Fyrsta konan sem verður forseti Slóvakíu Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 08:23 Caputova gerði baráttuna gegn spillingu að helsta kosningamáli sínu. Vísir/EPA Zuzana Caputova, frjálslyndur lögmaður og aðgerðarsinni, verður fyrsta konan til að gegna embætti forseta Slóvakíu eftir að hún sigraði í kosningum sem fór fram þar í gær. Reiði almennings vegna spillingar og morðs á ungum rannsóknarblaðamanni og unnustu hans er sögð hafa fleytt Caputovu til sigurs. Caputova, sem er 45 ára gömul, hefur ekki starfað við stjórnmál áður. Henni er lýst sem frjálslyndri og fylgjandi Evrópusamvinnu. Hún hlaut 58,3% atkvæða gegn 41,7% Maros Sefcovic, framkvæmdastjóra hjá Evrópusambandinu. Sefcovic naut stuðnings stjórnarflokksins Smer sem er fjölmennasti flokkurinn á slóvakíska þinginu. Í kosningabaráttunni lofaði Caputova að binda enda á spillingu á bak við tjöldin. Í þakkarræðu sinni í gærkvöldi ávarpaði hún kjósendur á fimm tungumálum til að ná til allra þjóðarbrota sem í landinu búa, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég er glöð, ekki bara yfir úrslitunum, heldur aðallega vegna þess að það er hægt að verða ekki popúlisma að bráð, að segja sannleikann, auka áhugann án herskárrar orðræðu,“ sagði Caputova og virtist þar vísa til uppgangs popúlískra leiðtoga víða í Evrópu. Sem forseti mun Caputova þó hafa takmörkuð völd. Forseti skipar þó forsætisráðherra og getur beitt neitunarvaldi gegn skipunum háttsettra saksóknara og dómara. Þannig er talið ólíklegt að Robert Fico, fyrrverandi forsætisráðherra, verði að ósk sinni um að hætta í stjórnmálum og gerast forseti stjórnlagadómstóls Slóvakíu. Fico hrökklaðist úr embætti sem forsætisráðherra í kjölfar fjölmennustu mótmæla í sögu Slóvakíu eftir kommúnistatímann í fyrra. Mótmælin beindust að spillingu en kveikjan að þeim voru morðin á Jan Kuciak, rannsóknarblaðamanni, og Martinu Kusnirovu, unnustu hans. Kuciak hafði unnið að rannsókn á umfangsmiklu spillingarmáli. Fimm manns hafa verið ákærðir fyrir morðið á parinu, þar á meðal kaupsýslumaðurinn Marian Kocner. Caputova öðlaðist meðal annars frægð þegar hún barðist gegn ólöglegri landfyllingu sem fyrirtæki Kocner vildi gera í heimabæ hennar í fjórtán ár. Slóvakía Tengdar fréttir Caputova sigrar fyrri umferð slóvakísku forsetakosninganna Umhverfislögfræðingurinn Zuzana Caputova sem barist hefur gegn spillingu í stjórnsýslu sigraði fyrstu umferð forsetakosninganna í Slóvakíu. 17. mars 2019 13:17 Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Zuzana Caputova, frjálslyndur lögmaður og aðgerðarsinni, verður fyrsta konan til að gegna embætti forseta Slóvakíu eftir að hún sigraði í kosningum sem fór fram þar í gær. Reiði almennings vegna spillingar og morðs á ungum rannsóknarblaðamanni og unnustu hans er sögð hafa fleytt Caputovu til sigurs. Caputova, sem er 45 ára gömul, hefur ekki starfað við stjórnmál áður. Henni er lýst sem frjálslyndri og fylgjandi Evrópusamvinnu. Hún hlaut 58,3% atkvæða gegn 41,7% Maros Sefcovic, framkvæmdastjóra hjá Evrópusambandinu. Sefcovic naut stuðnings stjórnarflokksins Smer sem er fjölmennasti flokkurinn á slóvakíska þinginu. Í kosningabaráttunni lofaði Caputova að binda enda á spillingu á bak við tjöldin. Í þakkarræðu sinni í gærkvöldi ávarpaði hún kjósendur á fimm tungumálum til að ná til allra þjóðarbrota sem í landinu búa, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég er glöð, ekki bara yfir úrslitunum, heldur aðallega vegna þess að það er hægt að verða ekki popúlisma að bráð, að segja sannleikann, auka áhugann án herskárrar orðræðu,“ sagði Caputova og virtist þar vísa til uppgangs popúlískra leiðtoga víða í Evrópu. Sem forseti mun Caputova þó hafa takmörkuð völd. Forseti skipar þó forsætisráðherra og getur beitt neitunarvaldi gegn skipunum háttsettra saksóknara og dómara. Þannig er talið ólíklegt að Robert Fico, fyrrverandi forsætisráðherra, verði að ósk sinni um að hætta í stjórnmálum og gerast forseti stjórnlagadómstóls Slóvakíu. Fico hrökklaðist úr embætti sem forsætisráðherra í kjölfar fjölmennustu mótmæla í sögu Slóvakíu eftir kommúnistatímann í fyrra. Mótmælin beindust að spillingu en kveikjan að þeim voru morðin á Jan Kuciak, rannsóknarblaðamanni, og Martinu Kusnirovu, unnustu hans. Kuciak hafði unnið að rannsókn á umfangsmiklu spillingarmáli. Fimm manns hafa verið ákærðir fyrir morðið á parinu, þar á meðal kaupsýslumaðurinn Marian Kocner. Caputova öðlaðist meðal annars frægð þegar hún barðist gegn ólöglegri landfyllingu sem fyrirtæki Kocner vildi gera í heimabæ hennar í fjórtán ár.
Slóvakía Tengdar fréttir Caputova sigrar fyrri umferð slóvakísku forsetakosninganna Umhverfislögfræðingurinn Zuzana Caputova sem barist hefur gegn spillingu í stjórnsýslu sigraði fyrstu umferð forsetakosninganna í Slóvakíu. 17. mars 2019 13:17 Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Caputova sigrar fyrri umferð slóvakísku forsetakosninganna Umhverfislögfræðingurinn Zuzana Caputova sem barist hefur gegn spillingu í stjórnsýslu sigraði fyrstu umferð forsetakosninganna í Slóvakíu. 17. mars 2019 13:17
Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00