Arion banki vill Svein Andra burt úr þrotabúi WOW vegna vanhæfis Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2019 07:41 Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður. Vísir/vilhelm Arion banki hefur farið fram á að Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður verði settur af sem skiptastjóri þrotabús WOW air. Segir bankinn Svein Andra vanhæfan til starfans.Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. Þá staðfestir hann einnig við blaðið að málið tengist ágreiningi bankans við þrotabú tölvufyrirtækisins Data Cell. Sveinn Andri er skiptastjóri í því búi og Arion banki stærsti kröfuhafinn.Sjá einnig: Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Skipun skiptastjóra þrotabús WOW air, þeirra Þorsteins Einarssonar og einkum áðurnefnds Sveins Andra, hefur verið afar umdeild, sérstaklega innan lögmannastéttarinnar. Stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku hafa óskað sérstaklega eftir upplýsingum um hvaða verklagsreglur gilda í slíkum tilfellum. Þá skrifaði Þórður Már Jónsson lögmaður afar harðorðan pistil sem hann birti á Facebook-síðu sinni í byrjun vikunnar þar sem hann sagði Svein Andra fá fleiri þrotabú til skiptanna en aðrir. Þannig rengdi hann Símon Sigvaldason, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, sem skipaði skiptastjórana. Símon hefur vísað því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra umfram aðra lögmenn við skipun skiptastjóra og þá hafnaði hann því að hann vildi útiloka konur frá slitabúum. Mannlíf hefur jafnframt eftir Haraldi að málið sé í farvegi og verði ekki rekið frekar í fjölmiðlum. Þá er einnig rætt við Arnar Þór Stefánsson, lögmann hjá LEX lögmannsstofu, sem segir að reynast muni erfitt að koma Sveini Andra frá – mikið þurfi til að skiptastjóri þrotabús sé settur af eftir að hafa verið skipaður. Íslenskir bankar WOW Air Tengdar fréttir Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. 31. mars 2019 20:00 Símon segist ekki vilja útiloka konur frá slitabúum WOW air með stærri þrotabúum sem komið hafa til skipta. 1. apríl 2019 13:25 Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Arion banki hefur farið fram á að Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður verði settur af sem skiptastjóri þrotabús WOW air. Segir bankinn Svein Andra vanhæfan til starfans.Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. Þá staðfestir hann einnig við blaðið að málið tengist ágreiningi bankans við þrotabú tölvufyrirtækisins Data Cell. Sveinn Andri er skiptastjóri í því búi og Arion banki stærsti kröfuhafinn.Sjá einnig: Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Skipun skiptastjóra þrotabús WOW air, þeirra Þorsteins Einarssonar og einkum áðurnefnds Sveins Andra, hefur verið afar umdeild, sérstaklega innan lögmannastéttarinnar. Stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku hafa óskað sérstaklega eftir upplýsingum um hvaða verklagsreglur gilda í slíkum tilfellum. Þá skrifaði Þórður Már Jónsson lögmaður afar harðorðan pistil sem hann birti á Facebook-síðu sinni í byrjun vikunnar þar sem hann sagði Svein Andra fá fleiri þrotabú til skiptanna en aðrir. Þannig rengdi hann Símon Sigvaldason, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, sem skipaði skiptastjórana. Símon hefur vísað því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra umfram aðra lögmenn við skipun skiptastjóra og þá hafnaði hann því að hann vildi útiloka konur frá slitabúum. Mannlíf hefur jafnframt eftir Haraldi að málið sé í farvegi og verði ekki rekið frekar í fjölmiðlum. Þá er einnig rætt við Arnar Þór Stefánsson, lögmann hjá LEX lögmannsstofu, sem segir að reynast muni erfitt að koma Sveini Andra frá – mikið þurfi til að skiptastjóri þrotabús sé settur af eftir að hafa verið skipaður.
Íslenskir bankar WOW Air Tengdar fréttir Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. 31. mars 2019 20:00 Símon segist ekki vilja útiloka konur frá slitabúum WOW air með stærri þrotabúum sem komið hafa til skipta. 1. apríl 2019 13:25 Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. 31. mars 2019 20:00
Símon segist ekki vilja útiloka konur frá slitabúum WOW air með stærri þrotabúum sem komið hafa til skipta. 1. apríl 2019 13:25
Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31