklar og stórbrotnir kvikuhellar koma við sögu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Secret Solstice. Heimsfrægir listamenn taka þátt í þessum náttúruviðburðum en það er enginn annar en Martin Garrix og Marc Kinchen sem munu þeyta skífum inni í einum stærsta jökli landsins. Tilkynnt verður síðar hver mun spila í kvikuhellunum. Þar sem hátíðin stendur yfir sumarsólstöður, sem þýðir einfaldlega 72 tímar af dagsbirtu, hafa hátíðargestir möguleikann á því að upplifa tónleika í dásamlegri náttúru. 25 metra undir yfirborði næststærsta jökuls landsins, Langjökuls, verða haldnir tvennir viðburðir. Aðalnúmer föstudagskvöldsins, Martin Garrix, hollenska ofurstjarnan sem er í fyrsta sæti á lista Bestu plötusnúðar heims hjá DJ Mag mun halda stuðinu gangandi inn í íshellinum, áður en hann stígur á svið Valhallar í Laugardalnum. Á sunnudagskvöldinu mun svo Marc Kitchen, plötusnúður og framleiðandi taka við DJ-borðinu inni í 10.000 ára gömlum klakanum. Þar sem eingöngu eru í boði 100 miðar á hvorn viðburð. Skipuleggjendur munu einnig bjóða upp á tónleika inni í fimm þúsund ára gömlum kvikuhelli, The Lava Tunnel, þar sem íslenskir tónlistarmenn stíga á svið. Umhverfið mun vera gott fyrir tónleika. Tónleikarnir verða á laugardagskvöldinu 22. júní, en þar verður boðið upp á órafmagnaðan flutning. Á þennan viðburð verða einungis seldir 50 miðar. Meðal stærstu flytjenda hátíðarinnar 2019 eru Robert Plant & the Sensational Space Shifters, Black Eyed Peas, Martin Garrix, Rita Ora, Patti Smith and Band, The Sugarhill Gang with Grandmaster Melle Mel & Scorpio (of The Furious 5), Foreign Beggars, Pussy Riot, Kerri Chandler, Mr. G (live), Boy Pablo og fleiri sem verður tilkynnt um síðar.
Secret Solstice Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira