Yfirvöld Chicago ætla að höfða mál gegn Smollett Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2019 15:06 Jussie Smollett. AP/Paul Beaty Chicagoborg ætlar að höfða mál gegn leikaranum Jussie Smollett vegna kostnaðar við rannsókn á frásögn hans af barsmíðum sem hann sagðist hafa orðið fyrir í borginni. Yfirvöld borgarinnar kröfðust þess að hann greiddi 130 þúsund dali vegna málsins og leikarinn neitaði. Smollett sagði í janúar að ráðist hefði verið á hann og var talið að um hatursglæp hafi verið að ræða. Hann sagði klór hafa verið hellt yfir sig og að einn mannanna, sem hefði verið með rauða derhúfu, hefði barið sig, hreytt í sig illyrðum og sett snöru um háls hans. Þegar rannsókn málsins var komin vel á veg greindu fjölmiðlar vestanhafs frá því að talið væri árásin hefði verið sett á svið og að Smollett hefði greitt tveimur mönnum fyrir að ráðast á hann. Hann var svo sagður hafa sett árásina á svið og ákærður fyrir að ljúga að lögreglu. Ákæruliðirnir lagðir fram á hendur Smollett voru sextán talsins. Hann var sakaður um að hafa greitt bræðrunum Ola og Abel Osundairo fyrir að sviðsetja árásina. Markmiðið hafi verið að bæta feril hans. Allar ákærur gegn leikaranum voru óvænt felldar niður í síðasta mánuði og dómari innsiglaði málið, svo engar frekari upplýsingar hafa litið dagsins ljós. Í yfirlýsingu frá skrifstofu saksóknara í Cooksýslu, þar sem mál Smollett var til meðferðar, sagði að eftir að ítarlega skoðun, með tilliti til samfélagsþjónustu Smollett og samkomulags um að hann myndi gefa eftir þá tíu þúsund dali sem hann greiddi í tryggingu til Chicago-borgar, var talið að sanngjörn lausn væri komin í málið. Rahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, og Eddie Johnson, lögreglustjóri, voru vægast sagt ósáttir við ákvörðun saksóknaranna. Þeir héldu blaðamannafund þar sem þeir gagnrýndu Smollett harðlega og sögðu hann hafa svert orðspor borgarinnar. Sjá einnig: „Hefur þessi maður enga sómakennd?“ Tilkynnt var í gærkvöldi að borgaryfirvöld ætluðu sér að höfða mál gegn Smollett. Hann hafði verið krafinn um 130 þúsunda dala greiðslu vegna kostnaðar við yfirvinnu lögregluþjóna við rannsókn málsins og neitaði Smollett að greiða þá upphæð. Mark Geragos, lögmaður Smollett, hefur sent bréf til borgaryfirvalda í Chicago þar sem hann varar forsvarsmenn borgarinnar við því að höfða mál gegn Smollett. Hann segir að leikarinn muni ekki láta kúga sig til að greiða upphæðina, samkvæmt AP fréttaveitunni. Verði það gert segir Geragos að hann muni krefjast vitnisburðar borgarstjórans, lögreglustjórans og bræðranna sem sögðu lögreglunni að Smollett hefði greitt þeim fyrir að sviðsetja árásina. Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn með stöðu grunaðs manns Lögregla í Chicago hefur staðfest að leikarinn Jussie Smollett sé nú formlega með stöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, en hann er grunaður um að hafa logið að lögreglu. 20. febrúar 2019 23:30 Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00 Jussie Smollett klipptur út úr lokaþáttum Empire Leikarinn Jussie Smollett mun ekki koma fram í síðustu tveimur þáttum af Empire en þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum þáttanna. 22. febrúar 2019 16:01 Empire-leikarinn ákærður fyrir að sviðsetja árás á sjálfan sig Bandaríski leikarinn Jussie Smollett er ákærður í alls sautján liðum fyrir að hafa sviðsett á sig árás og að ljúga að lögreglunni við skýrslutöku. 9. mars 2019 11:07 Borgarstjóri Chicago reiður Jussie Smollett: „Hefur þessi maður enga sómakennd?“ Rahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, var vægast sagt ósáttur við að ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett væru felldar niður. 26. mars 2019 22:02 Ákærurnar gegn Jussie Smollett felldar niður Allar ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett hafa verið felldar niður. Lögmenn hans lýstu því yfir fyrir skömmu. 