Innlent

Hámarkshraði lækkaður víða í Vesturbænum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest lækkun hámarkshraða á Hringbraut, Hofsvallagötu, Birkimel, Hagatorgi og víðar í Vesturbænum.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest lækkun hámarkshraða á Hringbraut, Hofsvallagötu, Birkimel, Hagatorgi og víðar í Vesturbænum. Vísir/hvati
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest lækkun hámarkshraða á Hringbraut, Hofsvallagötu, Birkimel, Hagatorgi og víðar í Vesturbænum.

Að fengnum tillögum umverfis-og skipulagssviðs Reykjavíkur borgar ákvað lögreglustjórinn að hámarkshraði á Hringbraut milli Sæmundargötu og Ánanausta verði 40 km/klst, hámarkshraði á Hofsvallagötu milli Hringbrautar og Ægissíðu, á Ægissíðu, Nesvegi milli Kaplaskjólsvegar og Granaskjóls/Sörlaskjóls verði 40 km/klst.

Þá verði hámarkshraði 30 km/klst á Arngrímsgötu, Birkimel, Brynjólfsgötu, Guðbrandsgötu og Hagatorg.

Umferðaröryggi við Hringbraut komst í hámæli eftir að keyrt var á 13 ára skólastúlku þann 9. janúar síðastliðinn. Íbúar í Vesturbænum létu í ljós áhyggjur sínar í kjölfar slyssins og kröfðust úrbóta.

Reykjavíkurborg fundaði í kjölfarið með fulltrúum Vegagerðarinnar, lögreglu og íbúum til að ræða umferðaröryggi í Vesturbænum.





Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir það mikið fagnaðarefni að búið sé að lækka hámarkshraðann. Ákvörðunin hafi verið ávöxtur samstarfs íbúa, Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og lögreglu. „Öruggari götur auka lífsgæði = betri borg,“ skrifar borgarstjórinn á Twitter.


Tengdar fréttir

Funda í dag um öryggi á Hringbraut

Fulltrúar Íbúasamtaka Vesturbæjar, Vegagerðarinnar, lögreglunnar og Samgöngustofu mæta á samráðsfund sem Reykjavíkurborg hefur boðað til síðdegis í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×