Ríkið sýni gott fordæmi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 8. apríl 2019 07:00 Vitund fólks um loftslagsbreytingar hefur stóraukist á skömmum tíma. Það er mikilvægt hreyfiafl. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á loftslagslögum þar sem gert verður að skyldu að Stjórnarráðið, stofnanir hins opinbera og öll fyrirtæki í ríkiseigu setji sér loftslagsstefnu og grípi til aðgerða til að draga úr losun og kolefnisjafna starfsemi sína þannig að þau nái kolefnishlutleysi. Þetta markar tímamót. Það er mikilvægt að hið opinbera sýni skýrt og jákvætt fordæmi í loftslagsmálum. Síðastliðna mánuði hefur vinna staðið yfir við loftslagsstefnu Stjórnarráðsins og á morgun leggjum við forsætisráðherra hana fyrir ríkisstjórn. Verði loftslagsfrumvarpið að lögum verður fest í lög sú skylda ráðherra að láta vinna áætlun um aðlögun íslensks samfélags að loftslagsbreytingum á grundvelli bestu vísindalegrar þekkingar. Aðlögunaráætlun hefur ekki áður verið unnin fyrir Ísland en á þessu verður nú breyting og málið tekið föstum tökum. Í frumvarpinu er í fyrsta skipti kveðið á um loftslagsráð í lögum og að gerðar skuli vísindaskýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á náttúrufar og samfélag. Þær skulu m.a. taka mið af reglulegum úttektarskýrslum Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC), og nýjustu og bestu upplýsingum um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi hverju sinni. Stóra verkefnið er auðvitað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og binda það sem út af stendur með margvíslegum aðgerðum. Til þess þarf skýr markmið og aðgerðir. Mikilvægum aðgerðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda hefur þegar verið hrint í framkvæmd. Nú er sem dæmi skylt að gera ráð fyrir hleðslu rafbíla við allt nýbyggt húsnæði á landinu, kolefnisgjald hefur verið hækkað og Skipulagsstofnun vinnur að viðauka við Landsskipulagsstefnu þar sem flétta á loftslagsmálum inn í skipulag. Meðal stærstu verkefna þessar vikurnar er síðan stofnun Loftslagssjóðs í samvinnu við Rannís, vinna við áætlanir um kolefnisbindingu og nánari útfærsla varðandi orkuskipti í samgöngum. Stjórnvöld hafa tekið loftslagsmálin föstum tökum og svara kalli almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Vitund fólks um loftslagsbreytingar hefur stóraukist á skömmum tíma. Það er mikilvægt hreyfiafl. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á loftslagslögum þar sem gert verður að skyldu að Stjórnarráðið, stofnanir hins opinbera og öll fyrirtæki í ríkiseigu setji sér loftslagsstefnu og grípi til aðgerða til að draga úr losun og kolefnisjafna starfsemi sína þannig að þau nái kolefnishlutleysi. Þetta markar tímamót. Það er mikilvægt að hið opinbera sýni skýrt og jákvætt fordæmi í loftslagsmálum. Síðastliðna mánuði hefur vinna staðið yfir við loftslagsstefnu Stjórnarráðsins og á morgun leggjum við forsætisráðherra hana fyrir ríkisstjórn. Verði loftslagsfrumvarpið að lögum verður fest í lög sú skylda ráðherra að láta vinna áætlun um aðlögun íslensks samfélags að loftslagsbreytingum á grundvelli bestu vísindalegrar þekkingar. Aðlögunaráætlun hefur ekki áður verið unnin fyrir Ísland en á þessu verður nú breyting og málið tekið föstum tökum. Í frumvarpinu er í fyrsta skipti kveðið á um loftslagsráð í lögum og að gerðar skuli vísindaskýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á náttúrufar og samfélag. Þær skulu m.a. taka mið af reglulegum úttektarskýrslum Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC), og nýjustu og bestu upplýsingum um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi hverju sinni. Stóra verkefnið er auðvitað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og binda það sem út af stendur með margvíslegum aðgerðum. Til þess þarf skýr markmið og aðgerðir. Mikilvægum aðgerðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda hefur þegar verið hrint í framkvæmd. Nú er sem dæmi skylt að gera ráð fyrir hleðslu rafbíla við allt nýbyggt húsnæði á landinu, kolefnisgjald hefur verið hækkað og Skipulagsstofnun vinnur að viðauka við Landsskipulagsstefnu þar sem flétta á loftslagsmálum inn í skipulag. Meðal stærstu verkefna þessar vikurnar er síðan stofnun Loftslagssjóðs í samvinnu við Rannís, vinna við áætlanir um kolefnisbindingu og nánari útfærsla varðandi orkuskipti í samgöngum. Stjórnvöld hafa tekið loftslagsmálin föstum tökum og svara kalli almennings.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun