Kátt í höllinni hjá Landsbankafólki Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. apríl 2019 07:00 Árshátíð Landsbankans fór fram í Laugardalshöll á laugardagskvöldið. vísir/vilhelm Það var mikið um dýrðir þegar starfsfólk Landsbankans gerði sér glaðan dag í Laugardalshöllinni á laugardagskvöld. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins fóru hátíðarhöldin vel fram og afar góður rómur gerður að bæði veitingum og skemmtiatriðum. Leikararnir og grínistarnir Saga Garðarsdóttir og Dóri DNA voru veislustjórar. Boðið var upp á veislumat og frítt léttvín og bjór fyrir gesti meðan á borðhaldi stóð. Óhætt er að segja að stórskotalið íslenskra söngvara hafi troðið upp. Stórsöngvararnir Friðrik Dór og Jóhanna Guðrún sungu af sinni alkunnu snilld. JóiPé og Króli komu fram. Ekki síðri lukku vöktu Magni Ásgeirsson og sjálfur Beggi í Sóldögg, Bergsveinn Arilíusson, sem kom óvænt fram. Sannkölluð sveitaballabomba þar. Heldri gestir kunnu þá að meta frammistöðu Magnúsar Þórs Sigmundssonar og Jóhanns Helgasonar og loks lokaði hinn eini sanni Helgi Björnsson dagskránni við rífandi undirtektir bankastarfsmanna. Í tilefni árshátíðarinnar var í Laugardalshöllinni settur upp sérstakur karókísalur þar sem þær Þórunn Antonía Magnúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir stjórnuðu för. „Þetta var rosaleg árshátíð,“ segir einn gestanna sem gekk hratt um gleðinnar dyr á hátíðinni í samtali við Fréttablaðið á sunnudag, en baðst undan því að vera nafngreindur. Samkvæmt upplýsingum blaðsins var hátíðin í boði starfsmannafélags bankans en greiða þurfti fyrir miða maka. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Það var mikið um dýrðir þegar starfsfólk Landsbankans gerði sér glaðan dag í Laugardalshöllinni á laugardagskvöld. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins fóru hátíðarhöldin vel fram og afar góður rómur gerður að bæði veitingum og skemmtiatriðum. Leikararnir og grínistarnir Saga Garðarsdóttir og Dóri DNA voru veislustjórar. Boðið var upp á veislumat og frítt léttvín og bjór fyrir gesti meðan á borðhaldi stóð. Óhætt er að segja að stórskotalið íslenskra söngvara hafi troðið upp. Stórsöngvararnir Friðrik Dór og Jóhanna Guðrún sungu af sinni alkunnu snilld. JóiPé og Króli komu fram. Ekki síðri lukku vöktu Magni Ásgeirsson og sjálfur Beggi í Sóldögg, Bergsveinn Arilíusson, sem kom óvænt fram. Sannkölluð sveitaballabomba þar. Heldri gestir kunnu þá að meta frammistöðu Magnúsar Þórs Sigmundssonar og Jóhanns Helgasonar og loks lokaði hinn eini sanni Helgi Björnsson dagskránni við rífandi undirtektir bankastarfsmanna. Í tilefni árshátíðarinnar var í Laugardalshöllinni settur upp sérstakur karókísalur þar sem þær Þórunn Antonía Magnúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir stjórnuðu för. „Þetta var rosaleg árshátíð,“ segir einn gestanna sem gekk hratt um gleðinnar dyr á hátíðinni í samtali við Fréttablaðið á sunnudag, en baðst undan því að vera nafngreindur. Samkvæmt upplýsingum blaðsins var hátíðin í boði starfsmannafélags bankans en greiða þurfti fyrir miða maka.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira