Fyrsti hamborgarinn á Íslandi var ekki seldur í Staðarskála Birgir Olgeirsson skrifar 20. mars 2019 10:51 Hamborgarar steiktir í nýja Staðarskála. Stöð 2/Einar Árnason Fyrsti hamborgarinn á Íslandi var ekki seldur í Hrútafirði, þvert á það sem rekstraraðilar Staðarskála héldu fram í þættinum Um land allt sem sýndur var á Stöð 2 í gær. „Þetta er náttúrlega bara della,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir, matreiðslubókahöfundur og áhugamanneskja um matarsögu Íslendinga, í samtali við Vísi en hún rekur Facebook-síðuna Matur fortíðarinnar þar sem þessar fullyrðingar eigenda Staðarskála voru teknar fyrir. Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála, rakti nokkur atriði úr sögu gamla Staðarskálans en Einar sagði að á sínum tíma hafi starfsstúlka að nafni Steina Guðrún Hammer Guðmundsdóttir hefði komið frá Ameríku tilkynnt þeim í Staðarskála að þar væru steiktir hamborgarar og afgreiddir í brauði með korni. Þetta á að hafa gerst í júní árið 1960 þegar fyrsti veitingaskálinn var opnaður. Einar var reyndar spurður í þættinum hvort að enginn í Reykjavík hafi verið fyrri til. Einar sagðist ekki geta fullyrt um það en sagði þá að Staðarskáli hefði allavega verið sá fyrsti til að selja hamborgara á landsbyggðinni.Nanna Rögnvaldardóttir.Vísir/Björn„Það var farið að selja hamborgara um miðjan sjötta áratuginn í Reykjavík og í Keflavík fyrr. Ég veit ekki hvort þeir voru hér á stríðsárunum en þetta fylgdi hernum upphaflega,“ segir Nanna í samtali við Vísi. Í Biðskýlinu við Hafnargötu í Keflavík var boðið upp á hamborgara árið 1954 og í Kjörrestaurati á Hvítarbökkum í Borgarfirði fengust hamborgarar árið 1956. Nanna segir þó nokkrar sjoppur og veitingastaði hér á landi hafa boðið upp á hamborgara upp úr 1955 og 1956. „Staðarskálinn var ekki einu sinni fyrsti veitingastaðurinn á leiðinni út á land þar sem hægt var að fá hamborgara,“ segir Nanna og vísar þar til Kjörrestaurati í Borgarfirði. Eftir grúsk á timarit.is fann Nanna pistil þar sem kvartað er fyrir verðlagi á hamborgurum á Kjörbarnum í Reykjavík árið 1956. Þar kostaði hamborgari með mjólkurglasi og kartöflum 13 krónur og 50 aura. Í annarri grein frá árinu 1958 var kvartað undan því hversu mikið unglingar í Reykjavík héldu til sjoppum þar sem þeir borðuðu hamborgara og drukku mjólk með. Nanna segir vel skiljanlegt að fólk ruglist í þessu þegar kemur að því að rekja hvar fyrsti rétturinn var seldur því ekki sé svo mikið af heimildum til um þennan þátt matarsögu Íslendinga. Ýmis matur fylgdi hernámi Breta og Bandaríkjamanna hér á landi á síðustu öld. Mánuði eftir að Bretarnir komu hingað til lands árið 1940 var fyrsti Fish&Chips-staðurinn opnaður og fylgdi ýmis varningur bandaríska hernum. Einu sinni var... Húnaþing vestra Matur Reykjanesbær Reykjavík Tengdar fréttir Hvaða veitingastaður seldi fyrsta hamborgara á Íslandi? Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. 19. mars 2019 20:45 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Fyrsti hamborgarinn á Íslandi var ekki seldur í Hrútafirði, þvert á það sem rekstraraðilar Staðarskála héldu fram í þættinum Um land allt sem sýndur var á Stöð 2 í gær. „Þetta er náttúrlega bara della,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir, matreiðslubókahöfundur og áhugamanneskja um matarsögu Íslendinga, í samtali við Vísi en hún rekur Facebook-síðuna Matur fortíðarinnar þar sem þessar fullyrðingar eigenda Staðarskála voru teknar fyrir. Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála, rakti nokkur atriði úr sögu gamla Staðarskálans en Einar sagði að á sínum tíma hafi starfsstúlka að nafni Steina Guðrún Hammer Guðmundsdóttir hefði komið frá Ameríku tilkynnt þeim í Staðarskála að þar væru steiktir hamborgarar og afgreiddir í brauði með korni. Þetta á að hafa gerst í júní árið 1960 þegar fyrsti veitingaskálinn var opnaður. Einar var reyndar spurður í þættinum hvort að enginn í Reykjavík hafi verið fyrri til. Einar sagðist ekki geta fullyrt um það en sagði þá að Staðarskáli hefði allavega verið sá fyrsti til að selja hamborgara á landsbyggðinni.Nanna Rögnvaldardóttir.Vísir/Björn„Það var farið að selja hamborgara um miðjan sjötta áratuginn í Reykjavík og í Keflavík fyrr. Ég veit ekki hvort þeir voru hér á stríðsárunum en þetta fylgdi hernum upphaflega,“ segir Nanna í samtali við Vísi. Í Biðskýlinu við Hafnargötu í Keflavík var boðið upp á hamborgara árið 1954 og í Kjörrestaurati á Hvítarbökkum í Borgarfirði fengust hamborgarar árið 1956. Nanna segir þó nokkrar sjoppur og veitingastaði hér á landi hafa boðið upp á hamborgara upp úr 1955 og 1956. „Staðarskálinn var ekki einu sinni fyrsti veitingastaðurinn á leiðinni út á land þar sem hægt var að fá hamborgara,“ segir Nanna og vísar þar til Kjörrestaurati í Borgarfirði. Eftir grúsk á timarit.is fann Nanna pistil þar sem kvartað er fyrir verðlagi á hamborgurum á Kjörbarnum í Reykjavík árið 1956. Þar kostaði hamborgari með mjólkurglasi og kartöflum 13 krónur og 50 aura. Í annarri grein frá árinu 1958 var kvartað undan því hversu mikið unglingar í Reykjavík héldu til sjoppum þar sem þeir borðuðu hamborgara og drukku mjólk með. Nanna segir vel skiljanlegt að fólk ruglist í þessu þegar kemur að því að rekja hvar fyrsti rétturinn var seldur því ekki sé svo mikið af heimildum til um þennan þátt matarsögu Íslendinga. Ýmis matur fylgdi hernámi Breta og Bandaríkjamanna hér á landi á síðustu öld. Mánuði eftir að Bretarnir komu hingað til lands árið 1940 var fyrsti Fish&Chips-staðurinn opnaður og fylgdi ýmis varningur bandaríska hernum.
Einu sinni var... Húnaþing vestra Matur Reykjanesbær Reykjavík Tengdar fréttir Hvaða veitingastaður seldi fyrsta hamborgara á Íslandi? Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. 19. mars 2019 20:45 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Hvaða veitingastaður seldi fyrsta hamborgara á Íslandi? Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. 19. mars 2019 20:45
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent