Belja baular í útlöndum Valtýr Sigurðsson skrifar 21. mars 2019 08:00 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður kom í þáttinn „Reykjavík síðdegis“ á dögunum til að ræða um nýlegan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu. Hans skoðun var sú að dómurinn væri að engu hafandi og að við Íslendingar ættum ekki að kippa okkur upp við það þótt einhver belja baulaði í útlöndum. Dómarar Landsréttar ættu því að halda áfram að dæma sem áður og stjórnvöld að halda ró sinni. Þessi orð lögmannsins leiddu hugann að því þegar Mannréttindanefnd Evrópuráðsins gaf sjálfstæði dómstóla á Íslandi falleinkunn 1987 vegna máls manns sem var búsettur á Akureyri og hafði verið dæmdur í undirrétti og í Hæstarétti fyrir brot á umferðarlögum. Í samræmi við gildandi lög var mál hans tekið fyrir og dæmt af fulltrúa bæjarfógetans sem starfaði á ábyrgð og undir stjórn bæjarfógeta sem jafnframt er yfirmaður lögreglunnar. Málið var kært til mannréttindanefndarinnar á þeirri forsendu að málið hefði ekki hlotið meðferð í undirrétti fyrir óháðum dómara. Mannréttindanefndin komst að þeirri niðurstöðu að líkur væru á að brotið hefði verið gegn mannréttindasáttmálanum. Í stað þess að taka til varna í málinu ákvað íslenska ríkið að breyta lögunum til samræmis við álit Mannréttindanefndarinnar. Hugmyndir að frumvarpi að lögum um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði voru kynntar í Dómarafélagi Ísland en formaður félagsins var bæjarfógeti. Eins og mörgum félagsmönnum leist formanninum ekki á að sýslumenn og bæjarfógetar yrðu sviptir dómsvaldinu. Orð formannsins voru á þá leið að þetta fyrirkomulag hefði reynst vel í okkar litla landi og engin ástæða væri til að hlaupa eftir einhverju erlendu fyrirkomulagi í þessum efnum. Þá skyldu menn vita að það væri til pólitískt vald í þessu landi og því yrði beitt til að koma í veg fyrir lagasetningu sem breytti þessu skipulagi. Sem betur fer kom ekki til þess að slíku valdi yrði beitt og því tóku lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði gildi 1992. Þessi breyting hafði gríðarlega mikla þýðingu fyrir sjálfstæði dómstólanna og þá um leið fyrir þegna þessa lands þótt enn ætti eftir að stíga skrefið til enda, þ.e. að koma á fót millidómstigi. Hluti af því að búa í réttarríki er að geta leitað til sjálfstæðra og óvilhallra dómstóla og njóta þannig réttaröryggis. Skipun dómara er stór hluti af þessu kerfi. Þrátt fyrir að við höfum svipað fyrirkomulag og t.d. Norðurlöndin er skipun í dómarastöðu sífellt deiluefni hér á landi. Staðreyndin er hins vegar sú að dómsmálaráðherrar hinna Norðurlandanna hlutast yfirleitt ekki til um tilnefningar hæfnisnefnda um dómara. Því mætti ætla að ábyrgð ráðherra þar væri annars konar en ráðherraábyrgð hér. Sjónarmið Jóns Steinars og afstaða hans til dóms Mannréttindadómstólsins hugnast mér ekki og ætla ég að fleiri séu þeirrar skoðunar. Þá kæmi ekki á óvart þótt meirihluti landsmanna teldi það fela í sér aukið réttaröryggi og ekki skerðingu á fullveldi Íslands að unnt sé að leita til Mannréttindadómstólsins með mál sín í stað þess að þurfa eingöngu að reiða sig á íslensk stjórnvöld og Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður kom í þáttinn „Reykjavík síðdegis“ á dögunum til að ræða um nýlegan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu. Hans skoðun var sú að dómurinn væri að engu hafandi og að við Íslendingar ættum ekki að kippa okkur upp við það þótt einhver belja baulaði í útlöndum. Dómarar Landsréttar ættu því að halda áfram að dæma sem áður og stjórnvöld að halda ró sinni. Þessi orð lögmannsins leiddu hugann að því þegar Mannréttindanefnd Evrópuráðsins gaf sjálfstæði dómstóla á Íslandi falleinkunn 1987 vegna máls manns sem var búsettur á Akureyri og hafði verið dæmdur í undirrétti og í Hæstarétti fyrir brot á umferðarlögum. Í samræmi við gildandi lög var mál hans tekið fyrir og dæmt af fulltrúa bæjarfógetans sem starfaði á ábyrgð og undir stjórn bæjarfógeta sem jafnframt er yfirmaður lögreglunnar. Málið var kært til mannréttindanefndarinnar á þeirri forsendu að málið hefði ekki hlotið meðferð í undirrétti fyrir óháðum dómara. Mannréttindanefndin komst að þeirri niðurstöðu að líkur væru á að brotið hefði verið gegn mannréttindasáttmálanum. Í stað þess að taka til varna í málinu ákvað íslenska ríkið að breyta lögunum til samræmis við álit Mannréttindanefndarinnar. Hugmyndir að frumvarpi að lögum um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði voru kynntar í Dómarafélagi Ísland en formaður félagsins var bæjarfógeti. Eins og mörgum félagsmönnum leist formanninum ekki á að sýslumenn og bæjarfógetar yrðu sviptir dómsvaldinu. Orð formannsins voru á þá leið að þetta fyrirkomulag hefði reynst vel í okkar litla landi og engin ástæða væri til að hlaupa eftir einhverju erlendu fyrirkomulagi í þessum efnum. Þá skyldu menn vita að það væri til pólitískt vald í þessu landi og því yrði beitt til að koma í veg fyrir lagasetningu sem breytti þessu skipulagi. Sem betur fer kom ekki til þess að slíku valdi yrði beitt og því tóku lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði gildi 1992. Þessi breyting hafði gríðarlega mikla þýðingu fyrir sjálfstæði dómstólanna og þá um leið fyrir þegna þessa lands þótt enn ætti eftir að stíga skrefið til enda, þ.e. að koma á fót millidómstigi. Hluti af því að búa í réttarríki er að geta leitað til sjálfstæðra og óvilhallra dómstóla og njóta þannig réttaröryggis. Skipun dómara er stór hluti af þessu kerfi. Þrátt fyrir að við höfum svipað fyrirkomulag og t.d. Norðurlöndin er skipun í dómarastöðu sífellt deiluefni hér á landi. Staðreyndin er hins vegar sú að dómsmálaráðherrar hinna Norðurlandanna hlutast yfirleitt ekki til um tilnefningar hæfnisnefnda um dómara. Því mætti ætla að ábyrgð ráðherra þar væri annars konar en ráðherraábyrgð hér. Sjónarmið Jóns Steinars og afstaða hans til dóms Mannréttindadómstólsins hugnast mér ekki og ætla ég að fleiri séu þeirrar skoðunar. Þá kæmi ekki á óvart þótt meirihluti landsmanna teldi það fela í sér aukið réttaröryggi og ekki skerðingu á fullveldi Íslands að unnt sé að leita til Mannréttindadómstólsins með mál sín í stað þess að þurfa eingöngu að reiða sig á íslensk stjórnvöld og Alþingi.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun