Ráðuneytin fengu loks sitt árshátíðardjamm Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. apríl 2019 07:15 Líkt og Fréttablaðið fjallaði um síðasta haust þá lýsti Lilja Alfreðsdóttir áhyggjum af dagsetningu veislunnar við Katrínu Jakobsdóttur sem tók undir þær og úr varð að hátíðarhöldin voru blásin af. vísir/vilhelm Hálfu ári eftir að árshátíð Stjórnarráðsins var frestað að undirlagi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, gerði starfsfólk ráðuneytanna sér loks glaðan dag um helgina. Leikarar stýrðu veislunni og vinsælir tónlistarmenn komu fram. Árshátíð starfsfólks ráðuneytanna fór fram á veitinga- og veisluhúsinu Gullhömrum í Grafarholti og var samkvæmt heimildum mikið fjör. Fréttablaðið greindi frá því í september síðastliðnum að ákveðið hefði verið að blása hátíðina af vegna þess að tímasetning hennar þótti með eindæmum óheppileg. Til stóð að halda árshátíðina þann 6. október, á tíu ára afmæli íslenska efnahagshrunsins og frægrar Guð blessi Ísland-ræðu Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra. Ráðuneytin, auk skrifstofu forseta Íslands, skiptast á um að skipuleggja árshátíð Stjórnarráðsins og að þessu sinni var það mennta- og menningarmálaráðuneytið og starfsmannafélag þess sem sá um hana. Líkt og Fréttablaðið fjallaði um síðasta haust þá lýsti Lilja Alfreðsdóttir áhyggjum af dagsetningu veislunnar við Katrínu Jakobsdóttur sem tók undir þær og úr varð að hátíðarhöldin voru blásin af. Hermdu heimildir að nokkurrar óánægju hefði gætt meðal starfsmanna vegna þessarar afskiptasemi. Aðrir tóku undir þær áhyggjur að partístand æðstu ráðamanna þjóðarinnar á þessum tímamótadegi myndi lýsa ákveðnu skeytingarleysi. Nú, rúmlega hálfu ári eftir að árshátíðin var blásin af, gat hún farið fram á þægilega hlutlausum degi sem engan stuðar, laugardeginum 6. apríl. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sóttu 550 gestir árshátíðina. Leikararnir Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Valur Freyr Einarsson sáu um veislustjórn en meðal skemmtiatriða voru söngkonan Emilíana Torrini og rapparinn Emmsjé Gauti. Dj Margeir sá síðan um að þeyta skífum og skemmta fólki fram eftir. Áætlaður kostnaður starfsmannafélags ráðuneytisins vegna skipulagningarinnar er 1,6 milljónir króna. Heildarkostnaður vegna árshátíðarinnar, sem skiptast mun milli ráðuneytanna tíu, liggur ekki fyrir samkvæmt svari ráðuneytisins. Birtist í Fréttablaðinu Næturlíf Stjórnsýsla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Hálfu ári eftir að árshátíð Stjórnarráðsins var frestað að undirlagi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, gerði starfsfólk ráðuneytanna sér loks glaðan dag um helgina. Leikarar stýrðu veislunni og vinsælir tónlistarmenn komu fram. Árshátíð starfsfólks ráðuneytanna fór fram á veitinga- og veisluhúsinu Gullhömrum í Grafarholti og var samkvæmt heimildum mikið fjör. Fréttablaðið greindi frá því í september síðastliðnum að ákveðið hefði verið að blása hátíðina af vegna þess að tímasetning hennar þótti með eindæmum óheppileg. Til stóð að halda árshátíðina þann 6. október, á tíu ára afmæli íslenska efnahagshrunsins og frægrar Guð blessi Ísland-ræðu Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra. Ráðuneytin, auk skrifstofu forseta Íslands, skiptast á um að skipuleggja árshátíð Stjórnarráðsins og að þessu sinni var það mennta- og menningarmálaráðuneytið og starfsmannafélag þess sem sá um hana. Líkt og Fréttablaðið fjallaði um síðasta haust þá lýsti Lilja Alfreðsdóttir áhyggjum af dagsetningu veislunnar við Katrínu Jakobsdóttur sem tók undir þær og úr varð að hátíðarhöldin voru blásin af. Hermdu heimildir að nokkurrar óánægju hefði gætt meðal starfsmanna vegna þessarar afskiptasemi. Aðrir tóku undir þær áhyggjur að partístand æðstu ráðamanna þjóðarinnar á þessum tímamótadegi myndi lýsa ákveðnu skeytingarleysi. Nú, rúmlega hálfu ári eftir að árshátíðin var blásin af, gat hún farið fram á þægilega hlutlausum degi sem engan stuðar, laugardeginum 6. apríl. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sóttu 550 gestir árshátíðina. Leikararnir Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Valur Freyr Einarsson sáu um veislustjórn en meðal skemmtiatriða voru söngkonan Emilíana Torrini og rapparinn Emmsjé Gauti. Dj Margeir sá síðan um að þeyta skífum og skemmta fólki fram eftir. Áætlaður kostnaður starfsmannafélags ráðuneytisins vegna skipulagningarinnar er 1,6 milljónir króna. Heildarkostnaður vegna árshátíðarinnar, sem skiptast mun milli ráðuneytanna tíu, liggur ekki fyrir samkvæmt svari ráðuneytisins.
Birtist í Fréttablaðinu Næturlíf Stjórnsýsla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira