Þurfa fleiri ferðamenn og færri skiptifarþega Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. mars 2019 07:15 Nú þegar WOW air nýtur ekki lengur við er leitað leiða til að fylla skarðið með öðrum leiðum. Fréttablaðið/Ernir Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar segir fyrst og fremst litið til Icelandair varðandi það að fylla skarðið sem WOW air skilur eftir sig í sumar. Önnur flugfélög hafi líka haft samband í kjölfar gjaldþrots WOW air. „Þetta snýst fyrst og fremst um að skoða það með þeim flugfélögum sem eru til staðar og þar er Icelandair náttúrlega langstærst,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, um það hvernig megi fá farþega til landsins í sumar í stað þeirra sem detta út með gjaldþroti WOW air. „Óháð því hvort WOW hefur dottið út eru næg laus slott á Keflavíkurflugvelli,“ segir Hlynur. Þau slott sem WOW air átti rétt á og hafði á Keflavíkurflugvelli fari einfaldlega til endurúthlutunar samkvæmt regluverki sem um það gildir í Evrópu. „Þetta snýst um að skoða þá áfangastaði sem WOW er að fara út af; hvort það sé markaður til að auka við tíðni til borga sem þegar eru fyrir,“ segir Hlynur. Icelandair fari þar fremst í flokki. „En svo eru önnur flugfélög sem hafa verið að fylgjast með og við höfum fengið fyrirspurnir. Um leið og þetta gerist þá hafa flugfélög haft samband og eru að skoða þetta.“ Hlynur segir það hins vegar setja stórt strik í reikninginn hversu stutt sé í sumarið. „Það er oft lítill sveigjanleiki í flugvélaflota flugfélaga vegna þess að þau eru búin að ráðstafa öllum vélum fyrir sumarvertíðina í nóvember árið á undan. Þannig að það er oft lítill slaki til að hreyfa til vélar og bæta við fyrir sumarvertíðina. Ofan á það bætist líka að sum flugfélög geta ekki notað Max-vélarnar,“ bendir hann á.Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar .Meginþungann segir Hlynur felast í því hvernig Icelandair breyti sínum áherslum í markaðssetningu. „Félagið er að auka vægi farþega sem eru ferðamenn til landsins á kostnað skiptifarþega. Ef þeir geta fengið vélar hafa þeir gefið út að þeir ætli að leggja áherslu á að auka ferðamannastraum til landsins. Þannig að það er það sem mun helst milda höggið fyrir íslenskan ferðaiðnað,“ segir hann. Mögulega séu líka tækifæri fyrir önnur flugfélög sem þau muni grípa. Komið hefur fram að ríkisstjórnin íhugar að reyna að laða að flugfélög með því að veittur verði afsláttur af farþegagjöldum. Hlynur segir þá aðferð hafa vera notaða utan háannatíma til að stuðla að heilsársferðamennsku á Íslandi. „Mitt mat er það að til skamms tíma væri lækkun gjalda lítið að hafa áhrif þegar stærsta vandamálið er að ná sér í fleiri vélar,“ segir Hlynur aðspurður um hugsanleg áhrif af slíkri aðgerð. Hlynur segir að þessa dagana sé unnið að því að meta áhrifin af falli WOW á starfsemi Isavia. „Við getum vonandi verið komin með innan tveggja vikna endurgerða farþegaspá fyrir Keflavík fyrir árið. Út frá þeirri spá getum við séð hverjar tekjur okkar geta orðið. Þá kemur í ljós hvaða þjónusta þarf að vera á velinum en eins og staðan er í dag þá er fyrst og fremst verið að ráða færri yfir sumartímann.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar segir fyrst og fremst litið til Icelandair varðandi það að fylla skarðið sem WOW air skilur eftir sig í sumar. Önnur flugfélög hafi líka haft samband í kjölfar gjaldþrots WOW air. „Þetta snýst fyrst og fremst um að skoða það með þeim flugfélögum sem eru til staðar og þar er Icelandair náttúrlega langstærst,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, um það hvernig megi fá farþega til landsins í sumar í stað þeirra sem detta út með gjaldþroti WOW air. „Óháð því hvort WOW hefur dottið út eru næg laus slott á Keflavíkurflugvelli,“ segir Hlynur. Þau slott sem WOW air átti rétt á og hafði á Keflavíkurflugvelli fari einfaldlega til endurúthlutunar samkvæmt regluverki sem um það gildir í Evrópu. „Þetta snýst um að skoða þá áfangastaði sem WOW er að fara út af; hvort það sé markaður til að auka við tíðni til borga sem þegar eru fyrir,“ segir Hlynur. Icelandair fari þar fremst í flokki. „En svo eru önnur flugfélög sem hafa verið að fylgjast með og við höfum fengið fyrirspurnir. Um leið og þetta gerist þá hafa flugfélög haft samband og eru að skoða þetta.“ Hlynur segir það hins vegar setja stórt strik í reikninginn hversu stutt sé í sumarið. „Það er oft lítill sveigjanleiki í flugvélaflota flugfélaga vegna þess að þau eru búin að ráðstafa öllum vélum fyrir sumarvertíðina í nóvember árið á undan. Þannig að það er oft lítill slaki til að hreyfa til vélar og bæta við fyrir sumarvertíðina. Ofan á það bætist líka að sum flugfélög geta ekki notað Max-vélarnar,“ bendir hann á.Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar .Meginþungann segir Hlynur felast í því hvernig Icelandair breyti sínum áherslum í markaðssetningu. „Félagið er að auka vægi farþega sem eru ferðamenn til landsins á kostnað skiptifarþega. Ef þeir geta fengið vélar hafa þeir gefið út að þeir ætli að leggja áherslu á að auka ferðamannastraum til landsins. Þannig að það er það sem mun helst milda höggið fyrir íslenskan ferðaiðnað,“ segir hann. Mögulega séu líka tækifæri fyrir önnur flugfélög sem þau muni grípa. Komið hefur fram að ríkisstjórnin íhugar að reyna að laða að flugfélög með því að veittur verði afsláttur af farþegagjöldum. Hlynur segir þá aðferð hafa vera notaða utan háannatíma til að stuðla að heilsársferðamennsku á Íslandi. „Mitt mat er það að til skamms tíma væri lækkun gjalda lítið að hafa áhrif þegar stærsta vandamálið er að ná sér í fleiri vélar,“ segir Hlynur aðspurður um hugsanleg áhrif af slíkri aðgerð. Hlynur segir að þessa dagana sé unnið að því að meta áhrifin af falli WOW á starfsemi Isavia. „Við getum vonandi verið komin með innan tveggja vikna endurgerða farþegaspá fyrir Keflavík fyrir árið. Út frá þeirri spá getum við séð hverjar tekjur okkar geta orðið. Þá kemur í ljós hvaða þjónusta þarf að vera á velinum en eins og staðan er í dag þá er fyrst og fremst verið að ráða færri yfir sumartímann.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira