Undrast asa við frágang kjarasamninga Sighvatur Arnmundsson skrifar 5. apríl 2019 06:00 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fylgist með Birni Snæbjörnssyni formanni SGS undirrita kjarasamning. Vísir/vilhelm „Efling var bara í virkum og lifandi samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins alveg fram á síðustu stundu. Þess vegna var ekki hægt að skrifa undir,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Lífskjarasamningar SA og aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna voru undirritaðir á ellefta tímanum á miðvikudagskvöld. Undirritunarinnar hafði þá verið beðið frá því á mánudagskvöld þegar samkomulag náðist um meginlínur og verkföllum var aflýst. Til stóð að skrifa undir samninga klukkan 15 á miðvikudag en eins og áður segir frestaðist það fram á kvöld. Þá var sagt að einungis væri verið að fínpússa texta samninganna og ganga frá lausum endum og engin ágreiningsefni væru til staðar. Sólveig Anna segir hins vegar að fram á síðustu stundu hafi Efling verið að semja um hluti sem þau álíti mjög mikilvæga. „Ég undrast mjög þennan asa sem fór af stað. Ég viðurkenni reynsluleysi mitt en þegar svona alvarlegur hlutur eins og að ganga frá kjarasamningi fyrir gríðarlega stóran hóp af fólki er annars vegar finnst mér að gefa eigi öllum þann tíma sem til þarf til að hægt sé að klára þetta á ásættanlegan máta.“ Sólveig Anna segir að á lokametrunum hafi Efling náð fram mikilvægum atriðum. „Ég er mjög stolt af því sem við náðum fram þarna undir það síðasta. Við náðum fram ákvæði sem snýr að aukinni vernd fyrir fólk sem tekur virkan þátt í störfum stéttarfélaga og því að fyrirtæki tryggi túlkun þegar um miðlun mjög mikilvægra upplýsinga er að ræða.“ Hins vegar hafi ekki náðst saman um kafla um verulega auknar heimildir trúnaðarmanna á vinnustöðum. Kynningar á innihaldi samninganna fyrir félagsmönnum þeirra stéttarfélaga sem eiga aðild að þeim verða í næstu viku. Í kjölfarið verður svo boðað til allsherjaratkvæðagreiðslu um samningana. Um hundrað þúsund félagsmenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins (SGS) og Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV) munu greiða atkvæði um lífskjarasamningana sem undirritaðir voru á miðvikudagskvöld.Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS.VÍSIR/VILHELMKjörstjórn SGS kom saman í gær til að fara yfir framhaldið. Í dag verður svo haldinn formannafundur þar sem tekin verður afstaða til fyrirkomulags, forms og framkvæmdar atkvæðagreiðslunnar. Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, segir enn ekki ljóst hvort haldin verði ein atkvæðagreiðsla fyrir alla félagsmenn eða hvort hvert hinna 19 aðildarfélaga greiði atkvæði sérstaklega. Efling hefur boðað til þriggja kynningarfunda í næstu viku. Kynning á íslensku verður á þriðjudagskvöld, á ensku á miðvikudagskvöld og á pólsku á fimmtudagskvöld. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að kynningarfundur fyrir félagsmenn verði næstkomandi mánudagskvöld. Ekki sé alveg komið á hreint hvernig atkvæðagreiðslu verði háttað en líklega greiði félagsmenn VR atkvæði sér og aðrir félagsmenn í LÍV sér. Stefnt er að því að rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla hefjist eftir miðja næstu viku og mun hún standa í nokkra daga. Í gær kom fram nokkur gagnrýni á sérstakt endurskoðunarákvæði samninganna ef Seðlabankinn lækkar ekki vexti. Segist Kjarninn hafa heimildir fyrir því að stýrivextir þurfi að vera komnir niður í 3,75 prósent fyrir september 2020 til að samningar haldi. Stýrivextir eru í dag 4,5 prósent. Ragnar Þór vildi ekki staðfesta þessar vaxtatölur. Hann telur fáránlega þá gagnrýni að með þessu sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans en meðal þeirra sem töluðu á þessum nótum voru Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd, og Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans. „Hvar var þetta fólk þegar Seðlabankinn var að gagnrýna verkalýðshreyfinguna og stilla henni upp við vegg?