Fjórfalt meira af kókaíni í frárennslivatni í Reykjavík og miklu fleiri kókaínfíklar Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2019 10:51 Valgerður Árnadóttir yfirlæknir á Vogi segir þessa aukningu kókaíns í frárennslivatni koma heim og saman við þróun innlagna á sjúkrahúsið. Vísir/Getty Magn kókaíns í frárennslivatni í Reykjavík hefur fjórfaldast á tveimur árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Yfirlæknir á Vogi segir niðurstöðurnar endurspegla mikla fjölgun innlagna kókaínfíkla á sjúkrahúsið en mun fleiri voru innritaðir árið 2018 en rétt fyrir efnahagshrunið 2008. Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræðum hefur undanfarin ár tekið þátt í rannsókn Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn en RÚV greindi fyrst frá rannsókninni íslenskra miðla í byrjun vikunnar. Tekin voru sýni úr frárennslivatni í sjötíu borgum í Evrópu, þar á meðal á tveimur stöðum í Reykjavík í mars í fyrra.Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að magn kókaíns í frárennslivatni í Reykjavík hefur rúmlega fjórfaldast á tveimur árum. Árið 2018 mældust 478,5 mg af kókaíni í frárennslivatni á hverja þúsund íbúa á dag miðað við 100,6 mg árið 2016. Styrkurinn mældist hærri í aðeins ellefu borgum.Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogivísir/baldurÞá var Reykjavík í öðru sæti yfir styrk amfetamíns í frárennslivatni en aðeins mældist meira magn efnisins í borginni Saarbrucken í Þýskalandi. Reykjavík var einnig ofarlega á lista yfir styrk metamfetamíns og MDMA í frárennslivatni en öllu minna magn af efnunum mælist þó almennt í vatninu en í tilfelli kókaíns og amfetamíns.Miklu fleiri neyta kókaíns en tölur yfir fíkla sýna Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir þessa aukningu kókaíns í frárennslivatni koma heim og saman við þróun innlagna á sjúkrahúsið. „Þetta helst alveg nákvæmlega í hendur við það sem við það sem við sjáum af fjölda þeirra sem hafa verið að koma til okkar,“ segir Valgerður og vísar í tölur yfir innritanir kókaínfíkla á Vog árin 1991-2018. Af þeim sést að síðustu fjögur ár hefur innritunum vegna kókaínfíknar fjölgað gríðarlega. Árið 2013 voru þær til að mynda rétt rúmlega 200 en árið 2018 rúmlega 700.Mynd/SÁÁNeyslumynstrið ekki á yfirborðinu Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir í samtali við Vísi að erfitt sé að draga ályktun um tengsl kókaíninnflutnings, sem er töluverður í gegnum Keflavíkurflugvöll, og niðurstöður rannsóknarinnar – sem benda vissulega til aukinnar kókaínneyslu á Íslandi. „Þetta er neyslumynstur sem er ekki á yfirborðinu, þ.e.a.s. þegar fólk notar fíkniefni. Auðvitað má ætla að þetta geti gefið ákveðnar vísbendingar en að öðru leyti hef ég ekki nægar upplýsingar til að tjá mig um það frekar,“ segir Ólafur. „Það er auðvitað forvitnilegt að skoða hversu margir eru stoppaðir en þau fíkniefnamál sem koma upp í flugstöðinni og annars staðar ganga aðeins í bylgjum þannig að það er ekki alltaf hægt að setja beint samhengi þar á milli.“ Heilbrigðismál Lyf Lögreglumál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Magn kókaíns í frárennslivatni í Reykjavík hefur fjórfaldast á tveimur árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Yfirlæknir á Vogi segir niðurstöðurnar endurspegla mikla fjölgun innlagna kókaínfíkla á sjúkrahúsið en mun fleiri voru innritaðir árið 2018 en rétt fyrir efnahagshrunið 2008. Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræðum hefur undanfarin ár tekið þátt í rannsókn Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn en RÚV greindi fyrst frá rannsókninni íslenskra miðla í byrjun vikunnar. Tekin voru sýni úr frárennslivatni í sjötíu borgum í Evrópu, þar á meðal á tveimur stöðum í Reykjavík í mars í fyrra.Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að magn kókaíns í frárennslivatni í Reykjavík hefur rúmlega fjórfaldast á tveimur árum. Árið 2018 mældust 478,5 mg af kókaíni í frárennslivatni á hverja þúsund íbúa á dag miðað við 100,6 mg árið 2016. Styrkurinn mældist hærri í aðeins ellefu borgum.Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogivísir/baldurÞá var Reykjavík í öðru sæti yfir styrk amfetamíns í frárennslivatni en aðeins mældist meira magn efnisins í borginni Saarbrucken í Þýskalandi. Reykjavík var einnig ofarlega á lista yfir styrk metamfetamíns og MDMA í frárennslivatni en öllu minna magn af efnunum mælist þó almennt í vatninu en í tilfelli kókaíns og amfetamíns.Miklu fleiri neyta kókaíns en tölur yfir fíkla sýna Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir þessa aukningu kókaíns í frárennslivatni koma heim og saman við þróun innlagna á sjúkrahúsið. „Þetta helst alveg nákvæmlega í hendur við það sem við það sem við sjáum af fjölda þeirra sem hafa verið að koma til okkar,“ segir Valgerður og vísar í tölur yfir innritanir kókaínfíkla á Vog árin 1991-2018. Af þeim sést að síðustu fjögur ár hefur innritunum vegna kókaínfíknar fjölgað gríðarlega. Árið 2013 voru þær til að mynda rétt rúmlega 200 en árið 2018 rúmlega 700.Mynd/SÁÁNeyslumynstrið ekki á yfirborðinu Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir í samtali við Vísi að erfitt sé að draga ályktun um tengsl kókaíninnflutnings, sem er töluverður í gegnum Keflavíkurflugvöll, og niðurstöður rannsóknarinnar – sem benda vissulega til aukinnar kókaínneyslu á Íslandi. „Þetta er neyslumynstur sem er ekki á yfirborðinu, þ.e.a.s. þegar fólk notar fíkniefni. Auðvitað má ætla að þetta geti gefið ákveðnar vísbendingar en að öðru leyti hef ég ekki nægar upplýsingar til að tjá mig um það frekar,“ segir Ólafur. „Það er auðvitað forvitnilegt að skoða hversu margir eru stoppaðir en þau fíkniefnamál sem koma upp í flugstöðinni og annars staðar ganga aðeins í bylgjum þannig að það er ekki alltaf hægt að setja beint samhengi þar á milli.“
Heilbrigðismál Lyf Lögreglumál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira