Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2019 20:00 Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW air og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. Símon Sigvaldason dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur skipaði Svein Andra Sveinsson og Þorstein Einarsson hæstaréttarlögmenn skiptastjóra yfir þrotabú WOW AIR á fimmtudaginn. Skipunin hefur verið gagnrýnd og hyggst Félag kvenna í lögmennsku senda inn athugasemdir í þremur liðum til dómstjóra og dómstólasýslunnar vegna hennar á morgun. Kolbrún Garðarsdóttir er formaður félagsins. „Það hallar á konur þarna en það eru skipaðir tveir skiptastjórar og báðir eru þeir karlar. Það eru mjög hæfar konur í lögmennsku sem væru til í að taka slíkt starf að sér,“ segir hún. „Í öðru lagi viljum við vekja athygli á að dómarar hafi í huga við svona skipanir að skiptastjórar séu trúverðugir bæði innan stéttarinnar og utan hennar. Okkur finnst það mikilvægt sjónarmið þegar um svona stór verkefni er að ræða. Í þessu samhengi vekjum við athygli á að annar skiptastjórinn er núna í ágreiningi við kröfuhafa sína fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna oftekinna þóknana að mati þeirra þ.e. þeir hafa kvartað yfir sínum eigin skiptastjóra, Sveini Andra Sveinssyni,“ segir Kolbrún.Sveinn Andri Sveinsson er annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW.vísir/vilhelmUm er að ræða kvartanir sjö kröfuhafa í EK1923 til Héraðsdóms Reykjavíkur vegna þóknunar Sveins Andra sem er skiptastjóri búsins. Þeir gera athugasemd við að Sveinn Andri rukki tæpar fimmtíu þúsund krónur á tímann en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er heildartalan vegna vinnu hans við búið komin upp í 120 milljónir króna. Þá kvarta þeir yfir að erfiðlega hafi gengið að fá tímaskýrslur fyrir unna vinnu. Kolbrún segir slíkt gjald vera einsdæmi. „Þeir skiptastjórar sem ég hef talað við og vinna í stórum þrotabúum þeir nota bara sitt tímagjald sem er á bilinu 24 til 26 þúsund krónur plús virðisaukaskatt,“ segir hún. Þá gerir Félag kvenna í lögmennsku athugasemd vegna ógagnsæi hjá dómstólasýslunni og hjá dómstjórum við skipan skiptastjóra. „Við viljum almennt fá betri skýringar á við hvað sé miðað þegar menn eru skipaðir skiptastjórar,“ segir hún. Stjórn Lögmannafélagsins hyggst einnig senda inn fyrirspurn til dómstóla um hvort og hvaða verklagsreglur gildi við skipanir skiptastjóra. WOW Air Tengdar fréttir Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32 Segir viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafa gengið vonum framar Samgöngurráðherra ver aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við fall Wow air í síðustu viku. 31. mars 2019 12:13 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW air og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. Símon Sigvaldason dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur skipaði Svein Andra Sveinsson og Þorstein Einarsson hæstaréttarlögmenn skiptastjóra yfir þrotabú WOW AIR á fimmtudaginn. Skipunin hefur verið gagnrýnd og hyggst Félag kvenna í lögmennsku senda inn athugasemdir í þremur liðum til dómstjóra og dómstólasýslunnar vegna hennar á morgun. Kolbrún Garðarsdóttir er formaður félagsins. „Það hallar á konur þarna en það eru skipaðir tveir skiptastjórar og báðir eru þeir karlar. Það eru mjög hæfar konur í lögmennsku sem væru til í að taka slíkt starf að sér,“ segir hún. „Í öðru lagi viljum við vekja athygli á að dómarar hafi í huga við svona skipanir að skiptastjórar séu trúverðugir bæði innan stéttarinnar og utan hennar. Okkur finnst það mikilvægt sjónarmið þegar um svona stór verkefni er að ræða. Í þessu samhengi vekjum við athygli á að annar skiptastjórinn er núna í ágreiningi við kröfuhafa sína fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna oftekinna þóknana að mati þeirra þ.e. þeir hafa kvartað yfir sínum eigin skiptastjóra, Sveini Andra Sveinssyni,“ segir Kolbrún.Sveinn Andri Sveinsson er annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW.vísir/vilhelmUm er að ræða kvartanir sjö kröfuhafa í EK1923 til Héraðsdóms Reykjavíkur vegna þóknunar Sveins Andra sem er skiptastjóri búsins. Þeir gera athugasemd við að Sveinn Andri rukki tæpar fimmtíu þúsund krónur á tímann en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er heildartalan vegna vinnu hans við búið komin upp í 120 milljónir króna. Þá kvarta þeir yfir að erfiðlega hafi gengið að fá tímaskýrslur fyrir unna vinnu. Kolbrún segir slíkt gjald vera einsdæmi. „Þeir skiptastjórar sem ég hef talað við og vinna í stórum þrotabúum þeir nota bara sitt tímagjald sem er á bilinu 24 til 26 þúsund krónur plús virðisaukaskatt,“ segir hún. Þá gerir Félag kvenna í lögmennsku athugasemd vegna ógagnsæi hjá dómstólasýslunni og hjá dómstjórum við skipan skiptastjóra. „Við viljum almennt fá betri skýringar á við hvað sé miðað þegar menn eru skipaðir skiptastjórar,“ segir hún. Stjórn Lögmannafélagsins hyggst einnig senda inn fyrirspurn til dómstóla um hvort og hvaða verklagsreglur gildi við skipanir skiptastjóra.
WOW Air Tengdar fréttir Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32 Segir viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafa gengið vonum framar Samgöngurráðherra ver aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við fall Wow air í síðustu viku. 31. mars 2019 12:13 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Umfangsmikið verk bíður skiptastjóra WOW air Ljóst er að mikil vinna bíður skiptastjóra þrotabús WOW air sem hófu störf í dag eftir að flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 28. mars 2019 21:32
Segir viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafa gengið vonum framar Samgöngurráðherra ver aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við fall Wow air í síðustu viku. 31. mars 2019 12:13
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31