Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 9. apríl 2019 23:01 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála dæmdi Ólínu í hag eftir að hún hlaut ekki starf sem þjóðgarðsvörður. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. Niðurstaðan var sú að jafnréttislög hafi verið brotin þegar Einar Á. E. Sæmundssen var skipaður í starfið fram yfir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur. Ekki náðist samband við Ólínu en hún tjáði sig stuttlega um málið í fésbókarfærslu í kvöld. „Eftir ráðningu í starf þjóðgarðsvarðar s.l. haust sneri ég mér til úrskurðarnefndar jafnréttismála sem hefur nú komist að niðurstöðu. Raunar hefur mér sjálfri ekki borist úrskurðurinn, en þar sem fréttin er orðin opinber sé ég ekki ástæðu til að þegja yfir málinu. Það gleður mig að úrskurðarnefndin tekur undir sjónarmið mín í málinu. Nú hugsa ég minn gang.“ Ari Trausti Guðmundsson formaður nefndarinnar hefur enn ekki tjáð sig um úrskurðinn en sagði í samtali við Fréttablaðið í dag að málið yrði rætt á reglulegum fundi nefndarinnar á morgun. Staða þjóðgarðsvarðar var auglýst í ágúst og komu helst tveir til greina í ráðningu hennar, þau Ólína og Einar, en voru þau bæði boðuð í viðtal. Nefndin kaus um ráðninguna og hlaut Einar fjögur atkvæði á móti þremur sem féllu Ólínu í vil. Ólína tjáði sig um málið í fésbókarfærslu í haust þar sem hún sagði nefndina hafa gengið fram hjá umsókn hennar, þrátt fyrir að hún væri með meiri menntun, meiri og víðtækari stjórnunarreynslu en sá sem var ráðinn. Alþingi Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ólínu fallast hendur og telur freklega fram hjá sér gengið Ólína Þorvarðardóttir er í meira lagi ósátt við rökstuðningsleysi Þingvallanefndar sem skipaði Einar Á. E. Sæmundsen nýjan þjóðgarðsvörð í dag. 6. október 2018 00:18 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. Niðurstaðan var sú að jafnréttislög hafi verið brotin þegar Einar Á. E. Sæmundssen var skipaður í starfið fram yfir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur. Ekki náðist samband við Ólínu en hún tjáði sig stuttlega um málið í fésbókarfærslu í kvöld. „Eftir ráðningu í starf þjóðgarðsvarðar s.l. haust sneri ég mér til úrskurðarnefndar jafnréttismála sem hefur nú komist að niðurstöðu. Raunar hefur mér sjálfri ekki borist úrskurðurinn, en þar sem fréttin er orðin opinber sé ég ekki ástæðu til að þegja yfir málinu. Það gleður mig að úrskurðarnefndin tekur undir sjónarmið mín í málinu. Nú hugsa ég minn gang.“ Ari Trausti Guðmundsson formaður nefndarinnar hefur enn ekki tjáð sig um úrskurðinn en sagði í samtali við Fréttablaðið í dag að málið yrði rætt á reglulegum fundi nefndarinnar á morgun. Staða þjóðgarðsvarðar var auglýst í ágúst og komu helst tveir til greina í ráðningu hennar, þau Ólína og Einar, en voru þau bæði boðuð í viðtal. Nefndin kaus um ráðninguna og hlaut Einar fjögur atkvæði á móti þremur sem féllu Ólínu í vil. Ólína tjáði sig um málið í fésbókarfærslu í haust þar sem hún sagði nefndina hafa gengið fram hjá umsókn hennar, þrátt fyrir að hún væri með meiri menntun, meiri og víðtækari stjórnunarreynslu en sá sem var ráðinn.
Alþingi Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ólínu fallast hendur og telur freklega fram hjá sér gengið Ólína Þorvarðardóttir er í meira lagi ósátt við rökstuðningsleysi Þingvallanefndar sem skipaði Einar Á. E. Sæmundsen nýjan þjóðgarðsvörð í dag. 6. október 2018 00:18 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Ólínu fallast hendur og telur freklega fram hjá sér gengið Ólína Þorvarðardóttir er í meira lagi ósátt við rökstuðningsleysi Þingvallanefndar sem skipaði Einar Á. E. Sæmundsen nýjan þjóðgarðsvörð í dag. 6. október 2018 00:18