Gylfi: Ég vil upplifa þessa tilfinningu aftur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 20. mars 2019 19:15 Gylfi Þór Sigurðsson verður eins og síðustu ár lykilmaður í að koma íslenska landsliðinu á stórmót í knattspyrnu. Á föstudag hefst undankeppni EM 2020 en fyrsta hindrunin verður útileikur gegn Andorra. „Ég get bara talað fyrir mig sjálfan,“ sagði Gylfi spurður út í hvort að leikmenn íslenska liðsins, sem komst á EM 2016 og HM 2018, væru enn jafn hungraðir og ákveðnir og áður. „Það er nóg fyrir mig að hugsa um þá tilfinningu sem fylgir því að spila á stórmóti. Það er eitthvað sem ég vil upplifa aftur og ég veit að strákunum líður eins. Við erum tilbúnir að leggja það á okkur sem þarf til að við komumst áfram.“ Erik Hamren tók við starfi landsliðsþjálfara eftir HM í sumar er Heimir Hallgrímsson lét af störfum. Haustið gekk erfiðlega hjá okkar mönnum og Hamren er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri. „Hann hefur ekki enn fengið að stilla upp sínu sterkasta liði enda mikið um meiðsli í haust. Hann hefur þó ekki verið að breyta miklu og reynt að halda vel í það sem vel hefur gengið. Helst hefur hann breytt litlum hlutum í kringum liðið,“ sagði Gylfi um landsliðsþjálfarann. „En ég held að ef við spilum eins og við höfum gert síðustu ár og breytum því sem hann hefur verið að tala um þá verði þetta jákvætt fyri rokkur.“ Gylfi segist vera í góðu formi þessa dagana. „Mér líður vel. Ég hef spilað mikið af leikjum og þannig líður manni best. Nú fer að líða að lokum tímabilsins og þá er komin smá þreyta í mann en mér líður mjög vel núna.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Telja ólíklegt að Ísland komist á EM í gegnum riðilinn Úrslitaþjónusta Gracenote hefur farið í gegnum leiki í komandi undankeppni EM 2020 og reiknað út hvaða þjóðir eru líklegastar til að vera með á EM allstaðar sumarið 2020. 20. mars 2019 12:00 Spá því að Ísland fari bakdyramegin inn á EM og þá bíða líklegast þessar þjóðir Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þarf að fara bakdyra megin inn á EM 2020 samkvæmt spá úrslitaþjónustunnar Gracenote. 20. mars 2019 13:30 Gylfi Þór: Vinnum Andorra ef við spilum okkar leik Gylfi Þór Sigurðsson segir að það sé full einbeiting á leikinn gegn Andorra á föstudag, þó svo að leikur gegn heimsmeisturnum bíði þremur dögum síðar. 20. mars 2019 12:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson verður eins og síðustu ár lykilmaður í að koma íslenska landsliðinu á stórmót í knattspyrnu. Á föstudag hefst undankeppni EM 2020 en fyrsta hindrunin verður útileikur gegn Andorra. „Ég get bara talað fyrir mig sjálfan,“ sagði Gylfi spurður út í hvort að leikmenn íslenska liðsins, sem komst á EM 2016 og HM 2018, væru enn jafn hungraðir og ákveðnir og áður. „Það er nóg fyrir mig að hugsa um þá tilfinningu sem fylgir því að spila á stórmóti. Það er eitthvað sem ég vil upplifa aftur og ég veit að strákunum líður eins. Við erum tilbúnir að leggja það á okkur sem þarf til að við komumst áfram.“ Erik Hamren tók við starfi landsliðsþjálfara eftir HM í sumar er Heimir Hallgrímsson lét af störfum. Haustið gekk erfiðlega hjá okkar mönnum og Hamren er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri. „Hann hefur ekki enn fengið að stilla upp sínu sterkasta liði enda mikið um meiðsli í haust. Hann hefur þó ekki verið að breyta miklu og reynt að halda vel í það sem vel hefur gengið. Helst hefur hann breytt litlum hlutum í kringum liðið,“ sagði Gylfi um landsliðsþjálfarann. „En ég held að ef við spilum eins og við höfum gert síðustu ár og breytum því sem hann hefur verið að tala um þá verði þetta jákvætt fyri rokkur.“ Gylfi segist vera í góðu formi þessa dagana. „Mér líður vel. Ég hef spilað mikið af leikjum og þannig líður manni best. Nú fer að líða að lokum tímabilsins og þá er komin smá þreyta í mann en mér líður mjög vel núna.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Telja ólíklegt að Ísland komist á EM í gegnum riðilinn Úrslitaþjónusta Gracenote hefur farið í gegnum leiki í komandi undankeppni EM 2020 og reiknað út hvaða þjóðir eru líklegastar til að vera með á EM allstaðar sumarið 2020. 20. mars 2019 12:00 Spá því að Ísland fari bakdyramegin inn á EM og þá bíða líklegast þessar þjóðir Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þarf að fara bakdyra megin inn á EM 2020 samkvæmt spá úrslitaþjónustunnar Gracenote. 20. mars 2019 13:30 Gylfi Þór: Vinnum Andorra ef við spilum okkar leik Gylfi Þór Sigurðsson segir að það sé full einbeiting á leikinn gegn Andorra á föstudag, þó svo að leikur gegn heimsmeisturnum bíði þremur dögum síðar. 20. mars 2019 12:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Telja ólíklegt að Ísland komist á EM í gegnum riðilinn Úrslitaþjónusta Gracenote hefur farið í gegnum leiki í komandi undankeppni EM 2020 og reiknað út hvaða þjóðir eru líklegastar til að vera með á EM allstaðar sumarið 2020. 20. mars 2019 12:00
Spá því að Ísland fari bakdyramegin inn á EM og þá bíða líklegast þessar þjóðir Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þarf að fara bakdyra megin inn á EM 2020 samkvæmt spá úrslitaþjónustunnar Gracenote. 20. mars 2019 13:30
Gylfi Þór: Vinnum Andorra ef við spilum okkar leik Gylfi Þór Sigurðsson segir að það sé full einbeiting á leikinn gegn Andorra á föstudag, þó svo að leikur gegn heimsmeisturnum bíði þremur dögum síðar. 20. mars 2019 12:30