26. mars 2019 15:21 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Chicagoborg ætlar að höfða mál gegn leikaranum Jussie Smollett vegna kostnaðar við rannsókn á frásögn hans af barsmíðum sem hann sagðist hafa orðið fyrir í borginni. Yfirvöld borgarinnar kröfðust þess að hann greiddi 130 þúsund dali vegna málsins og leikarinn neitaði. Smollett sagði í janúar að ráðist hefði verið á hann og var talið að um hatursglæp hafi verið að ræða. Hann sagði klór hafa verið hellt yfir sig og að einn mannanna, sem hefði verið með rauða derhúfu, hefði barið sig, hreytt í sig illyrðum og sett snöru um háls hans. Þegar rannsókn málsins var komin vel á veg greindu fjölmiðlar vestanhafs frá því að talið væri árásin hefði verið sett á svið og að Smollett hefði greitt tveimur mönnum fyrir að ráðast á hann. Hann var svo sagður hafa sett árásina á svið og ákærður fyrir að ljúga að lögreglu. Ákæruliðirnir lagðir fram á hendur Smollett voru sextán talsins. Hann var sakaður um að hafa greitt bræðrunum Ola og Abel Osundairo fyrir að sviðsetja árásina. Markmiðið hafi verið að bæta feril hans. Allar ákærur gegn leikaranum voru óvænt felldar niður í síðasta mánuði og dómari innsiglaði málið, svo engar frekari upplýsingar hafa litið dagsins ljós. Í yfirlýsingu frá skrifstofu saksóknara í Cooksýslu, þar sem mál Smollett var til meðferðar, sagði að eftir að ítarlega skoðun, með tilliti til samfélagsþjónustu Smollett og samkomulags um að hann myndi gefa eftir þá tíu þúsund dali sem hann greiddi í tryggingu til Chicago-borgar, var talið að sanngjörn lausn væri komin í málið. Rahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, og Eddie Johnson, lögreglustjóri, voru vægast sagt ósáttir við ákvörðun saksóknaranna. Þeir héldu blaðamannafund þar sem þeir gagnrýndu Smollett harðlega og sögðu hann hafa svert orðspor borgarinnar. Sjá einnig: „Hefur þessi maður enga sómakennd?“ Tilkynnt var í gærkvöldi að borgaryfirvöld ætluðu sér að höfða mál gegn Smollett. Hann hafði verið krafinn um 130 þúsunda dala greiðslu vegna kostnaðar við yfirvinnu lögregluþjóna við rannsókn málsins og neitaði Smollett að greiða þá upphæð. Mark Geragos, lögmaður Smollett, hefur sent bréf til borgaryfirvalda í Chicago þar sem hann varar forsvarsmenn borgarinnar við því að höfða mál gegn Smollett. Hann segir að leikarinn muni ekki láta kúga sig til að greiða upphæðina, samkvæmt AP fréttaveitunni. Verði það gert segir Geragos að hann muni krefjast vitnisburðar borgarstjórans, lögreglustjórans og bræðranna sem sögðu lögreglunni að Smollett hefði greitt þeim fyrir að sviðsetja árásina.
Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn með stöðu grunaðs manns Lögregla í Chicago hefur staðfest að leikarinn Jussie Smollett sé nú formlega með stöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, en hann er grunaður um að hafa logið að lögreglu. 20. febrúar 2019 23:30 Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00 Jussie Smollett klipptur út úr lokaþáttum Empire Leikarinn Jussie Smollett mun ekki koma fram í síðustu tveimur þáttum af Empire en þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum þáttanna. 22. febrúar 2019 16:01 Empire-leikarinn ákærður fyrir að sviðsetja árás á sjálfan sig Bandaríski leikarinn Jussie Smollett er ákærður í alls sautján liðum fyrir að hafa sviðsett á sig árás og að ljúga að lögreglunni við skýrslutöku. 9. mars 2019 11:07 Borgarstjóri Chicago reiður Jussie Smollett: „Hefur þessi maður enga sómakennd?“ Rahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, var vægast sagt ósáttur við að ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett væru felldar niður. 26. mars 2019 22:02 Ákærurnar gegn Jussie Smollett felldar niður Allar ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett hafa verið felldar niður. Lögmenn hans lýstu því yfir fyrir skömmu. 26. mars 2019 15:21 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Empire-leikarinn með stöðu grunaðs manns Lögregla í Chicago hefur staðfest að leikarinn Jussie Smollett sé nú formlega með stöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, en hann er grunaður um að hafa logið að lögreglu. 20. febrúar 2019 23:30
Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00
Jussie Smollett klipptur út úr lokaþáttum Empire Leikarinn Jussie Smollett mun ekki koma fram í síðustu tveimur þáttum af Empire en þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum þáttanna. 22. febrúar 2019 16:01
Empire-leikarinn ákærður fyrir að sviðsetja árás á sjálfan sig Bandaríski leikarinn Jussie Smollett er ákærður í alls sautján liðum fyrir að hafa sviðsett á sig árás og að ljúga að lögreglunni við skýrslutöku. 9. mars 2019 11:07
Borgarstjóri Chicago reiður Jussie Smollett: „Hefur þessi maður enga sómakennd?“ Rahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, var vægast sagt ósáttur við að ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett væru felldar niður. 26. mars 2019 22:02
Ákærurnar gegn Jussie Smollett felldar niður Allar ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett hafa verið felldar niður. Lögmenn hans lýstu því yfir fyrir skömmu. 26. mars 2019 15:21