KR Lengjubikarmeistarar í 8. skipti - oftast allra liða #allirsemeinnpic.twitter.com/pa1XNpUIjC
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 7, 2019
Björgvin Stefánsson skoraði sigurmark KR á 55. mínútu. Hann lyfti boltanum þá skemmtilega yfir Árna Snæ Ólafsson, markvörð ÍA.
KR-ingar komust yfir á 23. mínútu þegar Pablo Punyed skoraði með góðu skoti.
Aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Bjarki Steinn Bjarkason fyrir ÍA. Staðan var 1-1 í hálfleik.
Skagamenn voru ívið sterkari í seinni hálfleik en KR-ingar lönduðu sigrinum og Lengjubikarnum 2019.