Lemstraðir Lengjubikarmeistarar: Mikil meiðsli hjá KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. apríl 2019 12:00 Rúnar er á leið inn í sitt annað tímabil eftir að hann tók aftur við KR. vísir/bára KR setti punktinn aftan við gott undirbúningstímabil með sigri á ÍA, 2-1, í úrslitaleik Lengjubikars karla í gær. Pablo Punyed kom KR-ingum yfir á 23. mínútu en Bjarki Steinn Bjarkason jafnaði fyrir Skagamenn tveimur mínútum síðar. Björgvin Stefánsson skoraði svo sigurmark KR á 55. mínútu. Þetta er í áttunda sinn sem KR vinnur deildabikarinn. KR-ingarnir Tobias Thomsen og Pálmi Rafn Pálmason fóru meiddir af velli í gær. Það eru ekki einu meiðslin sem herja á leikmannahóp KR. „Tobias fékk tak aftan í lærið. Ég veit ekki hvort þetta var tognun eða bara stífleiki. Það kemur í ljós í dag,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi í dag. „Pálmi fékk högg á hálsinn og hnakkann og var skynsamur og fór út af. Hann var líka stífur í kálfanum,“ bætti Rúnar við.Skúli að jafna sig á höfuðmeiðslum Skúli Jón Friðgeirsson fékk heilahristing eftir samstuð við Arnór Svein Aðalsteinsson á æfingu KR á dögunum. „Skúli hefur ekki æft í 9-10 daga. Við förum varlega með hann og fylgjum öllum stöðlum varðandi höfuðhögg,“ sagði Rúnar og bætti við að Arnór Sveinn hefði einnig orðið fyrir hnjaski og væri slæmur í rifbeinunum. Kristinn Jónsson er að jafna sig eftir hnémeiðsli og er nýbyrjaður að taka þátt í æfingum, þó ekki leikjum á æfingum. Rúnar segir að það sé vika þar til Kristinn geti farið á fullt. Þá meiddist Kennie Chopart í æfingaleik gegn Breiðabliki á dögunum. Hann var ekki með í leiknum gegn ÍA. „Hann fékk tak í bakið gegn Blikum. Hann er með undirliggjandi brjósklosmeiðsli. Hann er rétt byrjaður að hjóla,“ sagði Rúnar. Hann vonast til að Kennie geti byrjað að æfa eftir rúma viku.Skiptir ekki máli hvað öðrum finnstEftir leikinn í gær gagnrýndi Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, spilamennsku KR. Hann sagði KR-inga hafa verið hrædda við sína menn og spilað stórkarlalegan fótbolta. „Ég hef enga skoðun á þessu. Hann hefur fullan rétt á sinni skoðun. Menn sjá leikinn á mismunandi hátt,“ sagði Rúnar um ummæli kollega síns hjá ÍA. „Við fengum góðan leik á móti góðu Skagaliði. Hvernig við unnum skiptir ekki máli og hvað öðrum finnst skiptir mig ekki máli,“ sagði Rúnar. KR sækir Stjörnuna heim í 1. umferð Pepsi Max deildarinnar 27. apríl. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björgvin tryggði KR Lengjubikarinn KR er Lengjubikarmeistari karla 2019. 7. apríl 2019 21:43 Jóhannes Karl: Hljótum að vera að gera eitthvað rétt fyrst KR reyndi ekki að spila fótbolta Þjálfari ÍA var ekki hrifinn af spilamennsku KR í úrslitaleik Lengjubikarsins. 7. apríl 2019 22:07 Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
KR setti punktinn aftan við gott undirbúningstímabil með sigri á ÍA, 2-1, í úrslitaleik Lengjubikars karla í gær. Pablo Punyed kom KR-ingum yfir á 23. mínútu en Bjarki Steinn Bjarkason jafnaði fyrir Skagamenn tveimur mínútum síðar. Björgvin Stefánsson skoraði svo sigurmark KR á 55. mínútu. Þetta er í áttunda sinn sem KR vinnur deildabikarinn. KR-ingarnir Tobias Thomsen og Pálmi Rafn Pálmason fóru meiddir af velli í gær. Það eru ekki einu meiðslin sem herja á leikmannahóp KR. „Tobias fékk tak aftan í lærið. Ég veit ekki hvort þetta var tognun eða bara stífleiki. Það kemur í ljós í dag,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi í dag. „Pálmi fékk högg á hálsinn og hnakkann og var skynsamur og fór út af. Hann var líka stífur í kálfanum,“ bætti Rúnar við.Skúli að jafna sig á höfuðmeiðslum Skúli Jón Friðgeirsson fékk heilahristing eftir samstuð við Arnór Svein Aðalsteinsson á æfingu KR á dögunum. „Skúli hefur ekki æft í 9-10 daga. Við förum varlega með hann og fylgjum öllum stöðlum varðandi höfuðhögg,“ sagði Rúnar og bætti við að Arnór Sveinn hefði einnig orðið fyrir hnjaski og væri slæmur í rifbeinunum. Kristinn Jónsson er að jafna sig eftir hnémeiðsli og er nýbyrjaður að taka þátt í æfingum, þó ekki leikjum á æfingum. Rúnar segir að það sé vika þar til Kristinn geti farið á fullt. Þá meiddist Kennie Chopart í æfingaleik gegn Breiðabliki á dögunum. Hann var ekki með í leiknum gegn ÍA. „Hann fékk tak í bakið gegn Blikum. Hann er með undirliggjandi brjósklosmeiðsli. Hann er rétt byrjaður að hjóla,“ sagði Rúnar. Hann vonast til að Kennie geti byrjað að æfa eftir rúma viku.Skiptir ekki máli hvað öðrum finnstEftir leikinn í gær gagnrýndi Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, spilamennsku KR. Hann sagði KR-inga hafa verið hrædda við sína menn og spilað stórkarlalegan fótbolta. „Ég hef enga skoðun á þessu. Hann hefur fullan rétt á sinni skoðun. Menn sjá leikinn á mismunandi hátt,“ sagði Rúnar um ummæli kollega síns hjá ÍA. „Við fengum góðan leik á móti góðu Skagaliði. Hvernig við unnum skiptir ekki máli og hvað öðrum finnst skiptir mig ekki máli,“ sagði Rúnar. KR sækir Stjörnuna heim í 1. umferð Pepsi Max deildarinnar 27. apríl.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björgvin tryggði KR Lengjubikarinn KR er Lengjubikarmeistari karla 2019. 7. apríl 2019 21:43 Jóhannes Karl: Hljótum að vera að gera eitthvað rétt fyrst KR reyndi ekki að spila fótbolta Þjálfari ÍA var ekki hrifinn af spilamennsku KR í úrslitaleik Lengjubikarsins. 7. apríl 2019 22:07 Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Jóhannes Karl: Hljótum að vera að gera eitthvað rétt fyrst KR reyndi ekki að spila fótbolta Þjálfari ÍA var ekki hrifinn af spilamennsku KR í úrslitaleik Lengjubikarsins. 7. apríl 2019 22:07
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti