Landeigandi á Kjalarnesi hefur ekkert heyrt frá Vegagerðinni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. apríl 2019 12:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Egill Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að eftir bestu vitund gangi vel að semja við landeigendur um breikkun Vesturlandsvegar um Kjalanes. Landeigandi sem á stórt land að vegi hefur þó ekkert heyrt frá Vegagerðinni. Hún vonar að ráðið verði úr samskiptaleysi svo hægt sé að ráðast í framkvæmdir sem fyrst. Fram kom í fréttum okkar fyrir stuttu að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verkefnisins næstu tvö ár verður skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Formaður bæjarráðs Akraness lýsti yfir miklum vonbrigðum með frestunina en hún segir að bæjarstjórnin hafi lagt mikla áherslu á að framkvæmdir hefjist sem fyrst, enda sé vegurinn hættulegur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að eftir bestu vitund gangi vel að semja við landeigendur. „Já það var mikil pressa á að hefja framkvæmdir strax í fyrravetur. Þá kom í ljós að hvorki skipulag var klárt sem var síðan unnið í framhaldinu, né heldur samningar við landeigendur sem þó voru hafnir. Þannig ég veit ekki annað en að það gangi vel,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Hjördís Gissurardóttir, landeigandi á Kjalarnesi, hefur þó ekkert heyrt frá Vegagerðinni. Augljóst sé að samskiptaleysi sé uppi. Enginn hafi haft samband við hana sem landeiganda. „Það hefur ekkert verið talað, að mér vitandi, við neina Kjalnesinga eða neina hér á leiðinni, alla vega ekki við okkur sem eigum stórt land hér að vegi,“ sagði Hjördís Gissurardóttir. Hún bíður nú eftir að haft verið samband svo hægt sé að ráðast í framkvæmdir sem fyrst. „Auðvitað vilja allir hér á Kjalanesinu jafn sem Akurnesingar, Borgnesingar og allar nærsveitir fá veg hér sem á að standa undir öryggi. Það held ég að sé ekki nokkur vafi á því. Það er bara skylda þjóðfélagsins,“ sagði Hjördís Gissurardóttir.Frá Vesturlandsvegi um Kjalarnes.Vísir/Arnar Halldórsson Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46 Landeigendur undrast að rekja megi seinkun á breikkun Vesturlandsvegar til þeirra Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. 2. febrúar 2019 19:45 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að eftir bestu vitund gangi vel að semja við landeigendur um breikkun Vesturlandsvegar um Kjalanes. Landeigandi sem á stórt land að vegi hefur þó ekkert heyrt frá Vegagerðinni. Hún vonar að ráðið verði úr samskiptaleysi svo hægt sé að ráðast í framkvæmdir sem fyrst. Fram kom í fréttum okkar fyrir stuttu að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verkefnisins næstu tvö ár verður skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Formaður bæjarráðs Akraness lýsti yfir miklum vonbrigðum með frestunina en hún segir að bæjarstjórnin hafi lagt mikla áherslu á að framkvæmdir hefjist sem fyrst, enda sé vegurinn hættulegur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að eftir bestu vitund gangi vel að semja við landeigendur. „Já það var mikil pressa á að hefja framkvæmdir strax í fyrravetur. Þá kom í ljós að hvorki skipulag var klárt sem var síðan unnið í framhaldinu, né heldur samningar við landeigendur sem þó voru hafnir. Þannig ég veit ekki annað en að það gangi vel,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Hjördís Gissurardóttir, landeigandi á Kjalarnesi, hefur þó ekkert heyrt frá Vegagerðinni. Augljóst sé að samskiptaleysi sé uppi. Enginn hafi haft samband við hana sem landeiganda. „Það hefur ekkert verið talað, að mér vitandi, við neina Kjalnesinga eða neina hér á leiðinni, alla vega ekki við okkur sem eigum stórt land hér að vegi,“ sagði Hjördís Gissurardóttir. Hún bíður nú eftir að haft verið samband svo hægt sé að ráðast í framkvæmdir sem fyrst. „Auðvitað vilja allir hér á Kjalanesinu jafn sem Akurnesingar, Borgnesingar og allar nærsveitir fá veg hér sem á að standa undir öryggi. Það held ég að sé ekki nokkur vafi á því. Það er bara skylda þjóðfélagsins,“ sagði Hjördís Gissurardóttir.Frá Vesturlandsvegi um Kjalarnes.Vísir/Arnar Halldórsson
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46 Landeigendur undrast að rekja megi seinkun á breikkun Vesturlandsvegar til þeirra Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. 2. febrúar 2019 19:45 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46
Landeigendur undrast að rekja megi seinkun á breikkun Vesturlandsvegar til þeirra Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. 2. febrúar 2019 19:45