Hvar eiga „rafíþróttir“ heima? Viðar Halldórsson skrifar 8. apríl 2019 12:24 Í síðustu viku var samþykkt í Borgarstjórn Reykjavíkur – þvert á flokka - að vísa til menningar- íþrótta- og tómstundasviðs borgarinnar tillögu þess efnis að innleiða svokallaðar rafíþróttir í starf allra íþróttafélaga í Reykjavík. Þrjú íþróttafélög hafa þegar riðið á vaðið með slíka innleiðingu og mörg önnur hyggjast gera slíkt hið sama. Tilgangurinn með því að taka tölvuleikjaspilun inn í íþróttafélögin er göfugur. Það er mjög brýnt verkefni að rjúfa einangrun og kyrrsetu barna sem fest hafa í vef tölvuleikjaspilunar og löngu tímabært er að setja mál þessara barna og ungmenna á oddinn. Það er aftur á móti einnig brýnt að það fari fram umræða um hver á að taka að sér það verkefni og á hvaða forsendum. Sú umræða virðist þó hafa verið af ansi skornum skammti. Það efast enginn um mikilvægi þess að virkja þennan hóp tölvuleikjaspilara sem áður er nefndur til samfélagslegrar þátttöku. En hvar eiga „rafíþróttir“ heima? Ég set spurningamerki við það að þær eigi best heima í íþróttafélögunum, eins og nú er lagt upp með. Fyrst og fremst á þeim forsendum að „rafíþróttir“ eru ekki íþróttir í eðli sínu - þrátt fyrir að framleiðendur tölvuleikja hafið ýtt undir þá nafngift athæfisins. Lög ÍSÍ greina til dæmis skýrt til um það að íþróttir þurfi að fela í sér einhvers konar líkamlega þjálfun með keppni eða heilsurækt að leiðarljósi. Því fer fjarri í tilfelli tölvuleikjaspilunar sem einkennist öllu frekar af kyrrsetu og hreyfingarleysi en ræktun líkamlegs atgervis. Það er nú einmitt sjálf tölvuleikjaspilunin sem hefur skapað þann vanda sem íþróttahreyfingin á nú að leysa. Enn fremur virðast sumir þeirra tölvuleikja sem spilaðir eru í þessu samhengi ganga út á ofbeldi og ganga því þvert gegn grundvallargildum íþróttahreyfingarinnar. Með öðrum orðum, þá samræmast svokallaðar rafíþróttir hinum hefðbundunu íþróttum ekki með neinum hætti og þó að athæfið feli í sér keppni þá gerir það þær ekki sjálfkrafa að íþrótt. Enda er keppt í listum, stærðfræði og matseld og dettur engum í hug að skilgreina slík athæfi sem íþróttir. Af hverju þá tölvuleikjaspilun? Ástæðurnar fyrir því að hinar svokölluðu rafíþróttir eru að smokra sér inn í íþróttahreyfinguna kunna að vera margar. Ein ástæða í hinu stóra samhengi málsins byggir á áhuga markaðsaflanna á að tengjast íþróttum. Fyrirtæki á tölvuleikjamarkaði (sem eiga til að mynda einkaleyfarétt á þeim leikjum sem spilaðir eru) sjá hag sinn í því að fá tölvuleikjaspilun inn í íþróttafélögin en þar öðlast þessir leikir frekari vinsældir (sem skapa þessum fyrirtækjum tekjur) og einnig gefur það spilun tölvuleikja ákveðið „lögmæti“ sem gott og uppbyggilegt athæfi í augum borgaranna – sem er alla jafna ekki sú ímynd sem langtíma tölvuleikjaspilun hefur meðal fólks. Ávinningur þessara fyrirtækja er því mikill. Góðar viðtökur íþróttafélaganna við innviklun tölvuleikjaspilunar litast svo kannski fyrst og fremst af tvennu. Í fyrsta lagi þá hefur verið spilað inn á samvisku íþróttasamfélagsins, sem hefur haft það orð á sér að sinna mikilvægu uppeldishlutverki, um að það geti ekki látið þau ungmenni sem búa við kyrrsetu og félagslega einangrun afskiptalaus. Íþróttafélögin virðast því vera viljug til að taka þessi ungmenni uppá sína arma með því að gera þeim kleift að æfa tölvuleikjaspilun innan sinna vébanda og rjúfa þannig félagslega einangrun þeirra. Í öðru lagi þá kunna jákvæðar móttökur íþróttafélaganna að einhverju leyti að ráðast af gróðasjónarmiðum