Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2019 12:15 Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. Eitt helsta hlutverk Íslandsstofu er að laða erlenda ferðamenn til landsins með samræmdu kynningar-og markaðsstarfi. Henni er falið að efla ímynd og orðspor Íslands og styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulíf á erlendum mörkuðum. Hún brást til að mynda við Eyjafjallagosinu árið 2010 með herferðinni Inspired by Iceland ásamt Icelandair. Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður segir að viðbrögð stofnunarinnar við falli WOW AIR hafi fyrst og fremst falist í að fylgjast með umræðu um landið. „Það var auðvitað viðbragðsáætlun stjórnvalda sem við förum eftir. Við erum búin að vera að fylgjast mjög vel með því sem hefur verið að gerast og bregðumst við ef þurfa þykir. En umfjöllunin hefur verið mjög stabil erlendis og byggð á staðreyndum um WOW Air. Það er ekki verið að tengja hana við áfangastaðinn þannig að það hefur gengið mjög vel að fylgjast með þessu öllu saman,“ segir Inga Hlín. Hún segir að verkefnið nú sé að fylgjast með hvort fólk sé meðvitað um hvernig hægt sé að flúga til landsins. Íslandsstofa muni hrinda af stað markaðsátaki ef þörf verði á. „Við þurfum að fylgjast vel með núna að fólk haldi áfram að bóka ferður til landsins og viti af öðrum flugfélögum sem fljúga hingað. Við munum skoða með hagsmunum ferðaþjónustunnar hvaða skref verða tekin en auðvitað verðum við að bregðast mjög hratt við ef þess gerist þörf,“ segir hún. Hún telur að fleiri flugfélög muni bjóða ferðir til landsins. „Ég geri fastlega ráð fyrir að fleiri komi inn á markaðinn en það er alltof snemmt að segja til um það. Við sáum strax að Icelandair brást mjög hratt við aðstæðum og komu strandaglópum til landsins. Og við vonum að fleiri sjái tækifæri í Íslandi og taki þátt í því með okkur að byggja upp áfangastaðinn.“ segir Inga Hlín Pálsdóttir. Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. Eitt helsta hlutverk Íslandsstofu er að laða erlenda ferðamenn til landsins með samræmdu kynningar-og markaðsstarfi. Henni er falið að efla ímynd og orðspor Íslands og styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulíf á erlendum mörkuðum. Hún brást til að mynda við Eyjafjallagosinu árið 2010 með herferðinni Inspired by Iceland ásamt Icelandair. Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður segir að viðbrögð stofnunarinnar við falli WOW AIR hafi fyrst og fremst falist í að fylgjast með umræðu um landið. „Það var auðvitað viðbragðsáætlun stjórnvalda sem við förum eftir. Við erum búin að vera að fylgjast mjög vel með því sem hefur verið að gerast og bregðumst við ef þurfa þykir. En umfjöllunin hefur verið mjög stabil erlendis og byggð á staðreyndum um WOW Air. Það er ekki verið að tengja hana við áfangastaðinn þannig að það hefur gengið mjög vel að fylgjast með þessu öllu saman,“ segir Inga Hlín. Hún segir að verkefnið nú sé að fylgjast með hvort fólk sé meðvitað um hvernig hægt sé að flúga til landsins. Íslandsstofa muni hrinda af stað markaðsátaki ef þörf verði á. „Við þurfum að fylgjast vel með núna að fólk haldi áfram að bóka ferður til landsins og viti af öðrum flugfélögum sem fljúga hingað. Við munum skoða með hagsmunum ferðaþjónustunnar hvaða skref verða tekin en auðvitað verðum við að bregðast mjög hratt við ef þess gerist þörf,“ segir hún. Hún telur að fleiri flugfélög muni bjóða ferðir til landsins. „Ég geri fastlega ráð fyrir að fleiri komi inn á markaðinn en það er alltof snemmt að segja til um það. Við sáum strax að Icelandair brást mjög hratt við aðstæðum og komu strandaglópum til landsins. Og við vonum að fleiri sjái tækifæri í Íslandi og taki þátt í því með okkur að byggja upp áfangastaðinn.“ segir Inga Hlín Pálsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira