Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2019 20:00 Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW air og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. Símon Sigvaldason dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur skipaði Svein Andra Sveinsson og Þorstein Einarsson hæstaréttarlögmenn skiptastjóra yfir þrotabú WOW AIR á fimmtudaginn. Skipunin hefur verið gagnrýnd og hyggst Félag kvenna í lögmennsku senda inn athugasemdir í þremur liðum til dómstjóra og dómstólasýslunnar vegna hennar á morgun. Kolbrún Garðarsdóttir er formaður félagsins. „Það hallar á konur þarna en það eru skipaðir tveir skiptastjórar og báðir eru þeir karlar. Það eru mjög hæfar konur í lögmennsku sem væru til í að taka slíkt starf að sér,“ segir hún. „Í öðru lagi viljum við vekja athygli á að dómarar hafi í huga við svona skipanir að skiptastjórar séu trúverðugir bæði innan stéttarinnar og utan hennar. Okkur finnst það mikilvægt sjónarmið þegar um svona stór verkefni er að ræða. Í þessu samhengi vekjum við athygli á að annar skiptastjórinn er núna í ágreiningi við kröfuhafa sína fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna oftekinna þóknana að mati þeirra þ.e. þeir hafa kvartað yfir sínum eigin skiptastjóra, Sveini Andra Sveinssyni,“ segir Kolbrún.Sveinn Andri Sveinsson er annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW.vísir/vilhelmUm er að ræða kvartanir sjö kröfuhafa í EK1923 til Héraðsdóms Reykjavíkur vegna þóknunar Sveins Andra sem er skiptastjóri búsins. Þeir gera athugasemd við að Sveinn Andri rukki tæpar fimmtíu þúsund krónur á tímann en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er heildartalan vegna vinnu hans við búið komin upp í 120 milljónir króna. Þá kvarta þeir yfir að erfiðlega hafi gengið að fá tímaskýrslur fyrir unna vinnu. Kolbrún segir slíkt gjald vera einsdæmi. „Þeir skiptastjórar sem ég hef talað við og vinna í stórum þrotabúum þeir nota bara sitt tímagjald sem er á bilinu 24 til 26 þúsund krónur plús virðisaukaskatt,“ segir hún. Þá gerir Félag kvenna í lögmennsku athugasemd vegna ógagnsæi hjá dómstólasýslunni og hjá dómstjórum við skipan skiptastjóra. „Við viljum almennt fá betri skýringar á við hvað sé miðað þegar menn eru skipaðir skiptastjórar,“ segir hún. Stjórn Lögmannafélagsins hyggst einnig senda inn fyrirspurn til dómstóla um hvort og hvaða verklagsreglur gildi við skipanir skiptastjóra. WOW Air Tengdar fréttir Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32 Segir viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafa gengið vonum framar Samgöngurráðherra ver aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við fall Wow air í síðustu viku. 31. mars 2019 12:13 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira
Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW air og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. Símon Sigvaldason dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur skipaði Svein Andra Sveinsson og Þorstein Einarsson hæstaréttarlögmenn skiptastjóra yfir þrotabú WOW AIR á fimmtudaginn. Skipunin hefur verið gagnrýnd og hyggst Félag kvenna í lögmennsku senda inn athugasemdir í þremur liðum til dómstjóra og dómstólasýslunnar vegna hennar á morgun. Kolbrún Garðarsdóttir er formaður félagsins. „Það hallar á konur þarna en það eru skipaðir tveir skiptastjórar og báðir eru þeir karlar. Það eru mjög hæfar konur í lögmennsku sem væru til í að taka slíkt starf að sér,“ segir hún. „Í öðru lagi viljum við vekja athygli á að dómarar hafi í huga við svona skipanir að skiptastjórar séu trúverðugir bæði innan stéttarinnar og utan hennar. Okkur finnst það mikilvægt sjónarmið þegar um svona stór verkefni er að ræða. Í þessu samhengi vekjum við athygli á að annar skiptastjórinn er núna í ágreiningi við kröfuhafa sína fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna oftekinna þóknana að mati þeirra þ.e. þeir hafa kvartað yfir sínum eigin skiptastjóra, Sveini Andra Sveinssyni,“ segir Kolbrún.Sveinn Andri Sveinsson er annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW.vísir/vilhelmUm er að ræða kvartanir sjö kröfuhafa í EK1923 til Héraðsdóms Reykjavíkur vegna þóknunar Sveins Andra sem er skiptastjóri búsins. Þeir gera athugasemd við að Sveinn Andri rukki tæpar fimmtíu þúsund krónur á tímann en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er heildartalan vegna vinnu hans við búið komin upp í 120 milljónir króna. Þá kvarta þeir yfir að erfiðlega hafi gengið að fá tímaskýrslur fyrir unna vinnu. Kolbrún segir slíkt gjald vera einsdæmi. „Þeir skiptastjórar sem ég hef talað við og vinna í stórum þrotabúum þeir nota bara sitt tímagjald sem er á bilinu 24 til 26 þúsund krónur plús virðisaukaskatt,“ segir hún. Þá gerir Félag kvenna í lögmennsku athugasemd vegna ógagnsæi hjá dómstólasýslunni og hjá dómstjórum við skipan skiptastjóra. „Við viljum almennt fá betri skýringar á við hvað sé miðað þegar menn eru skipaðir skiptastjórar,“ segir hún. Stjórn Lögmannafélagsins hyggst einnig senda inn fyrirspurn til dómstóla um hvort og hvaða verklagsreglur gildi við skipanir skiptastjóra.
WOW Air Tengdar fréttir Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32 Segir viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafa gengið vonum framar Samgöngurráðherra ver aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við fall Wow air í síðustu viku. 31. mars 2019 12:13 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira
Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32
Segir viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafa gengið vonum framar Samgöngurráðherra ver aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við fall Wow air í síðustu viku. 31. mars 2019 12:13
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31