Gunnar Bragi farinn í leyfi frá þingstörfum Andri Eysteinsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. apríl 2019 18:29 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. vísir/vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, er farinn í leyfi frá þingstörfum. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu og hefur Vísir fengið þetta staðfest. Þingmaðurinn sendi tilkynningu um leyfið með tölvupósti til formanna og þingflokkformanna nokkurra flokka á Alþingi á fimmta tímanum í dag en þar kom hvorki fram hvers vegna hann fer í leyfi frá störfum né hversu langt leyfi hann hyggst taka sér. Fram kemur í tölvupóstinum að þau Þorsteinn Sæmundsson og Anna Kolbrún Árnadóttir muni leysa hann af sem þingflokksformann þar til Bergþór Ólason kemur heim en hann er erlendis. Ekki hefur náðst í Gunnar Braga vegna málsins og Þorsteinn sagðist í samtali við Vísi hvorki kunna skýringar á því hvers vegna samflokksmaður hans væri farinn í leyfi né hversu lengi hann hyggst vera frá. Þorsteinn sagðist hins vegar búast við því að halda á þingflokksformennskunni í byrjun næstu viku þar sem Anna Kolbrún er í embættiserindum erlendis. Þá mun varaþingmaður koma inn fyrir Gunnar Braga á mánudaginn en það er Una María Óskarsdóttir. Í samtali við Vísi segir hún ekki ljóst hversu lengi hún verður á þingi og þá kvaðst hún ekki vita hvers vegna Gunnar Bragi tekur sér leyfi.Gunnar Bragi er einn þingmannanna sex sem sátu á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum og létu ýmis óviðeigandi ummæli falla um samstarfsmenn sína á þingi og aðra nafntogaða einstaklinga í þjóðfélaginu. Í kjölfar þess að upptökurnar af samræðum þingmannanna á Klaustur voru opinberaðar fór Gunnar Bragi í ótímabundið launalaust leyfi frá þingstörfum. Hann settist aftur á þing í janúar síðastliðnum en gerði ekki boð á undan sér, frekar en Bergþór sem einnig hafði farið í ótímabundið leyfi. Mörgum þingmönnum var brugðið við að sjá þá snúa aftur. Þar á meðal var Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, en hún fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins í samræðum þeirra á Klaustur.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis. 26. mars 2019 23:06 Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Gunnar Bragi sakar Femínistafélag HÍ og Kvenréttindafélag Íslands um rógburð og einelti Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, afþakkaði boð Femínistafélags Háskóla Íslands um þátttöku á málþingi um frjósemisfrelsi íslenskra kvenna. 27. mars 2019 17:58 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, er farinn í leyfi frá þingstörfum. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu og hefur Vísir fengið þetta staðfest. Þingmaðurinn sendi tilkynningu um leyfið með tölvupósti til formanna og þingflokkformanna nokkurra flokka á Alþingi á fimmta tímanum í dag en þar kom hvorki fram hvers vegna hann fer í leyfi frá störfum né hversu langt leyfi hann hyggst taka sér. Fram kemur í tölvupóstinum að þau Þorsteinn Sæmundsson og Anna Kolbrún Árnadóttir muni leysa hann af sem þingflokksformann þar til Bergþór Ólason kemur heim en hann er erlendis. Ekki hefur náðst í Gunnar Braga vegna málsins og Þorsteinn sagðist í samtali við Vísi hvorki kunna skýringar á því hvers vegna samflokksmaður hans væri farinn í leyfi né hversu lengi hann hyggst vera frá. Þorsteinn sagðist hins vegar búast við því að halda á þingflokksformennskunni í byrjun næstu viku þar sem Anna Kolbrún er í embættiserindum erlendis. Þá mun varaþingmaður koma inn fyrir Gunnar Braga á mánudaginn en það er Una María Óskarsdóttir. Í samtali við Vísi segir hún ekki ljóst hversu lengi hún verður á þingi og þá kvaðst hún ekki vita hvers vegna Gunnar Bragi tekur sér leyfi.Gunnar Bragi er einn þingmannanna sex sem sátu á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum og létu ýmis óviðeigandi ummæli falla um samstarfsmenn sína á þingi og aðra nafntogaða einstaklinga í þjóðfélaginu. Í kjölfar þess að upptökurnar af samræðum þingmannanna á Klaustur voru opinberaðar fór Gunnar Bragi í ótímabundið launalaust leyfi frá þingstörfum. Hann settist aftur á þing í janúar síðastliðnum en gerði ekki boð á undan sér, frekar en Bergþór sem einnig hafði farið í ótímabundið leyfi. Mörgum þingmönnum var brugðið við að sjá þá snúa aftur. Þar á meðal var Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, en hún fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins í samræðum þeirra á Klaustur.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis. 26. mars 2019 23:06 Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Gunnar Bragi sakar Femínistafélag HÍ og Kvenréttindafélag Íslands um rógburð og einelti Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, afþakkaði boð Femínistafélags Háskóla Íslands um þátttöku á málþingi um frjósemisfrelsi íslenskra kvenna. 27. mars 2019 17:58 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis. 26. mars 2019 23:06
Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41
Gunnar Bragi sakar Femínistafélag HÍ og Kvenréttindafélag Íslands um rógburð og einelti Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, afþakkaði boð Femínistafélags Háskóla Íslands um þátttöku á málþingi um frjósemisfrelsi íslenskra kvenna. 27. mars 2019 17:58