Stærðarinnar sprenging í efnaverksmiðju í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2019 10:01 Verksmiðjan sem um ræðir er í borginni Yancheng og er skordýraeitur framleitt þar. Mynd/Weibo Stærðarinnar sprenging varð í verksmiðju í austurhluta Kína í morgun. Slys sem þessi þykja algeng í Kína. Verksmiðjan sem um ræðir er í borginni Yancheng og er skordýraeitur framleitt þar. Ekki er vitað hvort einhverjir hafi látið lífið en tólf eru sagðir hafa slasast. Slökkviliðsmenn vinna að því að slökkva elda í verksmiðjunni.Samkvæmt South China Morning Post olli sprengingin miklum skemmdum á nærliggjandi byggingum og öðrum hlutum og greindist þriggja stiga jarðskjálfti sem rakinn er til sprengingarinnar. Íbúi borgarinnar sem býr í um eins og hálfs kílómetra fjarlægð frá verksmiðjunni segir allar rúðurnar í íbúð sinni hafa sprungið.Myndbönd af sprengingunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í Kína.视频转自微博 盐城市响水县化工厂爆炸 蘑菇云都炸出来了 第一件做的事是赶紧控制一下舆论??? 上一秒还可以看的视频 下一秒就不可见了??? pic.twitter.com/6UWZisYKo7 — Darren.Liu (@Darren2000Han) March 21, 2019 Eins og áður segir þykja iðnaðarslys algeng í Kína. AFP fréttaveitan rifjar upp að nú í nóvember sprakk gámabíll í loft upp við efnaverksmiðju í Zhanghiakou og 23 létu lífið. Í júlí varð sprenging í efnaverksmiðju í Sichuan og þar dóu 19 manns. Einnig má rifja upp brunann í birgðageymslu fyrir eldfim efni í Tianjin árið 2015. Gífurlega stórar sprengingar urðu þar og dóu minnst 165 manns. Sprengingarnar ollu einstaklega miklum skemmdum. Reiði Kínverja gagnvart þessum slysum hefur aukist á undanförnum árum og hafa yfirvöld heitið því að bæta öryggi og umsjón með efnaverksmiðjum í landinu. Deilt er þó um hve mikill árangur hefur náðst í þeim efnum. Til dæmis þá hefur fyrirtækið sem rekur verksmiðjuna verið sektað sex sinnum vegna mengunar, lélegs frágangs úrgangs og annarra mála sem snúa að öryggi og umhverfisskaða, samkvæmt SCMP. Hér að neðan má sjá samantekt af myndböndum frá brunanum og sprengingunum í Tianjin. Kína Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Sjá meira
Stærðarinnar sprenging varð í verksmiðju í austurhluta Kína í morgun. Slys sem þessi þykja algeng í Kína. Verksmiðjan sem um ræðir er í borginni Yancheng og er skordýraeitur framleitt þar. Ekki er vitað hvort einhverjir hafi látið lífið en tólf eru sagðir hafa slasast. Slökkviliðsmenn vinna að því að slökkva elda í verksmiðjunni.Samkvæmt South China Morning Post olli sprengingin miklum skemmdum á nærliggjandi byggingum og öðrum hlutum og greindist þriggja stiga jarðskjálfti sem rakinn er til sprengingarinnar. Íbúi borgarinnar sem býr í um eins og hálfs kílómetra fjarlægð frá verksmiðjunni segir allar rúðurnar í íbúð sinni hafa sprungið.Myndbönd af sprengingunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í Kína.视频转自微博 盐城市响水县化工厂爆炸 蘑菇云都炸出来了 第一件做的事是赶紧控制一下舆论??? 上一秒还可以看的视频 下一秒就不可见了??? pic.twitter.com/6UWZisYKo7 — Darren.Liu (@Darren2000Han) March 21, 2019 Eins og áður segir þykja iðnaðarslys algeng í Kína. AFP fréttaveitan rifjar upp að nú í nóvember sprakk gámabíll í loft upp við efnaverksmiðju í Zhanghiakou og 23 létu lífið. Í júlí varð sprenging í efnaverksmiðju í Sichuan og þar dóu 19 manns. Einnig má rifja upp brunann í birgðageymslu fyrir eldfim efni í Tianjin árið 2015. Gífurlega stórar sprengingar urðu þar og dóu minnst 165 manns. Sprengingarnar ollu einstaklega miklum skemmdum. Reiði Kínverja gagnvart þessum slysum hefur aukist á undanförnum árum og hafa yfirvöld heitið því að bæta öryggi og umsjón með efnaverksmiðjum í landinu. Deilt er þó um hve mikill árangur hefur náðst í þeim efnum. Til dæmis þá hefur fyrirtækið sem rekur verksmiðjuna verið sektað sex sinnum vegna mengunar, lélegs frágangs úrgangs og annarra mála sem snúa að öryggi og umhverfisskaða, samkvæmt SCMP. Hér að neðan má sjá samantekt af myndböndum frá brunanum og sprengingunum í Tianjin.
Kína Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Sjá meira