Borgarstjóri New Orleans biðst afsökunar á voðaverkum árið 1891 Andri Eysteinsson skrifar 31. mars 2019 21:29 LaToya Cantrell tók við embætti borgarstjóra í maí 2018. Getty/Paras Griffin LaToya Cantrell, borgarstjóri New Orleans í Louisiana ríki, mun biðjast opinberlega afsökunar á voðaverkum borgarbúa árið 1891. Ellefu ítalskir innflytjendur voru þá teknir af lífi, án dóms og laga, af æstum múg. Borgarstjórinn Cantrell mun biðjast afsökunar, fyrir hönd borgarinnar, í menningarsetri ítala í borginni 12. Apríl næstkomandi. Samtök sem kenna sig við reglu sona Ítaliu (Order of the Sons of Italy) höfðu leitast eftir því við borgarstjórann að hún bæðist afsökunar á verknaðinum. BBC hefur það eftir einum reglubræðra að þeir leitist eftir því að fræða ítalsk-ameríska samfélagið um sögu sína en farið er fáum orðum um atburðinn í sögubókum vestra.Ósætti um niðurstöðu kviðdóms Atburðurinn sem um ræðir átti sér, eins og áður sagði, stað vorið 1891. Rekja má málið þó aftur til október 1890 þegar setið var um fyrir lögreglustjóranum David Hennessy og hann myrtur. Á dánarbeðinu kenndi Hennessy ítölskum innflytjendum um árásina. Fjölmennur hópur ítalskættaðra manna hafði skömmu áður flutt til suðurríkjanna til þess að freista þess að taka við þeim störfum sem þrælar höfðu gegnt fyrir þrælastríðið í Bandaríkjunum. Eftir dauða Hennessy, söfnuðu lögregluyfirvöld saman Ítölum bæjarins og voru níu þeirra ákærðir og fóru fyrir dómara. Í mars 1891 voru dómar kveðnir í málum mannanna, sex voru sýknaðir með öllu en í þremur málum komst kviðdómurinn ekki að niðurstöðu og voru málin því látin niður falla. Æstur múgurinn í New Orleans sætti sig ekki við niðurstöðuna og réðist að fangelsinu þar sem nímenningarnir dvöldu. Þeir voru því næst dregnir út fyrir múra fangelsisins og þar voru þeir myrtir, án dóms og laga. Alls voru ellefu Ítalir myrtir 14. mars 1891. Fred Gardarphe, prófessor í ítölsk-amerískum fræðum við City University í New York, segir þetta stærstu aftöku, án dóms og laga, sem sögur fara af í Bandaríkjunum. Þó minnti hann á að mögulega hafi aðrir hópar lent verr í æstum múg í sögunni og nefndi hann þar, svarta, frumbyggja og asíska innflytjendur. Bandaríkin Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira
LaToya Cantrell, borgarstjóri New Orleans í Louisiana ríki, mun biðjast opinberlega afsökunar á voðaverkum borgarbúa árið 1891. Ellefu ítalskir innflytjendur voru þá teknir af lífi, án dóms og laga, af æstum múg. Borgarstjórinn Cantrell mun biðjast afsökunar, fyrir hönd borgarinnar, í menningarsetri ítala í borginni 12. Apríl næstkomandi. Samtök sem kenna sig við reglu sona Ítaliu (Order of the Sons of Italy) höfðu leitast eftir því við borgarstjórann að hún bæðist afsökunar á verknaðinum. BBC hefur það eftir einum reglubræðra að þeir leitist eftir því að fræða ítalsk-ameríska samfélagið um sögu sína en farið er fáum orðum um atburðinn í sögubókum vestra.Ósætti um niðurstöðu kviðdóms Atburðurinn sem um ræðir átti sér, eins og áður sagði, stað vorið 1891. Rekja má málið þó aftur til október 1890 þegar setið var um fyrir lögreglustjóranum David Hennessy og hann myrtur. Á dánarbeðinu kenndi Hennessy ítölskum innflytjendum um árásina. Fjölmennur hópur ítalskættaðra manna hafði skömmu áður flutt til suðurríkjanna til þess að freista þess að taka við þeim störfum sem þrælar höfðu gegnt fyrir þrælastríðið í Bandaríkjunum. Eftir dauða Hennessy, söfnuðu lögregluyfirvöld saman Ítölum bæjarins og voru níu þeirra ákærðir og fóru fyrir dómara. Í mars 1891 voru dómar kveðnir í málum mannanna, sex voru sýknaðir með öllu en í þremur málum komst kviðdómurinn ekki að niðurstöðu og voru málin því látin niður falla. Æstur múgurinn í New Orleans sætti sig ekki við niðurstöðuna og réðist að fangelsinu þar sem nímenningarnir dvöldu. Þeir voru því næst dregnir út fyrir múra fangelsisins og þar voru þeir myrtir, án dóms og laga. Alls voru ellefu Ítalir myrtir 14. mars 1891. Fred Gardarphe, prófessor í ítölsk-amerískum fræðum við City University í New York, segir þetta stærstu aftöku, án dóms og laga, sem sögur fara af í Bandaríkjunum. Þó minnti hann á að mögulega hafi aðrir hópar lent verr í æstum múg í sögunni og nefndi hann þar, svarta, frumbyggja og asíska innflytjendur.
Bandaríkin Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira