Yfirvöld Chicago ætla að höfða mál gegn Smollett Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2019 15:06 Jussie Smollett. AP/Paul Beaty Chicagoborg ætlar að höfða mál gegn leikaranum Jussie Smollett vegna kostnaðar við rannsókn á frásögn hans af barsmíðum sem hann sagðist hafa orðið fyrir í borginni. Yfirvöld borgarinnar kröfðust þess að hann greiddi 130 þúsund dali vegna málsins og leikarinn neitaði. Smollett sagði í janúar að ráðist hefði verið á hann og var talið að um hatursglæp hafi verið að ræða. Hann sagði klór hafa verið hellt yfir sig og að einn mannanna, sem hefði verið með rauða derhúfu, hefði barið sig, hreytt í sig illyrðum og sett snöru um háls hans. Þegar rannsókn málsins var komin vel á veg greindu fjölmiðlar vestanhafs frá því að talið væri árásin hefði verið sett á svið og að Smollett hefði greitt tveimur mönnum fyrir að ráðast á hann. Hann var svo sagður hafa sett árásina á svið og ákærður fyrir að ljúga að lögreglu. Ákæruliðirnir lagðir fram á hendur Smollett voru sextán talsins. Hann var sakaður um að hafa greitt bræðrunum Ola og Abel Osundairo fyrir að sviðsetja árásina. Markmiðið hafi verið að bæta feril hans. Allar ákærur gegn leikaranum voru óvænt felldar niður í síðasta mánuði og dómari innsiglaði málið, svo engar frekari upplýsingar hafa litið dagsins ljós. Í yfirlýsingu frá skrifstofu saksóknara í Cooksýslu, þar sem mál Smollett var til meðferðar, sagði að eftir að ítarlega skoðun, með tilliti til samfélagsþjónustu Smollett og samkomulags um að hann myndi gefa eftir þá tíu þúsund dali sem hann greiddi í tryggingu til Chicago-borgar, var talið að sanngjörn lausn væri komin í málið. Rahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, og Eddie Johnson, lögreglustjóri, voru vægast sagt ósáttir við ákvörðun saksóknaranna. Þeir héldu blaðamannafund þar sem þeir gagnrýndu Smollett harðlega og sögðu hann hafa svert orðspor borgarinnar. Sjá einnig: „Hefur þessi maður enga sómakennd?“ Tilkynnt var í gærkvöldi að borgaryfirvöld ætluðu sér að höfða mál gegn Smollett. Hann hafði verið krafinn um 130 þúsunda dala greiðslu vegna kostnaðar við yfirvinnu lögregluþjóna við rannsókn málsins og neitaði Smollett að greiða þá upphæð. Mark Geragos, lögmaður Smollett, hefur sent bréf til borgaryfirvalda í Chicago þar sem hann varar forsvarsmenn borgarinnar við því að höfða mál gegn Smollett. Hann segir að leikarinn muni ekki láta kúga sig til að greiða upphæðina, samkvæmt AP fréttaveitunni. Verði það gert segir Geragos að hann muni krefjast vitnisburðar borgarstjórans, lögreglustjórans og bræðranna sem sögðu lögreglunni að Smollett hefði greitt þeim fyrir að sviðsetja árásina. Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn með stöðu grunaðs manns Lögregla í Chicago hefur staðfest að leikarinn Jussie Smollett sé nú formlega með stöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, en hann er grunaður um að hafa logið að lögreglu. 20. febrúar 2019 23:30 Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00 Jussie Smollett klipptur út úr lokaþáttum Empire Leikarinn Jussie Smollett mun ekki koma fram í síðustu tveimur þáttum af Empire en þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum þáttanna. 22. febrúar 2019 16:01 Empire-leikarinn ákærður fyrir að sviðsetja árás á sjálfan sig Bandaríski leikarinn Jussie Smollett er ákærður í alls sautján liðum fyrir að hafa sviðsett á sig árás og að ljúga að lögreglunni við skýrslutöku. 9. mars 2019 11:07 Borgarstjóri Chicago reiður Jussie Smollett: „Hefur þessi maður enga sómakennd?“ Rahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, var vægast sagt ósáttur við að ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett væru felldar niður. 26. mars 2019 22:02 Ákærurnar gegn Jussie Smollett felldar niður Allar ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett hafa verið felldar niður. Lögmenn hans lýstu því yfir fyrir skömmu. 