“ spyr Ragnar Þór. Hann segir að umrætt ákvæði sé einfaldlega hluti af þríþættum forsendum samninga. „Við erum með forsendur varðandi vaxtastigið, við erum með forsendur varðandi kaupmáttinn og við erum með forsendur gagnvart loforðum ríkisstjórnarinnar.“ Ragnar Þór segir verkalýðshreyfinguna hafa verið tilbúna til að taka þátt í breyttum aðstæðum í hagkerfinu og leggja sitt af mörkum. „En þetta viljum við fá í staðinn og ef við fáum það ekki þá eru forsendur okkar félagsmanna með þessar launahækkanir og kjarabætur brostnar. Þá fáum við annaðhvort einhverjar bætur fyrir það eða förum aftur að teikniborðinu og segjum samningunum upp.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57 Stytting vinnuvikunnar valkvætt ákvæði í kjarasamningi ASÍ segir þetta mestu breytingu á vinnutíma í hálfa öld en í tilkynningu frá Eflingu segir að ákvæðið feli ekki í sér neina tryggingu fyrir því að vinnutími verði styttur hjá verkafólki. 4. apríl 2019 13:11 Telur verkfræðinga tilbúna að taka á sig hlutfallslega lægri launahækkun Birkir Hrafn Jóakimsson, formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands og byggingarverkfræðingar hjá Vegagerðinni, segist telja að ef það sé hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun launa til þess að rétta hlut þeirra lægst launuðu þá séu félagsmenn tilbúnir í það. 4. apríl 2019 15:51 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
„Efling var bara í virkum og lifandi samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins alveg fram á síðustu stundu. Þess vegna var ekki hægt að skrifa undir,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Lífskjarasamningar SA og aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna voru undirritaðir á ellefta tímanum á miðvikudagskvöld. Undirritunarinnar hafði þá verið beðið frá því á mánudagskvöld þegar samkomulag náðist um meginlínur og verkföllum var aflýst. Til stóð að skrifa undir samninga klukkan 15 á miðvikudag en eins og áður segir frestaðist það fram á kvöld. Þá var sagt að einungis væri verið að fínpússa texta samninganna og ganga frá lausum endum og engin ágreiningsefni væru til staðar. Sólveig Anna segir hins vegar að fram á síðustu stundu hafi Efling verið að semja um hluti sem þau álíti mjög mikilvæga. „Ég undrast mjög þennan asa sem fór af stað. Ég viðurkenni reynsluleysi mitt en þegar svona alvarlegur hlutur eins og að ganga frá kjarasamningi fyrir gríðarlega stóran hóp af fólki er annars vegar finnst mér að gefa eigi öllum þann tíma sem til þarf til að hægt sé að klára þetta á ásættanlegan máta.“ Sólveig Anna segir að á lokametrunum hafi Efling náð fram mikilvægum atriðum. „Ég er mjög stolt af því sem við náðum fram þarna undir það síðasta. Við náðum fram ákvæði sem snýr að aukinni vernd fyrir fólk sem tekur virkan þátt í störfum stéttarfélaga og því að fyrirtæki tryggi túlkun þegar um miðlun mjög mikilvægra upplýsinga er að ræða.“ Hins vegar hafi ekki náðst saman um kafla um verulega auknar heimildir trúnaðarmanna á vinnustöðum. Kynningar á innihaldi samninganna fyrir félagsmönnum þeirra stéttarfélaga sem eiga aðild að þeim verða í næstu viku. Í kjölfarið verður svo boðað til allsherjaratkvæðagreiðslu um samningana. Um hundrað þúsund félagsmenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins (SGS) og Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV) munu greiða atkvæði um lífskjarasamningana sem undirritaðir voru á miðvikudagskvöld.Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS.VÍSIR/VILHELMKjörstjórn SGS kom saman í gær til að fara yfir framhaldið. Í dag verður svo haldinn formannafundur þar sem tekin verður afstaða til fyrirkomulags, forms og framkvæmdar atkvæðagreiðslunnar. Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, segir enn ekki ljóst hvort haldin verði ein atkvæðagreiðsla fyrir alla félagsmenn eða hvort hvert hinna 19 aðildarfélaga greiði atkvæði sérstaklega. Efling hefur boðað til þriggja kynningarfunda í næstu viku. Kynning á íslensku verður á þriðjudagskvöld, á ensku á miðvikudagskvöld og á pólsku á fimmtudagskvöld. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að kynningarfundur fyrir félagsmenn verði næstkomandi mánudagskvöld. Ekki sé alveg komið á hreint hvernig atkvæðagreiðslu verði háttað en líklega greiði félagsmenn VR atkvæði sér og aðrir félagsmenn í LÍV sér. Stefnt er að því að rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla hefjist eftir miðja næstu viku og mun hún standa í nokkra daga. Í gær kom fram nokkur gagnrýni á sérstakt endurskoðunarákvæði samninganna ef Seðlabankinn lækkar ekki vexti. Segist Kjarninn hafa heimildir fyrir því að stýrivextir þurfi að vera komnir niður í 3,75 prósent fyrir september 2020 til að samningar haldi. Stýrivextir eru í dag 4,5 prósent. Ragnar Þór vildi ekki staðfesta þessar vaxtatölur. Hann telur fáránlega þá gagnrýni að með þessu sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans en meðal þeirra sem töluðu á þessum nótum voru Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd, og Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans. „Hvar var þetta fólk þegar Seðlabankinn var að gagnrýna verkalýðshreyfinguna og stilla henni upp við vegg?“ spyr Ragnar Þór. Hann segir að umrætt ákvæði sé einfaldlega hluti af þríþættum forsendum samninga. „Við erum með forsendur varðandi vaxtastigið, við erum með forsendur varðandi kaupmáttinn og við erum með forsendur gagnvart loforðum ríkisstjórnarinnar.“ Ragnar Þór segir verkalýðshreyfinguna hafa verið tilbúna til að taka þátt í breyttum aðstæðum í hagkerfinu og leggja sitt af mörkum. „En þetta viljum við fá í staðinn og ef við fáum það ekki þá eru forsendur okkar félagsmanna með þessar launahækkanir og kjarabætur brostnar. Þá fáum við annaðhvort einhverjar bætur fyrir það eða förum aftur að teikniborðinu og segjum samningunum upp.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57 Stytting vinnuvikunnar valkvætt ákvæði í kjarasamningi ASÍ segir þetta mestu breytingu á vinnutíma í hálfa öld en í tilkynningu frá Eflingu segir að ákvæðið feli ekki í sér neina tryggingu fyrir því að vinnutími verði styttur hjá verkafólki. 4. apríl 2019 13:11 Telur verkfræðinga tilbúna að taka á sig hlutfallslega lægri launahækkun Birkir Hrafn Jóakimsson, formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands og byggingarverkfræðingar hjá Vegagerðinni, segist telja að ef það sé hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun launa til þess að rétta hlut þeirra lægst launuðu þá séu félagsmenn tilbúnir í það. 4. apríl 2019 15:51 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57
Stytting vinnuvikunnar valkvætt ákvæði í kjarasamningi ASÍ segir þetta mestu breytingu á vinnutíma í hálfa öld en í tilkynningu frá Eflingu segir að ákvæðið feli ekki í sér neina tryggingu fyrir því að vinnutími verði styttur hjá verkafólki. 4. apríl 2019 13:11
Telur verkfræðinga tilbúna að taka á sig hlutfallslega lægri launahækkun Birkir Hrafn Jóakimsson, formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands og byggingarverkfræðingar hjá Vegagerðinni, segist telja að ef það sé hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun launa til þess að rétta hlut þeirra lægst launuðu þá séu félagsmenn tilbúnir í það. 4. apríl 2019 15:51