Gagnrýndi málflutning þingmanna um mótmælin á Austurvelli Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2019 22:06 Sigríður María Egilsdóttir sagði í þingræðu að við lifum á tímum sundrungar. Fréttablaðið/Eyþór/Vilhelm Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, gagnrýndi málflutning þingmanna um mótmæli síðustu daga á Austurvelli, í ræðu á þingi í dag. Sigríður María kvaddi sér hljóðs undir liðnum „Störf þingsins“ og sagði að á Austurvelli hafi verið haldin friðsamleg mótmæli í nokkra daga. „[En] í stað þess að þingmenn ræddu kröfugerðina sjálfa á efnislegum nótum var varpað fram undarlegum spurningum um hvort mótmælendur mættu nota kirkjuklósett eða ekki.“ Vísaði Sigríður María þar í orð Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins, sem gagnrýndi borgaryfirvöld fyrir að hafa gefið leyfi fyrir „tjaldbúð“ mótmælenda, auk þess að hann lýsti yfir áhyggjum af því að Þjóðkirkjan skyldi hafa breytt Dómirkjunni í „almenningsnáðhús“. Mótmælendurnir á Austurvelli mótmæltu aðstæðum hælisleitenda, en fyrir mótmælunum stóðu hópur hælisleitenda og samtökin No Borders. Var krafist stöðvunar brottvísana, að mál allra hælisleitenda fái efnislega meðferð, að hælisleitendur fái rétt til að vinna, jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og að „flóttamannabúðunum“ á Ásbrú verði lokað.Stendur og fellur með lýðræðinu sjálfu Sigríður María sagði að þingmenn eigi að vita betur en að gera upp á milli stjórnarskrárvarins réttar fólks eftir því hvort þeir hafi samúð með málstaðnum eða ekki. „Rétturinn til að mótmæla stendur ekki og fellur með því hvort okkur líkar málstaðurinn. Rétturinn til að mótmæla stendur og fellur með lýðræðinu sjálfu,“ sagði Sigríður María. Hún sagði að það væru mörg samfélagsleg vandamál sem þingið þurfi að taka á og ræða til hlítar. Nefndi hún þar sérstaklega málefni öryrkja, aldraðra en einnig flóttafólks. „Við getum rætt öll þessi mál og við eigum að gera það. En við eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru eins og vaninn hefur orðið, því að í því hugarfari felst sundrungin. Ef sagan kennir okkur eitthvað er það að á henni græðir enginn,“ sagði Sigríður og vísaði þar í sögu sundrungar í Evrópu.Ísland ekki undanskiliðVaraþingmaðurinn sagði að við vitum nákvæmlega hvert sundrungin leiði okkur. „Um alla álfuna má sjá minnisvarða hennar, sögu hinnar sundruðu og einangruðu Evrópu. Við reistum meira að segja söfn í útrýmingarbúðum í stað þess að rífa þær niður svo við myndum örugglega aldrei gleyma grýttri slóð fortíðarinnar. En samt eflist þjóðernishyggja. Samt halda ríki áfram að einangrast. Og Ísland er þar ekki undanskilið,“ sagði Sigríður María. Alþingi Hælisleitendur Reykjavík Viðreisn Tengdar fréttir Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43 Hneykslaði þingmenn með ræðu um tjaldbúðir mótmælenda og „almenningsnáðhús“ Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. 19. mars 2019 16:22 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, gagnrýndi málflutning þingmanna um mótmæli síðustu daga á Austurvelli, í ræðu á þingi í dag. Sigríður María kvaddi sér hljóðs undir liðnum „Störf þingsins“ og sagði að á Austurvelli hafi verið haldin friðsamleg mótmæli í nokkra daga. „[En] í stað þess að þingmenn ræddu kröfugerðina sjálfa á efnislegum nótum var varpað fram undarlegum spurningum um hvort mótmælendur mættu nota kirkjuklósett eða ekki.“ Vísaði Sigríður María þar í orð Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins, sem gagnrýndi borgaryfirvöld fyrir að hafa gefið leyfi fyrir „tjaldbúð“ mótmælenda, auk þess að hann lýsti yfir áhyggjum af því að Þjóðkirkjan skyldi hafa breytt Dómirkjunni í „almenningsnáðhús“. Mótmælendurnir á Austurvelli mótmæltu aðstæðum hælisleitenda, en fyrir mótmælunum stóðu hópur hælisleitenda og samtökin No Borders. Var krafist stöðvunar brottvísana, að mál allra hælisleitenda fái efnislega meðferð, að hælisleitendur fái rétt til að vinna, jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og að „flóttamannabúðunum“ á Ásbrú verði lokað.Stendur og fellur með lýðræðinu sjálfu Sigríður María sagði að þingmenn eigi að vita betur en að gera upp á milli stjórnarskrárvarins réttar fólks eftir því hvort þeir hafi samúð með málstaðnum eða ekki. „Rétturinn til að mótmæla stendur ekki og fellur með því hvort okkur líkar málstaðurinn. Rétturinn til að mótmæla stendur og fellur með lýðræðinu sjálfu,“ sagði Sigríður María. Hún sagði að það væru mörg samfélagsleg vandamál sem þingið þurfi að taka á og ræða til hlítar. Nefndi hún þar sérstaklega málefni öryrkja, aldraðra en einnig flóttafólks. „Við getum rætt öll þessi mál og við eigum að gera það. En við eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru eins og vaninn hefur orðið, því að í því hugarfari felst sundrungin. Ef sagan kennir okkur eitthvað er það að á henni græðir enginn,“ sagði Sigríður og vísaði þar í sögu sundrungar í Evrópu.Ísland ekki undanskiliðVaraþingmaðurinn sagði að við vitum nákvæmlega hvert sundrungin leiði okkur. „Um alla álfuna má sjá minnisvarða hennar, sögu hinnar sundruðu og einangruðu Evrópu. Við reistum meira að segja söfn í útrýmingarbúðum í stað þess að rífa þær niður svo við myndum örugglega aldrei gleyma grýttri slóð fortíðarinnar. En samt eflist þjóðernishyggja. Samt halda ríki áfram að einangrast. Og Ísland er þar ekki undanskilið,“ sagði Sigríður María.
Alþingi Hælisleitendur Reykjavík Viðreisn Tengdar fréttir Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43 Hneykslaði þingmenn með ræðu um tjaldbúðir mótmælenda og „almenningsnáðhús“ Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. 19. mars 2019 16:22 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43
Hneykslaði þingmenn með ræðu um tjaldbúðir mótmælenda og „almenningsnáðhús“ Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. 19. mars 2019 16:22