Dómarar tilnefndir og verðlaunaðir Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. apríl 2019 11:15 FÍT-verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Tjarnarbíói á dögunum. Leifur Wilberg Orrason Ómögulegt er að koma í veg fyrir að dómnefndarmeðlimir veiti sjálfum sér viðurkenningar á FÍT-verðlaununum, að mati formanns Félags íslenskra teiknara. Geirinn sé einfaldlega fámennur á Íslandi og mikil skörun innan hans. Engu að síður sé reynt að standa faglega að dómnefndarstörfunum og víki dómarar t.a.m. þegar verk þeirra eru tekin til umfjöllunar. FÍT-verðlaunin voru veitt í Tjarnarbíói í liðinni viku. Þau eru veitt árlega og er þeim ætlað að fanga það besta í grafískri hönnun og myndskreytingum á Íslandi. Veitt voru verðlaun í 21 flokki í ár og birti Vísir lista yfir alla verðlaunahafa í gær.Sjá einnig: Þessi hlutu viðurkenningar á FÍT-verðlaununum Í aðdraganda verðlaunahátíðarinnar var gefið út veglegt rit þar sem greint var frá öllum verðlaunahöfum, dómnefndum, þeim sem hlutu viðurkenningar og tilnefningar í flokkunum 21. Ritið má nálgast hér. Athygli vekur að í sex flokkum eru dómnefndarmeðlimir ýmist tilnefndir eða hljóta viðurkenningar - jafnvel fyrstu verðlaun í flokkunum sem þeir voru sjálfir að dæma.Kristín Eva Ólafsdóttir með hluta þeirra 370 verka sem send voru inn í FÍT-verðlaunin í ár.MAGNÚS ELVAR JÓNSSONKristín Eva Ólafsdóttir, formaður Félags íslenskra teiknara, segir þess stöðu ekki vera einsdæmi. „Þetta kemur fyrir á hverju ári.“ Ástæðan sé í raun einföld. Starfsstétt teiknara á sviði grafískrar hönnunar, auglýsinga- og myndskreytinga sé fámenn á Íslandi. Auglýsingastofur séu að sama skapi ekki margar og því erfitt að komast hjá þeirri miklu skörun sem er innan stéttarinnar. Þannig segir Kristín hvimleitt að fólkið sem er, reynslu og þekkingar sinnar vegna, best til þess fallið að sitja í dómnefndum sé einnig mikið hæfileikafólk á sínu sviði og eigi því fyllilega skilið að hljóta tilnefningar. „Verðlaunahafarnir eru því alltaf vel að viðurkenningum sínum komnir, ef ekki þá yrði allt vitlaust,“ segir Kristín. Þrátt fyrir að Vísir hafi heyrt af óánægju með þetta fyrirkomulag frá ósáttum hönnuðum þá virðist engu að síður ríkja sátt um tilhögun FÍT-verðlaunaafhendingarinnar. Kristín undirstrikar að reynt sé að sinna dómarastörfunum af mikilli fagmennsku. Þannig þurfi dómnefndarmeðlimir ætíð af yfirgefa fundarherbergið þegar nefndin tekur verk þeirra fyrir. Aðspurð um hvort þetta fámenni gefi hreinlega ekki tilefni til að endurskoða fyrirkomulagið á verðlaunaafhendingu segist Kristín ekki útiloka það. Kannski væri rétt að fá erlenda dómara til að taka þátt í ferlinu í auknum mæli. Þó má ætla að því fylgi aukinn kostnaður og tilstand. Ekki var þó á að henni að skilja að slíkar breytingar væru í farvatninu.Uppfært kl. 13:30 Kristín Eva vill bæta því við að sex dómarar sitji í hverri dómnefnd fyrir sig, sem dæmi að meðaltali 5 til 6 flokka. Því séu alltaf a.m.k. fimm dómarar sem dæma hvern flokk, sé einhver þeirra vanhæfur. Er þetta fyrirkomulag haft á til að auka enn frekar fyrrnefnda fagmennsku við dómararstörfi, að sögn Kristínar. „Við val á fólki í dómnefnd er passað einstaklega uppá að viðkomandi hafi sérþekkingu á viðfangsefninu, sé jafnt skipt eftir auglýsingastofum og hlutfalli sjálfstætt starfandi hönnuða. Einnig er passað uppá að kynjahlutfall sé jafnt. Við treystum á faglegt og heiðarlegt mat dómnefndarmeðlima og höfum farið að erlendum fyrirmyndum við þróun keppninnar,“ segir Kristín. HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Þessi hlutu viðurkenningar á FÍT-verðlaununum Glatt var á hjalla þegar FÍT-verðlaunin, viðurkenningar Félags íslenskra teiknara, voru afhent í Tjarnarbíói á dögunum 4. apríl 2019 15:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira
Ómögulegt er að koma í veg fyrir að dómnefndarmeðlimir veiti sjálfum sér viðurkenningar á FÍT-verðlaununum, að mati formanns Félags íslenskra teiknara. Geirinn sé einfaldlega fámennur á Íslandi og mikil skörun innan hans. Engu að síður sé reynt að standa faglega að dómnefndarstörfunum og víki dómarar t.a.m. þegar verk þeirra eru tekin til umfjöllunar. FÍT-verðlaunin voru veitt í Tjarnarbíói í liðinni viku. Þau eru veitt árlega og er þeim ætlað að fanga það besta í grafískri hönnun og myndskreytingum á Íslandi. Veitt voru verðlaun í 21 flokki í ár og birti Vísir lista yfir alla verðlaunahafa í gær.Sjá einnig: Þessi hlutu viðurkenningar á FÍT-verðlaununum Í aðdraganda verðlaunahátíðarinnar var gefið út veglegt rit þar sem greint var frá öllum verðlaunahöfum, dómnefndum, þeim sem hlutu viðurkenningar og tilnefningar í flokkunum 21. Ritið má nálgast hér. Athygli vekur að í sex flokkum eru dómnefndarmeðlimir ýmist tilnefndir eða hljóta viðurkenningar - jafnvel fyrstu verðlaun í flokkunum sem þeir voru sjálfir að dæma.Kristín Eva Ólafsdóttir með hluta þeirra 370 verka sem send voru inn í FÍT-verðlaunin í ár.MAGNÚS ELVAR JÓNSSONKristín Eva Ólafsdóttir, formaður Félags íslenskra teiknara, segir þess stöðu ekki vera einsdæmi. „Þetta kemur fyrir á hverju ári.“ Ástæðan sé í raun einföld. Starfsstétt teiknara á sviði grafískrar hönnunar, auglýsinga- og myndskreytinga sé fámenn á Íslandi. Auglýsingastofur séu að sama skapi ekki margar og því erfitt að komast hjá þeirri miklu skörun sem er innan stéttarinnar. Þannig segir Kristín hvimleitt að fólkið sem er, reynslu og þekkingar sinnar vegna, best til þess fallið að sitja í dómnefndum sé einnig mikið hæfileikafólk á sínu sviði og eigi því fyllilega skilið að hljóta tilnefningar. „Verðlaunahafarnir eru því alltaf vel að viðurkenningum sínum komnir, ef ekki þá yrði allt vitlaust,“ segir Kristín. Þrátt fyrir að Vísir hafi heyrt af óánægju með þetta fyrirkomulag frá ósáttum hönnuðum þá virðist engu að síður ríkja sátt um tilhögun FÍT-verðlaunaafhendingarinnar. Kristín undirstrikar að reynt sé að sinna dómarastörfunum af mikilli fagmennsku. Þannig þurfi dómnefndarmeðlimir ætíð af yfirgefa fundarherbergið þegar nefndin tekur verk þeirra fyrir. Aðspurð um hvort þetta fámenni gefi hreinlega ekki tilefni til að endurskoða fyrirkomulagið á verðlaunaafhendingu segist Kristín ekki útiloka það. Kannski væri rétt að fá erlenda dómara til að taka þátt í ferlinu í auknum mæli. Þó má ætla að því fylgi aukinn kostnaður og tilstand. Ekki var þó á að henni að skilja að slíkar breytingar væru í farvatninu.Uppfært kl. 13:30 Kristín Eva vill bæta því við að sex dómarar sitji í hverri dómnefnd fyrir sig, sem dæmi að meðaltali 5 til 6 flokka. Því séu alltaf a.m.k. fimm dómarar sem dæma hvern flokk, sé einhver þeirra vanhæfur. Er þetta fyrirkomulag haft á til að auka enn frekar fyrrnefnda fagmennsku við dómararstörfi, að sögn Kristínar. „Við val á fólki í dómnefnd er passað einstaklega uppá að viðkomandi hafi sérþekkingu á viðfangsefninu, sé jafnt skipt eftir auglýsingastofum og hlutfalli sjálfstætt starfandi hönnuða. Einnig er passað uppá að kynjahlutfall sé jafnt. Við treystum á faglegt og heiðarlegt mat dómnefndarmeðlima og höfum farið að erlendum fyrirmyndum við þróun keppninnar,“ segir Kristín.
HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Þessi hlutu viðurkenningar á FÍT-verðlaununum Glatt var á hjalla þegar FÍT-verðlaunin, viðurkenningar Félags íslenskra teiknara, voru afhent í Tjarnarbíói á dögunum 4. apríl 2019 15:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira
Þessi hlutu viðurkenningar á FÍT-verðlaununum Glatt var á hjalla þegar FÍT-verðlaunin, viðurkenningar Félags íslenskra teiknara, voru afhent í Tjarnarbíói á dögunum 4. apríl 2019 15:00