Nú sé kominn tími til að ræða staðreyndir Klausturmálsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. mars 2019 20:00 Formaður Miðflokksins segir að eftir að hafa fengið aðgang að upptöku af Klausturbar blasi við að upptakan hafi verið vel skipulögð aðgerð og að fleiri en Bára Halldórsdóttir hafi komið að henni. Búið sé að verja fjórum mánuðum í að ræða orðin sem látin voru falla á barnum, nú sé komin tími til að ræða staðreyndir málsins. Þingmenn Miðflokksins kvörtuðu til Persónuverndar eftir að upptöku af samtali þeirra á Klausturbar í nóvember síðastliðnum var lekið til fjölmiðla. Í grein sem formaður Miðflokksins ritar á vef Fréttablaðsins í dag segir að nú hafi hann fengið aðgang að gögnum sem kallað hafði verið eftir, meðal annars upptökum úr öryggismyndavélum og þar sé ýmislegt sem varpi nýju ljósi á málið. Niðurstaðan sé sú að ein mesta persónulega aðför sem gerð hafi verið opinberlega að stjórnmálamönnum og öðru saklausu fólki í seinni tíð hafi verið skipulögð aðgerð. „Það blasir við að öll sagan af atburðarrásinni er ósönn. Það blasir líka við að þetta hefur verið undirbúið fyrirfram og tekið upp með allt öðrum hætti en gefið hefur verið til kynna. Það sést með því að fylgjast með atburðarrásinni, hvernig viðkomandi mætir á staðinn og fer strax beint til verka. Allt ólíkt því en sem haldið hafði verið fram um að þetta hafi gerst á tilviljunarkenndan hátt,“ segir Sigmundur Davíð og bætir við að það væri of langt mál að rekja allar rangfærslurnar. „Allt sem haldið var fram hvernig þetta hefði atvikaðist var rangt og augljóst að fleiri hefðu komið að þessu,“ segir Sigmundur Davíð. Í samtali við fréttastofu segir forstjóri Persónuverndar að málið sé í vinnslu hjá stofnuninni. Miðflokksmenn hafi ekki sjálfir horft á upptökurnar heldur hafi lögmaður þeirra fengið að horfa á þær undir eftirliti lögfræðinga stofnunarinnar. Bára Halldórsdóttir, hefur hins vegar sjálf horft á upptökurnar en hún fór með lögmanni sínum til Persónuverndar. Hún segir Miðflokksmenn reyna að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum. Það sé ekkert í upptökunni sem bendi til þess að hún hafi mætt til þess eins að taka þingmennina upp.En er kjarni málsins ekki þau ljótu orð sem þið létuð falla? „Það er búið að verja fjórum mánuðum í að ræða orðin sem látin voru falla. Nú er komin tími til að ræða staðreynir málsins,“ segir Sigmundur Davíð. Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02 Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu. 27. mars 2019 20:25 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir að eftir að hafa fengið aðgang að upptöku af Klausturbar blasi við að upptakan hafi verið vel skipulögð aðgerð og að fleiri en Bára Halldórsdóttir hafi komið að henni. Búið sé að verja fjórum mánuðum í að ræða orðin sem látin voru falla á barnum, nú sé komin tími til að ræða staðreyndir málsins. Þingmenn Miðflokksins kvörtuðu til Persónuverndar eftir að upptöku af samtali þeirra á Klausturbar í nóvember síðastliðnum var lekið til fjölmiðla. Í grein sem formaður Miðflokksins ritar á vef Fréttablaðsins í dag segir að nú hafi hann fengið aðgang að gögnum sem kallað hafði verið eftir, meðal annars upptökum úr öryggismyndavélum og þar sé ýmislegt sem varpi nýju ljósi á málið. Niðurstaðan sé sú að ein mesta persónulega aðför sem gerð hafi verið opinberlega að stjórnmálamönnum og öðru saklausu fólki í seinni tíð hafi verið skipulögð aðgerð. „Það blasir við að öll sagan af atburðarrásinni er ósönn. Það blasir líka við að þetta hefur verið undirbúið fyrirfram og tekið upp með allt öðrum hætti en gefið hefur verið til kynna. Það sést með því að fylgjast með atburðarrásinni, hvernig viðkomandi mætir á staðinn og fer strax beint til verka. Allt ólíkt því en sem haldið hafði verið fram um að þetta hafi gerst á tilviljunarkenndan hátt,“ segir Sigmundur Davíð og bætir við að það væri of langt mál að rekja allar rangfærslurnar. „Allt sem haldið var fram hvernig þetta hefði atvikaðist var rangt og augljóst að fleiri hefðu komið að þessu,“ segir Sigmundur Davíð. Í samtali við fréttastofu segir forstjóri Persónuverndar að málið sé í vinnslu hjá stofnuninni. Miðflokksmenn hafi ekki sjálfir horft á upptökurnar heldur hafi lögmaður þeirra fengið að horfa á þær undir eftirliti lögfræðinga stofnunarinnar. Bára Halldórsdóttir, hefur hins vegar sjálf horft á upptökurnar en hún fór með lögmanni sínum til Persónuverndar. Hún segir Miðflokksmenn reyna að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum. Það sé ekkert í upptökunni sem bendi til þess að hún hafi mætt til þess eins að taka þingmennina upp.En er kjarni málsins ekki þau ljótu orð sem þið létuð falla? „Það er búið að verja fjórum mánuðum í að ræða orðin sem látin voru falla. Nú er komin tími til að ræða staðreynir málsins,“ segir Sigmundur Davíð.
Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02 Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu. 27. mars 2019 20:25 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Sjá meira
Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41
Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02
Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu. 27. mars 2019 20:25