þar sem þau líta til nýrra tekna af mótahaldi og afreksmennsku í kringum tölvuleikjaspilun, sem og innkomu frá styrktaraðilum sem alla jafna hafa ekki haft hag í að tengjast íþróttum með afgerandi hætti. En er það í verkahring íþróttahreyfingarinnar að leysa alls kyns félagsleg vandamál samfélagsins sem hafa jafnvel ekkert með íþróttir að gera? Samkvæmt lögum ÍSÍ þá á íþróttahreyfingin fyrst og fremst að sinna íþróttastarfsemi og er því vandséð að það sé í verkahring, nú eða í anda íþróttanna, að standa fyrir kyrrsetuspilun ungs fólks á tölvuleikjum, hvað þá ofbeldis- og drápsleikjum? Þvert á móti þá gengur sú iðkun gegn grunngildum íþróttanna sem endurspeglast gjarnan í orðatiltækinu „heilbrigð sál í hraustum líkama“. Framangreind tillaga að færa tölvuleikjaspilun inní íþróttafélögin myndi skapa ákveðið fordæmi og bjóða þeirri hættu heim að smátt og smátt útvatnist sérstaða og gildi íþróttanna. Stjórnvöld eru þó eflaust afar sátt við að einhver vilji taka þetta verðuga og brýna verkefni að sér og því virðist vera einbeittur vilji sumra í íþróttahreyfingunni að reyna að láta tölvuleikjaspilun einhvern veginn passa inní íþróttahreyfinguna, sem er að vissu leyti virðingarvert en að sama skapi ansi langsótt. Aftur á móti þá hefur nánast engin almenn umræða farið fram um það hvort íþróttahreyfingin sé best til þess fallin að bjóða upp á spilun tölvuleikja innan sinna raða eða hvort slík tómstundaiðja eða keppnismennska eigi kannski betur heima meðal annarra aðila sem koma að málefnum barna og ungmenna, eins og skólanna, félags- og frístundamiðstöðva, nú eða bara innan sérstakra tölvuleikjafélaga. Áður en lengra er haldið er brýnt að staldra við og taka þá umræðu. Höfundur er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rafíþróttir Viðar Halldórsson Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var samþykkt í Borgarstjórn Reykjavíkur – þvert á flokka - að vísa til menningar- íþrótta- og tómstundasviðs borgarinnar tillögu þess efnis að innleiða svokallaðar rafíþróttir í starf allra íþróttafélaga í Reykjavík. Þrjú íþróttafélög hafa þegar riðið á vaðið með slíka innleiðingu og mörg önnur hyggjast gera slíkt hið sama. Tilgangurinn með því að taka tölvuleikjaspilun inn í íþróttafélögin er göfugur. Það er mjög brýnt verkefni að rjúfa einangrun og kyrrsetu barna sem fest hafa í vef tölvuleikjaspilunar og löngu tímabært er að setja mál þessara barna og ungmenna á oddinn. Það er aftur á móti einnig brýnt að það fari fram umræða um hver á að taka að sér það verkefni og á hvaða forsendum. Sú umræða virðist þó hafa verið af ansi skornum skammti. Það efast enginn um mikilvægi þess að virkja þennan hóp tölvuleikjaspilara sem áður er nefndur til samfélagslegrar þátttöku. En hvar eiga „rafíþróttir“ heima? Ég set spurningamerki við það að þær eigi best heima í íþróttafélögunum, eins og nú er lagt upp með. Fyrst og fremst á þeim forsendum að „rafíþróttir“ eru ekki íþróttir í eðli sínu - þrátt fyrir að framleiðendur tölvuleikja hafið ýtt undir þá nafngift athæfisins. Lög ÍSÍ greina til dæmis skýrt til um það að íþróttir þurfi að fela í sér einhvers konar líkamlega þjálfun með keppni eða heilsurækt að leiðarljósi. Því fer fjarri í tilfelli tölvuleikjaspilunar sem einkennist öllu frekar af kyrrsetu og hreyfingarleysi en ræktun líkamlegs atgervis. Það er nú einmitt sjálf tölvuleikjaspilunin sem hefur skapað þann vanda sem íþróttahreyfingin á nú að leysa. Enn fremur virðast sumir þeirra tölvuleikja sem spilaðir eru í þessu samhengi ganga út á ofbeldi og ganga því þvert gegn grundvallargildum íþróttahreyfingarinnar. Með öðrum orðum, þá samræmast svokallaðar rafíþróttir hinum hefðbundunu íþróttum ekki með neinum hætti og þó að athæfið feli í sér keppni þá gerir það þær ekki sjálfkrafa að íþrótt. Enda er keppt í listum, stærðfræði og matseld og dettur engum í hug að skilgreina slík athæfi sem íþróttir. Af hverju þá tölvuleikjaspilun? Ástæðurnar fyrir því að hinar svokölluðu rafíþróttir eru að smokra sér inn í íþróttahreyfinguna kunna að vera margar. Ein ástæða í hinu stóra samhengi málsins byggir á áhuga markaðsaflanna á að tengjast íþróttum. Fyrirtæki á tölvuleikjamarkaði (sem eiga til að mynda einkaleyfarétt á þeim leikjum sem spilaðir eru) sjá hag sinn í því að fá tölvuleikjaspilun inn í íþróttafélögin en þar öðlast þessir leikir frekari vinsældir (sem skapa þessum fyrirtækjum tekjur) og einnig gefur það spilun tölvuleikja ákveðið „lögmæti“ sem gott og uppbyggilegt athæfi í augum borgaranna – sem er alla jafna ekki sú ímynd sem langtíma tölvuleikjaspilun hefur meðal fólks. Ávinningur þessara fyrirtækja er því mikill. Góðar viðtökur íþróttafélaganna við innviklun tölvuleikjaspilunar litast svo kannski fyrst og fremst af tvennu. Í fyrsta lagi þá hefur verið spilað inn á samvisku íþróttasamfélagsins, sem hefur haft það orð á sér að sinna mikilvægu uppeldishlutverki, um að það geti ekki látið þau ungmenni sem búa við kyrrsetu og félagslega einangrun afskiptalaus. Íþróttafélögin virðast því vera viljug til að taka þessi ungmenni uppá sína arma með því að gera þeim kleift að æfa tölvuleikjaspilun innan sinna vébanda og rjúfa þannig félagslega einangrun þeirra. Í öðru lagi þá kunna jákvæðar móttökur íþróttafélaganna að einhverju leyti að ráðast af gróðasjónarmiðum þar sem þau líta til nýrra tekna af mótahaldi og afreksmennsku í kringum tölvuleikjaspilun, sem og innkomu frá styrktaraðilum sem alla jafna hafa ekki haft hag í að tengjast íþróttum með afgerandi hætti. En er það í verkahring íþróttahreyfingarinnar að leysa alls kyns félagsleg vandamál samfélagsins sem hafa jafnvel ekkert með íþróttir að gera? Samkvæmt lögum ÍSÍ þá á íþróttahreyfingin fyrst og fremst að sinna íþróttastarfsemi og er því vandséð að það sé í verkahring, nú eða í anda íþróttanna, að standa fyrir kyrrsetuspilun ungs fólks á tölvuleikjum, hvað þá ofbeldis- og drápsleikjum? Þvert á móti þá gengur sú iðkun gegn grunngildum íþróttanna sem endurspeglast gjarnan í orðatiltækinu „heilbrigð sál í hraustum líkama“. Framangreind tillaga að færa tölvuleikjaspilun inní íþróttafélögin myndi skapa ákveðið fordæmi og bjóða þeirri hættu heim að smátt og smátt útvatnist sérstaða og gildi íþróttanna. Stjórnvöld eru þó eflaust afar sátt við að einhver vilji taka þetta verðuga og brýna verkefni að sér og því virðist vera einbeittur vilji sumra í íþróttahreyfingunni að reyna að láta tölvuleikjaspilun einhvern veginn passa inní íþróttahreyfinguna, sem er að vissu leyti virðingarvert en að sama skapi ansi langsótt. Aftur á móti þá hefur nánast engin almenn umræða farið fram um það hvort íþróttahreyfingin sé best til þess fallin að bjóða upp á spilun tölvuleikja innan sinna raða eða hvort slík tómstundaiðja eða keppnismennska eigi kannski betur heima meðal annarra aðila sem koma að málefnum barna og ungmenna, eins og skólanna, félags- og frístundamiðstöðva, nú eða bara innan sérstakra tölvuleikjafélaga. Áður en lengra er haldið er brýnt að staldra við og taka þá umræðu. Höfundur er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun