Arion banki vill Svein Andra burt úr þrotabúi WOW vegna vanhæfis Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2019 07:41 Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður. Vísir/vilhelm Arion banki hefur farið fram á að Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður verði settur af sem skiptastjóri þrotabús WOW air. Segir bankinn Svein Andra vanhæfan til starfans.Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. Þá staðfestir hann einnig við blaðið að málið tengist ágreiningi bankans við þrotabú tölvufyrirtækisins Data Cell. Sveinn Andri er skiptastjóri í því búi og Arion banki stærsti kröfuhafinn.Sjá einnig: Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Skipun skiptastjóra þrotabús WOW air, þeirra Þorsteins Einarssonar og einkum áðurnefnds Sveins Andra, hefur verið afar umdeild, sérstaklega innan lögmannastéttarinnar. Stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku hafa óskað sérstaklega eftir upplýsingum um hvaða verklagsreglur gilda í slíkum tilfellum. Þá skrifaði Þórður Már Jónsson lögmaður afar harðorðan pistil sem hann birti á Facebook-síðu sinni í byrjun vikunnar þar sem hann sagði Svein Andra fá fleiri þrotabú til skiptanna en aðrir. Þannig rengdi hann Símon Sigvaldason, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, sem skipaði skiptastjórana. Símon hefur vísað því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra umfram aðra lögmenn við skipun skiptastjóra og þá hafnaði hann því að hann vildi útiloka konur frá slitabúum. Mannlíf hefur jafnframt eftir Haraldi að málið sé í farvegi og verði ekki rekið frekar í fjölmiðlum. Þá er einnig rætt við Arnar Þór Stefánsson, lögmann hjá LEX lögmannsstofu, sem segir að reynast muni erfitt að koma Sveini Andra frá – mikið þurfi til að skiptastjóri þrotabús sé settur af eftir að hafa verið skipaður. Íslenskir bankar WOW Air Tengdar fréttir Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. 31. mars 2019 20:00 Símon segist ekki vilja útiloka konur frá slitabúum WOW air með stærri þrotabúum sem komið hafa til skipta. 1. apríl 2019 13:25 Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Arion banki hefur farið fram á að Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður verði settur af sem skiptastjóri þrotabús WOW air. Segir bankinn Svein Andra vanhæfan til starfans.Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. Þá staðfestir hann einnig við blaðið að málið tengist ágreiningi bankans við þrotabú tölvufyrirtækisins Data Cell. Sveinn Andri er skiptastjóri í því búi og Arion banki stærsti kröfuhafinn.Sjá einnig: Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Skipun skiptastjóra þrotabús WOW air, þeirra Þorsteins Einarssonar og einkum áðurnefnds Sveins Andra, hefur verið afar umdeild, sérstaklega innan lögmannastéttarinnar. Stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku hafa óskað sérstaklega eftir upplýsingum um hvaða verklagsreglur gilda í slíkum tilfellum. Þá skrifaði Þórður Már Jónsson lögmaður afar harðorðan pistil sem hann birti á Facebook-síðu sinni í byrjun vikunnar þar sem hann sagði Svein Andra fá fleiri þrotabú til skiptanna en aðrir. Þannig rengdi hann Símon Sigvaldason, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, sem skipaði skiptastjórana. Símon hefur vísað því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra umfram aðra lögmenn við skipun skiptastjóra og þá hafnaði hann því að hann vildi útiloka konur frá slitabúum. Mannlíf hefur jafnframt eftir Haraldi að málið sé í farvegi og verði ekki rekið frekar í fjölmiðlum. Þá er einnig rætt við Arnar Þór Stefánsson, lögmann hjá LEX lögmannsstofu, sem segir að reynast muni erfitt að koma Sveini Andra frá – mikið þurfi til að skiptastjóri þrotabús sé settur af eftir að hafa verið skipaður.
Íslenskir bankar WOW Air Tengdar fréttir Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. 31. mars 2019 20:00 Símon segist ekki vilja útiloka konur frá slitabúum WOW air með stærri þrotabúum sem komið hafa til skipta. 1. apríl 2019 13:25 Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. 31. mars 2019 20:00
Símon segist ekki vilja útiloka konur frá slitabúum WOW air með stærri þrotabúum sem komið hafa til skipta. 1. apríl 2019 13:25
Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31