26. mars 2019 15:21 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Chicagoborg ætlar að höfða mál gegn leikaranum Jussie Smollett vegna kostnaðar við rannsókn á frásögn hans af barsmíðum sem hann sagðist hafa orðið fyrir í borginni. Yfirvöld borgarinnar kröfðust þess að hann greiddi 130 þúsund dali vegna málsins og leikarinn neitaði. Smollett sagði í janúar að ráðist hefði verið á hann og var talið að um hatursglæp hafi verið að ræða. Hann sagði klór hafa verið hellt yfir sig og að einn mannanna, sem hefði verið með rauða derhúfu, hefði barið sig, hreytt í sig illyrðum og sett snöru um háls hans. Þegar rannsókn málsins var komin vel á veg greindu fjölmiðlar vestanhafs frá því að talið væri árásin hefði verið sett á svið og að Smollett hefði greitt tveimur mönnum fyrir að ráðast á hann. Hann var svo sagður hafa sett árásina á svið og ákærður fyrir að ljúga að lögreglu. Ákæruliðirnir lagðir fram á hendur Smollett voru sextán talsins. Hann var sakaður um að hafa greitt bræðrunum Ola og Abel Osundairo fyrir að sviðsetja árásina. Markmiðið hafi verið að bæta feril hans. Allar ákærur gegn leikaranum voru óvænt felldar niður í síðasta mánuði og dómari innsiglaði málið, svo engar frekari upplýsingar hafa litið dagsins ljós. Í yfirlýsingu frá skrifstofu saksóknara í Cooksýslu, þar sem mál Smollett var til meðferðar, sagði að eftir að ítarlega skoðun, með tilliti til samfélagsþjónustu Smollett og samkomulags um að hann myndi gefa eftir þá tíu þúsund dali sem hann greiddi í tryggingu til Chicago-borgar, var talið að sanngjörn lausn væri komin í málið. Rahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, og Eddie Johnson, lögreglustjóri, voru vægast sagt ósáttir við ákvörðun saksóknaranna. Þeir héldu blaðamannafund þar sem þeir gagnrýndu Smollett harðlega og sögðu hann hafa svert orðspor borgarinnar. Sjá einnig: „Hefur þessi maður enga sómakennd?“ Tilkynnt var í gærkvöldi að borgaryfirvöld ætluðu sér að höfða mál gegn Smollett. Hann hafði verið krafinn um 130 þúsunda dala greiðslu vegna kostnaðar við yfirvinnu lögregluþjóna við rannsókn málsins og neitaði Smollett að greiða þá upphæð. Mark Geragos, lögmaður Smollett, hefur sent bréf til borgaryfirvalda í Chicago þar sem hann varar forsvarsmenn borgarinnar við því að höfða mál gegn Smollett. Hann segir að leikarinn muni ekki láta kúga sig til að greiða upphæðina, samkvæmt AP fréttaveitunni. Verði það gert segir Geragos að hann muni krefjast vitnisburðar borgarstjórans, lögreglustjórans og bræðranna sem sögðu lögreglunni að Smollett hefði greitt þeim fyrir að sviðsetja árásina.
Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn með stöðu grunaðs manns Lögregla í Chicago hefur staðfest að leikarinn Jussie Smollett sé nú formlega með stöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, en hann er grunaður um að hafa logið að lögreglu. 20. febrúar 2019 23:30 Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00 Jussie Smollett klipptur út úr lokaþáttum Empire Leikarinn Jussie Smollett mun ekki koma fram í síðustu tveimur þáttum af Empire en þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum þáttanna. 22. febrúar 2019 16:01 Empire-leikarinn ákærður fyrir að sviðsetja árás á sjálfan sig Bandaríski leikarinn Jussie Smollett er ákærður í alls sautján liðum fyrir að hafa sviðsett á sig árás og að ljúga að lögreglunni við skýrslutöku. 9. mars 2019 11:07 Borgarstjóri Chicago reiður Jussie Smollett: „Hefur þessi maður enga sómakennd?“ Rahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, var vægast sagt ósáttur við að ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett væru felldar niður. 26. mars 2019 22:02 Ákærurnar gegn Jussie Smollett felldar niður Allar ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett hafa verið felldar niður. Lögmenn hans lýstu því yfir fyrir skömmu. 26. mars 2019 15:21 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Empire-leikarinn með stöðu grunaðs manns Lögregla í Chicago hefur staðfest að leikarinn Jussie Smollett sé nú formlega með stöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, en hann er grunaður um að hafa logið að lögreglu. 20. febrúar 2019 23:30
Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00
Jussie Smollett klipptur út úr lokaþáttum Empire Leikarinn Jussie Smollett mun ekki koma fram í síðustu tveimur þáttum af Empire en þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum þáttanna. 22. febrúar 2019 16:01
Empire-leikarinn ákærður fyrir að sviðsetja árás á sjálfan sig Bandaríski leikarinn Jussie Smollett er ákærður í alls sautján liðum fyrir að hafa sviðsett á sig árás og að ljúga að lögreglunni við skýrslutöku. 9. mars 2019 11:07
Borgarstjóri Chicago reiður Jussie Smollett: „Hefur þessi maður enga sómakennd?“ Rahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, var vægast sagt ósáttur við að ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett væru felldar niður. 26. mars 2019 22:02
Ákærurnar gegn Jussie Smollett felldar niður Allar ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett hafa verið felldar niður. Lögmenn hans lýstu því yfir fyrir skömmu. 26. mars 2019 15:21